Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Einungis Bandaríkin og Zimbabwe á móti

Bandaríkjamenn eru stærstu útflytjendur vopna í heiminum og eru þau meðal þeirra stærstu útflutningsvara. Samt sem áður eru Bandaríkin alfarið á móti því að vopnasala verði látin sæta alþjóðlegu (óháðu?) eftirliti. Vilja þeir kannski ekki að það verði upplýst, hverja þeir láta hafa vopn og að sama skapi hverja ekki? Það skyldi þó aldrei vera að þá kæmu í ljós einhverjar viðkvæmar staðreyndir...

P.S. Ég bið fyrir hamingjuóskir til Washington DC, að hafa skipað sér í flokk með Zimbabwe hvað þessi málefni varðar, svona svipað og við Íslendingar höfum nú gert í efnahagslegum skilningi. ;)


mbl.is Vilja eftirlit með vopnasölu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband