Skuldaniðurfellingu fyrir Haiti !

Ég vil vekja athygli á undirskriftasöfnun sem efnt hefur verið til vegna hörmunganna í kjölfar jarðskjálftans á Haiti, með því markmiði að skora á þjóðir heims að fella niður erlendar skuldir Haitibúa. Ein af meginástæðum þess hversu mikið manntjón varð og hvers illa gengur að koma fólki til bjargar, eru gríðarlegar skuldir sem spilltir stjórnarherrar hafa í gegnum tíðina hlaðið á þjóðina með þeim afleiðingum að núna fara allir peningar í afborganir og ekkert er afgangs til að viðhalda nauðsynlegum grunnkerfum eins og vatnsveitu og rafmagni hvað þá einhverju sem kallast gæti velferðarkerfi. Þau kerfi sem vanalega er ætlað að grípa inn í við svona aðstæður eru einfaldlega ekki til staðar eða svo illa á sig komin að þau eru líka ónýt eftir skjálftann. Af landfræðilegum ástæðum er bara tímaspursmál hvenær næstu hamfarir verða á þessu svæði, hvort sem það er fellibylur eða jarðskjálfti, og eina leiðin til að koma í veg fyrir að svona harmleikur endurtaki sig er að þjóðin fái tækifæri til enduruppbyggingar. Það fær hún ekki á meðan allar tekjur eru hirtar af erlendum lánadrottnum. Í ljósi þeirrar kreppu sem geisar í efnahagskerfinu ættu þjóðir heims að líta á þetta sem víti til varnaðar um það sem getur gerst þegar misvönduð yfirvöld fá að komast upp með að skuldsetja þjóð sína fyrir allskonar vitleysu sem engu skilar, boðskapur sem íslenskri þjóð ætti að vera sérstaklega nærtækur um þessar mundir!

Lesa má meira um þetta og skrifa undir áskorunina á vefsíðunni Avaaz.org


mbl.is Enn finnst maður á lífi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

Takk fyrir þetta,er búinn að skrifa undir,með von um að eithvað gerist.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 27.1.2010 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband