Ljósagangur á vesturhimni

Fyrir rúmum hálftíma síðan kl. 00:17 varð undirritaður vitni að því sem virtist vera loftsteinahrap. Frá nágrenni Öskjuhlíðar í Reykjavík mátti sjá í vesturátt eða nánar tiltekið VSV, lítinn rauðleitan ljósdepil sem féll niður með miklum hraða og virtist brenna upp á örfáum sekúndum. Af ljósmagni að dæma leit þetta út fyrir að vera í töluverðri fjarlægð, en miðað við stefnuna gæti þetta hafa sést betur af Suðurnesjunum. Samkvæmt upplýsingumfrá Veðurstofu Íslands hefur talsvert borið á loftsteinahröpum að undanförnu enda skilyrði mjög góð til að sjá þau með berum augum, heiðskírt og svartamyrkur.

Samkvæmt gamalli hjátrú á maður að óska sér einhvers þegar maður sér "stjörnuhrap" og þá muni óskin rætast. Ég er að sjálfsögðu búinn að því, en eins og gefur að skilja þá mun ég ekki deila því með ykkur hvers ég óskaði því þá væri e.t.v. hætta á að það rætist ekki. Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Samkvæmt minni takmörkuðu stjarnfræðiþekkingu, þá hefur þessi steinn verið á hraðferð í áttina frá þér, ef hann sýndist rauður. Eitthvað sem kallast redshift, sem gerist þegar teygist á ljósgeislanum ef svo ma segja. Ef hann hefði verið á leið að þér á miklum hraða hefði hann verið bláleitur en á hlið hvítur.

Jón Steinar Ragnarsson, 17.11.2009 kl. 01:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta var eiginlega rauðgulur eða appelsínugulur ljósdepill.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.11.2009 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband