Hunsuðu aðvaranir

"Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins var stjórnarfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem halda átti í fyrradag, frestað til föstudags, vegna þessarar afstöðu Breta og Hollendinga. Sömu heimildir herma að ríkisstjórn Íslands sé nú uggandi um hvers konar afgreiðslu lánsumsókn Íslands hjá IMF fær."

Var ekki reynt að vara ríkisstjórnina við því, hástöfum, að svona myndi fara? Og á meðan þetta er í óvissu sitjum við engu að síður  uppi með 18% stýrivexti! Við erum nú þegar búin að ganga að þeim skilyrðum sem sett voru að sögn Seðlabanka Íslands, en á virkilega að halda til streitu lánsumsókn hjá IMF ef þeir bæta svo bara við skilyrðum eftir á? Það eru ekki samningar heldur kúgun, og Geir H. Haarde hefur lofað því klárlega að hann muni ekki láta kúga okkur í þessu máli. Ætli sé nokkuð að marka það frekar en aðrar yfirlýsingar sem gefnar hafa verið?

 


mbl.is Stýrivextir áfram 18%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Nikulásson

Allar ákvarðanir sem Davíð hefur látið Geir taka hafa verið illa grundaðar og vondar. Ég á ekki von á neinni breytingu þar á. Auk þess er maðurinn ítrekað staðinn að ósannsögli og það er óþolandi af þeim sem á að vera valdamesti maðurinn í stjórnkerfinu (að Davíð undnaskyldum).

Haukur Nikulásson, 6.11.2008 kl. 15:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband