Er ekki lækkað lánshæfismat bara gott?

"Þýski bankinn Commerzbank segir að ... lækkun lánshæfiseinkunarinnar geti orðið til þess að takmarka fjárfestingarákvarðanir erlendra fjárfesta..." W00t

Áður en við hrökkvum í kút yfir því skulum við rifja upp afrekaskrá þessara margumræddu "matsfyrirtækja":

  • Nokkrum dögum áður en Enron spilaborgin hrundi gáfu öll "virtustu" matsfyrirtækin Enron hæstu lánshæfiseinkunn.
  • Rétt áður en íslenska "fjármálaundrið" sprakk með háum hvelli gáfu þessi matsfyrirtæki íslensku bönkunum og ríkissjóði hæstu mögulega einkunn.
  • Reyndar má rekja upphaf fjármálakreppunnar til þess að sömu matsfyrirtæki gáfu hæstu einkunn á svokölluð undirmálslánasöfn sem reyndust "eitruð" þegar upp var staðið.

Þannig að ef þau segja að við séum í rusli, þá hljótum við að vera á réttri leið! Wink

Að lækka í einkunn er reyndar aldrei skemmtilegt, en lækkað lánshæfismat getur samt haft ýmsa kosti í för með sér:

  • Möguleikar til erlendrar lántöku hverfa. Minni erlendar skuldir: frábært!
  • Ef það endar með greiðslufalli, þá er bara því fyrr þeim mun betra, enda hafa rannsóknir sýnt fram á að það er hagkvæmasta leiðin til að koma fullvalda ríki út úr skuldakreppu.
  • Hinsvegar er til nóg af krónum á Íslandi t.d. yfir þúsund milljarðar í bönkunum, það þarf bara að koma þeim á hreyfingu því peningar eru einskis virði nema þeir flæði um hjól efnahagslífsins. Skortur á erlendu lánsfé myndi skapa pressu á innlendar fjárfestingar í staðinn, sem gæti virkað eins og innspýting í atvinnulífið ef rétt er að málum staðið
  • Jafnvel þó svartsýnustu spár rætist og við lendum í einhverskonar klípu vegna þess að við höfum tekið of miklar áhættur, þá er það bara lexía sem við þurfum að læra af, og veitir kannski ekki af?
Þetta lánshæfismat er ekkert til að hafa áhyggjur af því það er voða lítið að marka það. Við þurfum bara að hafa trú á sjálfum okkur, og hugsa vel um hvort annað eins og við getum.
mbl.is Lækkun lánshæfiseinkunnar gæti orðið afdrifarík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta eru svo aðeins hótanir og nokkuð blatant sem slíkar. ÞEgar S&P segir að ef við borgum ekki þámuni eitthvað "óvænt" gerast, þá er nokkuð víst að þeir vita hvað það. Annars er þessi söngur sami ógrundaði söngurinn um að við "semjum" eða "Stöndum við skuldbindingar."  Ekki höfum við sagst ekki ætla að semja, en aðeins á lagalegum grunni, sem liggur í augum uppi. Annað er ekki samningur heldur kúgun með uppgjöf.

Að "Standa við skuldbindingar" er jafn óljóst, því enn eru afar skiptar skoðanir um hverjar þessar skuldbindingar eru, sú þær einhverjar. Samningur um niðurfellingu kröfunnar á grunni laga er líka samningur.

Þetta eru ekkert annað en reykur og speglar og hótanir frá bankesterunum sjálfum. Látum þá sýna hvað þeir geta gert. Ef við greiðum ekkert af því að lögin geta ekki staðfest skuldbindingar okkar, þá munu allar aðgerðir þessara brjálæðinga vera ólöglegar.  Slíkt ástand varir ekki lengi. Við gætum jafnvel stefnt þeim fyrir vikið.

Við þurfum engin lán næstu 2 árin. Þegar ríki liggur undir árásum, þá skellir það í lás.  Það eigum við að gera. Burt með IMF, útúr samningum við EU, enga fjárfesta frá fjölþjóðamafíunni etc. Ekki öfugt eins og söngurinn hljómar nú.  Ástandið getur orðið þröngt í skamman tíma eftir, en ekki langvarandi örbyrgð og afsal landsin eins og hinn kosturinn býður. Okkar e valið.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.1.2010 kl. 05:24

2 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég er sammála því að lækkað lánshæfi gæti frekar verið af hinu góða, ég skil ekki hversvegna stjórnvöld eru svona hrædd við það. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.1.2010 kl. 13:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband