Falið Vald Framsóknar

Merkilegt að Framsóknarflokkurinn skuli vera kominn aftur nánast í oddastöðu í íslenskum stjórnmálum. Með því að standa rétt svo í jaðri sviðsljóssins ná þeir að lágmarka pólitíska áhættu af aðkomu sinni að stjórnarsamstarfinu, sem er klókt í ljósi þeirra endurnýjunar sem verið er að gera á ímynd flokksins. Ég hef trú á nýjum formanni og tel að hann verðskuldi tækifæri til að sanna sig, en get þó ekki annað verið dálítið tortygginn gagnvart restinni af flokknum vegna þeirra fyrri verka meðal annars í ríkisstjórn. Ætli framsókn muni kannski halda áfram að stjórna bakvið tjöldin eða setja frekari skilyrði fyrir stuðningi við nýja ríkisstjórn, eftir að hún verður verður tekin til starfa? Sem betur fer mun hún ekki þurfa að starfa lengi á þessum veika grunni sem er til staðar í þinginu.

Styð samt heilshugar ákvörðun um stjórnlagaþing án aðkomu núverandi þingmanna, vona bara að framkvæmdin á því þvælist ekki fyrir nauðsynlegum efnahagsumbótum.


mbl.is Kosið í vor og í haust?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband