Til hamingju konur

... og aðrir jafnréttissinnar, en sérstaklega kvenfólkið auðvitað. Ykkar tími er kominn. ;)

Ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri-Grænna með stuðningi Framsóknarflokks er þannig skipuð:

  • Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra
  • Össur Skarphéðinsson, iðnaðar- (olíumála- ;) og utanríkisráðherra
  • Kristján L. Möller, samgönguráðherra
  • Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra
  • Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra
  • Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra
  • Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra
  • Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra
  • Kolbrún Halldórsdóttir, umhverfisráðherra

Af öllum konum má þó kannski líta svo á ein hafi mest tilefni til að gleðjast, en Katrín Jakobsdóttir yngsti ráðherrann í nýrri stjórn á afmæli í dag (33). Einnig er sérstakt gleðiefni fyrir réttindabaráttu samkynhneigðra að ein úr þeirra röðum skuli nú í fyrsta skipti í sögunni leiða ríkisstjórn. Og auðvitað getur þjóðin fagnað því að stjórnarkreppu hafi verið afstýrt, burtséð frá ólitískum viðhorfum hvers og eins. Greiðendur gengistryggðra lána geta líka fagnað því þrátt fyrir óvissuna sem ríkt hefur að undanförnu, þá hefur krónan á sama tíma verið að styrkjast talsvert. Eins merkilegt og það hljómar þá er hún nú komin á sama stað og þegar bankahrunið var í þann mund að hefjast! Síðast en alls ekki síst getur þjóðin öll glaðst yfir því að haldnar verði kosningar fljótlega.

Þó að þessi umskipti heyri vissulega til tíðinda þá er í raun fátt við ráðherralistann sem kemur mjög á óvart. Helst vekur það athygli mína hversu mikið Streingrímur J. virðist ætla að færast í fang með því að fara með þrjú ráðuneyti samtímis, en fjármálaráðuneytið hefur hingað til verið talið fullt starf fyrir einn mann og varla hefur vinnuálagið minnkað þar undanfarið. Engu að síður vil ég óska nýrri bráðabirgðastjórn velfarnaðar á þeim stutta tíma sem hún mun starfa.

Til hamingju Ísland!


mbl.is Söguleg ákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í listann mætti gjarnan bæta nafni Ingibjargar Sólrúnar sem var borgarstjóri sem einna lengst gegndu því starfi þó svo að Auður Auðuns væri einnig borgarstjóri með Geir Hallgrímssyni 1959.

Það var mikið pólitískt afrek hjá henni að sameina sundurleita stjórnmálaflokka og stýra Reykjavík í meira en áratug. Nú virðist það hafa haft þau áhrif að völd Sjálfstæðisflokksins eru verulega skert.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 2.2.2009 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband