Vilhjálm í Fjármálaeftirlitið! BIS í Seðlabankann???

Ég styð heilshugar þá hugmynd að Vilhjálmur Bjarnason taki við fjármálaeftirlitinu. Ótrúlegt en satt, þá virðist hann hafa staðið sig betur á þeim vettvangi undanfarið en fráfarandi stjórnendur þeirrar stofnunar. Gylfi Magnússon er sagður koma til greina sem viðskiptaráðherra, og muni þá gegna því embætti sem sérfræðingur án þingsætis. Nú er einmitt lag að gera tilraun með slíkt fyrirkomulag sem hlýtur að vera rökréttara en að hafa þar heimspeking, en svo þarf auðvitað að skipta um fleiri í því ráðuneyti ef það á að geta talist laust við óeðlileg hagsmunatengsl.

Már Guðmundsson er orðaður við embætti Seðlabankastjóra. Hann starfaði hjá Seðlabanka Íslands frá árinu 1980 og gegndi stöðu Aðalhagfræðings frá 1994 til 2004 þegar hann hélt til starfa hjá Alþjóðagreiðslubankanum í Basel sem aðstoðarframkvæmdastjóri peningamála- og hagfræðisviðs. (Sjá ársskýrslu Seðlabankans 2004, kafli V bls. 50.)

Már var gestur í þættinum Markaðurinn með Birni Inga þann 1. nóvember 2008, sem hægt er að horfa á hérna.

Á vef Seðlabankans er vinnustað Más lýst þannig:

Alþjóðagreiðslubankinn í Basel Sviss (e. BIS – Bank for International Settlements ) var stofnaður 1930 og er elsta alþjóðlega fjármálastofnunin í heimi. Alþjóðagreiðslubankinn í Basel er í eigu fjölmargra seðlabanka. Hann er í senn banki seðlabankanna og mikilvæg rannsókna- og greiningarstofnun á sviðum sem lúta að starfsemi seðlabanka, ekki síst peningamálum og varðandi fjármálastöðugleika. Bankinn er einnig vettvangur margháttaðs alþjóðlegs samstarfs seðlabanka og á sviði eftirlits með fjármálastarfsemi. Nægir í því sambandi að nefna undirbúning reglusetningar um eiginfjárhlutföll banka auk þess sem í bankanum hafa verið bækistöðvar fjármálastöðugleikaráðsins (Financial Stability Forum) sem sett var á laggirnar fyrir nokkrum árum.
Seðlabanki Íslands er hluthafi í Alþjóðagreiðslubankanum í Basel. Fulltrúar Seðlabanka Íslands taka þátt í ýmsu samstarfi á vettvangi BIS.

Meðal verkefna BIS er að setja samræmdar reglur um alþjóðlega bankastarfsemi og þarna eru sérstaklega nefndar til sögunnar reglur um eiginfjárhlufall banka, en þær heyra undir samninga sem kallaðir eru Basel II. Marinó G. Njálsson skrifaði þann 25.10.2008 stórgóðan pistil um hvernig bankastofnanir fóru í kringum þessar reglur með hjálp matsfyrirtækja og blésu út skuldablöðruna í aðdraganda fjármálahrunsins.

Stjórn Alþjóðagreiðslubankans er ekki skipuð neinum smápeðum:

Gagnrýnendur alþjóðavæðingar þreytast seint á að beina spjótum sínum að BIS, ekki síst fyrir þá leynd sem hvílir yfir starfseminni og þrálátar ásakanir um óeðlileg hagsmunatengsl við alþjóðlegar valdaklíkur. Meðal þess sem þykja mætti tortryggilegt er að allt frá stofnun bankans árið 1930 hefur hann gert þá kröfu til aðildarríkjanna að fá að njóta friðhelgi sem jafnast á við og gengur jafnvel lengra en friðhelgi sendiráða o.þ.h., þannig að nánast má líta svo á að stofnunin og starfsmenn hennar séu hafnir yfir landslög um aldur og ævi. Á sama tíma gegnir BIS því hlutverki að móta reglur og leggja línurnar fyrir peningamálastefnu aðildarríkjanna og þar með örlög þeirra, án þess að þau hafi nokkra möguleika á því að veita starfseminni fullnægjandi aðhald og eftirlit.

Eftirfarandi brot úr friðhelgisreglum fyrir starfsmenn Alþjóðagreiðslubankans eru sérlega athyglisverð:

  • “immunity from arrest or imprisonment and immunity from seizure of their personal baggage, save in flagrant cases of criminal offence;”
  • “inviolability of all papers and documents;”
  • “immunity from jurisdiction, even after their mission has been accomplished, for acts carried out in the discharge of their duties, including words spoken and writings;”
  • “exemption for themselves, their spouses and children from any immigration restrictions, from any formalities concerning the registration of aliens and from any obligations relating to national service in Switzerland ;”
  • “the right to use codes in official communications or to receive or send documents or correspondence by means of couriers or diplomatic bags.”
  • “immunity from jurisdiction for acts accomplished in the discharge of their duties, including words spoken and writings, even after such persons have ceased to be Officials of the Bank;”

- BIS, Protocol Regarding the Immunities of the Bank for International Settlements, Basic Texts, (Basle, August 2003)

Nú efast ég ekki um að reynsla Más af þessu starfi geti komið að góðum notum, en samt getur maður ekki annað en spurt: Er það ekki svona lagað sem stóð til að útrýma úr Seðlabanka Íslands?


mbl.is Nær Evrópu með Vinstri grænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband