Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Hunsuðu aðvaranir

"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stjórnarfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem halda átti í fyrradag, frestað til föstudags, vegna þessarar afstöðu Breta og Hollendinga. Sömu heimildir herma að ríkisstjórn Íslands sé nú uggandi um hvers konar afgreiðslu lánsumsókn Íslands hjá IMF fær."

Var ekki reynt að vara ríkisstjórnina við því, hástöfum, að svona myndi fara? Og á meðan þetta er í óvissu sitjum við engu að síður  uppi með 18% stýrivexti! Við erum nú þegar búin að ganga að þeim skilyrðum sem sett voru að sögn Seðlabanka Íslands, en á virkilega að halda til streitu lánsumsókn hjá IMF ef þeir bæta svo bara við skilyrðum eftir á? Það eru ekki samningar heldur kúgun, og Geir H. Haarde hefur lofað því klárlega að hann muni ekki láta kúga okkur í þessu máli. Ætli sé nokkuð að marka það frekar en aðrar yfirlýsingar sem gefnar hafa verið?

 


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hliðstæðum við Dagvaktina...

...rignir nú yfir þjóðina:

  • Þingmenn eru "starfsmenn á kassa" ("Starfsmaður á plani")
  • Ólafur Ragnar, dreymir um að vera umboðsmaður/klappstýra fyrir "þotuliðið" (þarf að útskýra það eitthvað?)
  • Dómsmálaráðherra er Georg Bjarnfreðarson ("Misskilningur!")
  • Viðskiptaráðherra hlýtur þá að vera Daníel
  • En hver er þá Gugga???
Tounge
mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Listaverk góð langtímafjárfesting

Er ekki einmitt sagt að listaverk séu góð langtímafjárfesting, bara svo lengi sem fólk geti beðið með að innleysa fjárfestinguna þangað til í góðæri? Finnst það eiga prýðilega við í þessu tilviki, á margan hátt. Myndskreytingin er samt full ósmekkleg á peningaseðla sem margir myndu eflaust veigra sér við að hafa í veskinu nálægt myndum af fjölskyldunni eða ástinni sinni. Ætti hugsanlega betur heima á plakati undir fyrirsögninni: "Eftirlýstur af Alþjóðabankanum fyrir glæpi gegn hagkerfinu".

Sjá einnig fyrri umfjöllun mína um þessa gervipeninga sem eru í umferð (og má reyndar finna víða um þessar mundir).

P.S. af vef Seðlabanka Íslands:

"Bent er á að ekki er heimilt að breyta myndefni íslenskra peningaseðla og birta skrumskældar eftirgerðir þeirra, hvort sem er í prentuðu máli eða í ljósvakamiðlum..."

Sé ég nokkuð málsókn á hendur mbl.is og visir.is í uppsiglingu...? Grin

10.000 kr.


mbl.is Tíuþúsundkallinn var hluti af lokaverkefni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óefnisleg verðmæti?

Þetta er auðvitað bara gargandi snilld! En samt vesalings afgreiðslumanneskjan sem varð uppvís að því að taka ekki bara við seðlinum sem greiðslu, heldur að gefa til baka heilar 7.000 kr. í "beinhörðum" peningum! Það er reyndar í besta falli teygjanlegt hugtak nú til dags, þar sem það er nánast lögmæt spurning hvort sé marktækara, tíuþúsund dabbinn eða aðrir krónuseðlar sem eru í umferð?

Í Zimbabwe, svo dæmi sé tekið, er núna u.þ.b. 230.000% verðbólga (án gríns) vegna alvarlegrar efnahags- og stjórnarkreppu (kunnuglegar aðstæður hmmm?). Þar er nýbúið að klippa tíu núll (...0000000000 !!!) aftan af gjaldmiðlinum, og samt eru þeir strax aftur byrjaðir að prenta seðla upp á tugi milljóna. Úti í búð dugir einn slíkur seðill núna fyrir hálfu brauði eða svo, en í næstu viku kannski fyrir frímerki! Höfundur 10.000 kr. seðilsins hefur því e.t.v. bara verið að búa sig undir það sem koma skal...

Auk þess er auðvitað pappírssparandi og þar með umhverfisvænna að geta verið með einn seðil fyrir þessari upphæð í stað lágmark tveggja áður. Það gæti t.d. létt undir pappírs- og blekinnflutningi, nú þegar gjaldeyrir er af skornum skammti er mikilvægt að nýta allt hráefni sem best. Nú er líka áríðandi að við sameinumst um að "framleiða, framleiða, framleiða" eins og Geirharður sagði í þingræðu sinni og tók hvergi fram að þar væru peningaseðlar undanskildir.

Eða ætli þetta sé kannski hluti af viðbragðsáætlun stjórnvalda vegna seðlaskorts í hraðbönkum? Vegna mikilla úttekta úr bönkum undanfarið hefur nefninlega seðlamagn í umferð verið tvöfalt það sem er undir eðlilegum kringumstæðum, en fastlega má gera ráð fyrir að aukningin hafi verið mest undir koddum landsmanna. Ég tók til að mynda út hámarkið í gær og fékk allt í þúsundköllum, fimmararnir greinilega búnir og sennilega komnir í dýnu einhvers sem vonandi sefur vel á þeim!

Kannski er þetta líka bara vísir að því sem koma skal, einkaprentaðir peningar t.d. frá fyrirtækinu sem þú vinnur hjá. Svo færi það eftir "viðskiptavild" hvar hann fengist innleystur og á hvaða gengi, í Krónunni yrði t.d. ekki tekið við seðlum útgefnum af Baugi en þeir væru hinsvegar gjaldgengir fyrir áskrift að Stöð 2, o.s.frv. Stórir viðskiptajöfrar gætu þá jafnvel bara gefið út sinn eigin gjaldmiðil til að leika sér að gengisfella og misnota á allan hátt, enda virðast "hagkerfin" sem þeir smíða ekki vera í neinni snertingu við veruleikann hvort eð er. Með þessum hætti fengi bara hver viðskiptablokk að hafa sinn Seðlabanka til að arðræna sitt eigið starfsfólk með í friði...

Krónan er fallin. Lengi lifi krónan!


mbl.is Notaði seðil með mynd af Davíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Amen...

...er hebreska og merkir í lauslegri þýðingu: "Megi svo verða".
mbl.is Bankastjórar og bankaráð víki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær verður útsalan?

Býð 500 kall í BT músina.

 BT músin

"Starfsmannafundur var haldinn í kvöld og þar fengu starfsmenn upplýsingar um stöðuna ásamt aðstoð við að tryggja réttindi sín."

Var þeim þá gefið upp símanúmer og netfang hjá Ábyrgðarsjóði Launa, eða hvað? Þetta er verulega steikt dæmi... og hvað er eiginlega málið með þessa kvöldfundi alltaf? Ég bara spyr.


mbl.is BT í gjaldþrotaskipti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Georg Bjarnfreðarson

"Nei! Þetta er bara misskilningur! Þeir eru sko ekkert að rannsaka nokkurn skapaðan hlut, bara aðeins að kortleggja stöðuna smá... " Angry

Höfum við ekki fengið að heyra svona skýringar á ansi mörgu núna upp á síðkastið sem hefur ekki staðist þegar á reyndi??? Sættu þig við það Björn að það á enginn eftir að kaupa þetta bull sem frá þér kemur, þinn tími í pólitík er búinn!


mbl.is Björn Bjarnason: Ákveðinn misskilningur í gangi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flott mál!

Hvar sækir maður um (vinnu þ.e.a.s.)?
mbl.is Viljayfirlýsing um byggingu gagnavers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hverjum treystir þú fyrir persónuupplýsingum?

Hveru margar af þessum 75.000 hræðum ætli hafi áttað sig á því að Facebook er í raun einskonar "skúffufyrirtæki", stofnað af bandarísku leyniþjónustunni CIA? Fyrirkomulag þess er í raun ekki ósvipað og á fyrirtækjunum sem sáu um fangaflugið fyrir þá sem komst í hámæli hér á landi í fyrra. Tilgangurinn er að sjálfsögðu söfnun persónuupplýsinga, en upphaflega var stærstur hluti notendanna bandarískir háskólanemendur. Afskiptin af rekstrinum hafa reyndar verið lítil önnur en aðkoma að gangsetningu fyrirtækisins og fjármögnun þess. Persónuupplýsingarnar safnast af sjálfu sér inn í kerfið hjá þeim, og það að láta notendurna skrá þær inn sjálfir (í skipulegan gagnagrunn gegnum vefviðmót) sparar leyniþjónustunni mikla vinnu við bæði söfnun og skráningu upplýsinga. Þar að auki eru upplýsingarnar sem safnast nokkuð áreiðanlegar, þar sem þær koma frá bestu mögulegum heimildarmönnum: fólkinu sjálfu.

Eins og mörg nýleg mál frá Bretlandi sýna þá er vel hægt að láta upplýsingar af ýmsu tagi sem safnað hefur verið saman, "leka" hingað og þangað eða týnast jafnvel, og kenna svo bara um mistökum eða vanhæfni starfsmanna. Í tilviki Facebook væri t.d. hægðarleikur að fría sig frá allri ábyrgð með því að skilja einfaldlega "óvart" eftir opna einhverja "öryggisholu" á tölvukerfi fyrirtækisins sem "starfsmenn á vegum hins opinbera" gætu svo notað til "brjótast inn" og "stela persónuupplýsingum um notendur". Slíkar vangaveltur teygja sig hinsvegar rækilega inn á svið samsæriskenninga sem verða seint sannaðar, enda vilja fyrirtæki sem verða fyrir einhverskonar broti á upplýsingaöryggi ógjarnan upplýsa um það opinberlega af ótta við orðsporstjón. Á þetta sérstaklega við um banka en einnig önnur fyrirtæki sem sýsla með persónuleg gögn viðskiptavina sinna, sem nú orðið getur átt við um allflest fyrirtæki, að vísu í mismiklum mæli en þó sérstaklega netfyrirtæki vegna þess hversu auðveldlega þau geta safnað hverskyns upplýsingum.

Ég vil eindregið hvetja fólk til að kynna sér sérstaklega vel notkunarskilmála og persónuverndarstefnu Facebook, sem veita fyrirtækinu ekki bara víðtækar heimildir til söfnunar og ráðstöfunar persónuupplýsingu, heldur líka eignarhald á þeim ásamt hverjum þeim hugverkum notenda sem þeir hlaða inn á sínar Facebook síður. Það skyldi heldur engan undra að úrvinnsla þessara gagna ásamt sölu þeirra til þriðja aðila er ein af aðal tekjulindum fyrirtækisins. Einnig skal tekið fram að Facebook er ekki með aðsetur á Íslandi heldur er það bandarískt fyrirtæki og lýtur þar með bandarískum lögum og dómafordæmum. Samkvæmt þeim er t.d. fyrirtækjum sem safna persónuupplýsingum skylt að afhenda þær stefnendum, sé þeim birtur dómsúrskurður þar að lútandi eins og t.d. í nýlegu máli Viacom gegn YouTube.

Eins og ekki sé nóg að persónuupplýsingum sé varla óhætt lengur í Bandaríkjunum fyrir lögfræðingum stórfyrirtækja, heldur hefur jafnvel sjálf Þjóðaröryggisstofnun þeirra (NSA) orðið uppvís að víðtækum ólöglegum hlerunum á símtölum og netumferð almennings þvert á þágildandi lög. Fyrir þá sem ekki vita þá er sú stofnun einna fremst í heiminum á sviði sjálfvirkrar úrvinnslu gagna og greiningu dulkóðunar (cryptanalysis), sem snýst um að lesa dulkóðuð gögn og finna aðferðir til þess. Hleranir þessar voru (og eru) framkvæmdar í samstarfi við bandarísk fjarskipta- og netfyrirtæki, en viðbrögð bandarískra yfirvalda þegar upp komst um þær jafngiltu að miklu leyti náðun á umræddum fyrirtækjum fyrir áður framda glæpi sem og samþykki fyrir að þeim verði haldið áfram. Til að átta sig á víðtæku valdi Bandaríkjaforseta í slíkum málum má t.d. benda á State Secrets Privilige sem heimilar beinlínis að sönnunargögn í dómsmáli megi skilgreina sem ríkisleyndarmál og þar með gera þau ótæk fyrir dómi. Að óbreyttu má því gera ráð fyrir að slíkar persónunjósnir standi enn yfir og muni halda áfram í þessu "landi hinna frjálsu", og ef stjórnvöld eða leyniþjónusta eru ekki nú þegar í samstarfi við ýmis fyrirtæki á borð við Google og Facebook um öflun hverskyns upplýsinga, þá virðist engu að síður vera hægðarleikur að mæta með dómsúrskurð og fá þær afhentar. Ef upp kemst um samstarfsaðila fá þeir svo syndakvittun hvort sem er, a.m.k. hjá núverandi leiðtogum þar í landi.

Þegar maður víkkar aðeins yfirsýnina og horfir á stóru myndina þá er það alveg ótrúlegt hvað við mannfólkið eigum margt sameiginlegt með maurum í maurabúi. Sumt fólk á reyndar afar erfitt með að kyngja svona staðreyndum, og finnst mikið þægilegra að trúa þeim barnaskap að þetta sé bara ósköp venjuleg vefsíða og fyrirtæki sem hægt sé að treysta, og sannfæra sig þannig um að allt hljóti að vera í góðu lagi. Þetta sama fólk er á vissan búið að skuldbinda sig við þetta viðhorf eftir að hafa e.t.v. skráð þarna inn allar upplýsingar um sjálfan sig ásamt greiðslukortanúmeri og fleiru. En að svo búnu máli þá vaknar óhjákvæmilega sú spurning hvaða tilgangi svona vefur þjónar sem einhverjar aðrar síður eða bara venjulegt blogg gerir ekki, og hvaðan koma allar tekjurnar sem hafa gert Facebook að einhverju mesta spútnikfyrirtæki internetsins síðan Google bauð út hlutafé sitt á opnum markaði? Svörin eru í raun einföld: verðmætasöfnun, í persónuupplýsingum felast mikil verðmæti ekki síst þar sem eftirlítsárátta tröllríður þjóðfélaginu, en vestanhafs sem og víðar eru miklir peningar í þeim bransa nú til dags og er það ekki af góðu til komið.

Svo tekið sé hliðstætt dæmi sem tengist annari tegund verðmæta, þá er ég viss um að notendur vefsíðunnar www.icesave.co.uk hafa verið sama sinnis þegar þeir lögðu peningana sína þar inn, héldu að fyrirtækið væri fullkomlega traustsins vert! Enn eitt dæmi eru svokallaðir peningamarkaðssjóðir sem fólk var fullvissað um að væru örugg fjárfesting, þangað til annað kom á daginn. Viðbótarlífeyrir minn er t.d. ennþá frosinn og ég veit ekkert hvort ég mun nokkurntíma sjá þann pening aftur, eitthvað sem flestum hefði þótt gjörsamlega óhugsandi fyrir nokkrum vikum síðan. Á þeim vettvangi er ekkert ósvipað uppi á teningnum og hjá fyrirtækjum eins og Facebook, kerfið virkar fínt á meðan allir trúa því að það sé í lagi og starfi eðlilega, ekkert óeðlilegt sé á seyði og ekkert geti farið úrskeiðis. Þangað til einn daginn það gerir það, og búmm: allir eru f###ed!

 


mbl.is Fjórðungur þjóðarinnar á Facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orð skulu standa

"...Baugur gæti notað verslanir sínar í Bretlandi til að afla gjaldeyris fyrir Ísland til að greiða með af láninu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum"

Ef þetta er rétt haft eftir Jóni Ásgeir og Gunnari Sigurðssyni, þá er eins gott að þeir standi við þetta loforð, fái þeir á annað borð sanngjarnt tækifæri til þess. Persónulega finnst mér þeir eiga skilið að fá slíkt tækifæri, þó auðvitað megi gæta þess að gefa þeim ekki allt of lausann tauminn. Tillögur þeirra virðast skynsamlegar að gefnum vissum forsendum, en miðað við alla vitleysuna sem er í gangi þessa dagana, þá er e.t.v. helst takandi mark á þeim sem virðast tala af ábyrgð en þó hreint út um sína meiningu. Ég tek það samt fram að ég er langt frá því að vera einn af svokölluðum aðdáendum Baugsveldisins, en það er hinsvegar staðreynd hvort sem okkur líkar betur eða verr að við gætum einfaldlega þurft á þeim að halda við endurreisnarstarf á næstu misserum. Það er hárrét sem bent er á að ef rétt er haldið á spilunum geta verslunarkeðjur Baugs í Bretlandi orðið mikilvægur þáttur í því að ná erlendum gjaldeyri til landsins sem brýn þörf mun verða fyrir á næstu árum. Í stað þess að flytja út fisk eða eitthvað annað til að koma með gjaldeyri til baka, þá gæti Baugsveldið sent eða einfaldlega bara millifært hagnaðinn af bresku starfseminni hingað heim og nýtt hann hér innanlands með skynsamlegum hætti. Ef þeir eru með þessu að lýsa yfir vilja til slíks samstarfs við þjóðina er það góðra gjalda vert. Væntanlega myndu þeir vilja á móti að reynt yrði að koma í veg fyrir að öll þeirra fyrirtæki hérna heima á Íslandi fari um koll, sem ætti auðvitað hvort sem er að vera partur af viðleitni hér heimafyrir til að halda atvinnulífinu gangandi. Svona er nú bara lífið...

Lifið heil.


mbl.is Baugur getur staðið veðrið af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband