Mótmælum þöggun og ritskoðun!

Í gær sögðu íslenskir fjölmiðlar frá því að kynningarskýrsla um áhættugreiningu á stórútlánum Kaupþings frá 26. september 2008, hefði verið birt á vefsíðunni WikiLeaks síðastliðinn miðvikudag. Innan 24 klst. frá birtingu þessara gagna barst Wikileaks svo lögfræðihótun frá Þórarni Þorgeirssyni forstöðumanni lögfræðisviðs Kaupþings, þar sem hann heimtar að skjalið verði fjarlægt af vefnum, með tilvísan í íslensk lög um bankaleynd. Þórarinn hefur greinilega ekki tekið nógu vel eftir í skólanum þegar hann var að læra lögfræði, fyrst hann fattar ekki að íslensk lög hafa ekkert gildi í Svíþjóð, hvorki um bankaleynd né annað. Í dag tók svo steininn úr þegar Kaupþing fór fram á við sýslumanninn í Reykjavík að sett yrði lögbann á frekari umfjöllun RÚV byggða á upplýsingunum sem lekið var. Síðdegis varð sýsli við kröfu Kaupþings og felldi úrskurð um lögbann ritskoðun á fréttarstofu Ríkisútvarpsins. Þess má geta að Sýslumaður í Reykjavík er Rúnar Guðjónsson og hvort sem það skiptir máli eða ekki þá er mér tjáð að synir hans séu kúlulánþeginn Frosti Reyr Rúnarsson, fyrrverandi forstöðumaður verðbréfamiðlunar Kaupþings og Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja sem hafa lengi verið meðal ötulustu talsmanna bankaleyndar á Íslandi.

Ég á í raun engin orð sem mér þykir ná almennilega yfir þessari atburðarás. Þetta minnir kannski einna helst á 2. flokks sakamálasögu, sem er fyrst og fremst átakanleg fyrir þær sakir hversu pirrandi og heimskar aðalsögupersónurnar eru. Það syrgir mig líka að vita til þess að fullorðið fólk skuli hafa hagað sér eins komið hefur í ljós að það hafi gert hérna á Íslandi í tengslum við bankahrunið, og geri það greinilega enn. Þær staðreyndir sem liggja fyrir um áhættuhegðun og spilingu bankanna og viðbrögð úrræðaleysi stjórnkerfisins við hruni þeirra, bera að mínu mati vott um siðferðisþroska á við illa gefna skólakrakka. Þessi nýjasta hlið á þessum málum breytir engu þar um heldur toppar algjörlega vitleysuna. Þar fyrir utan þykir mér sorglegt að vita til þess að ritskoðun og þöggun skuli enn þrífast á svo mörgum sviðum þjóðlífsins, þrátt fyrir stóryrtar yfirlýsingar ráðamanna um að nú skuli gera hlutina öðruvísi og með gegnsæi, en það voru líkast til bara orðin tóm.

Að þessu sinni ætla ég engu að bæta við efnislega umfjöllun um skýrsluna sem lekið var, ég mun kannski gera það síðar þegar ég hef haft ráðrúm til að kynna mér innihald hennar. Í millitíðinni eru þeir hinsvegar ófáir sem eru þegar byrjaðir að fjalla um málið og hjálpast að við að baða skítinn í dagsljósi, sem er vel. "Bloggheimar loga" er orðið að stöðluðu orðatiltæki upp á síðkastið í íslensku málfari, og á vel við nú sem oft áður, en einnig hef fengið af því fregnir að á Facebook samfélagsvefnum ætli nú allt um koll að keyra meðal íslenskra notenda. Netmiðlar og einstaklingar sem hafa vettvang á netinu keppast um að setja inn tengla á WikiLeaks og Kaupþingsskýrsluna í mótmælaskyni, reiði fólks kraumar undir og margir ganga svo langt að boða byltingu og uppreisn gegn þeirri skoðanakúgun og siðspillingu sem tröllríður hér öllu. Ég vil ekki hvetja til ofbeldis en að öðru leyti styð ég heilshugar þá sjálfsögðu kröfu sem uppi er um róttækar breytingar með góðu eða illu, sem og að þeim sem bera ábyrgð verði umsvifalaust kastað af stólum sínum og út úr spillingarhöllum peningahyggju og valdagræðgi.

Bylting

Ágæt leið til að koma á framfæri mótmælum og óánægju sinni væri e.t.v. að senda bara tölvupóst beint til hlutaðeigandi aðila, og jafnvel væri hugsanlega sniðugt að láta eintak af Kaupþingsskýrslunni fylgja með sem viðhengi. Ég læt því skjalið fylgja með í lok þessarar færslu, sem og tölvupóstföng sem hægt er að senda á. Þess má að lokum geta að umrætt lögbann nær eingöngu yfir fyrirhugaða umfjöllun RÚV um stórlánayfirlit Kaupþings, en ekki til annara fjölmiðla né heldur til bloggsíðna eða tölvupóstsamskipta.


mbl.is Kaupþing fékk lögbann á RÚV
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt
Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður 

Björn.

Bon Scott (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:48

2 Smámynd: Júlíus Björnsson

Við sem eigum að taka áábyrgðina við viljum tekjuleiðréttingu. Þeir sem tóku ekki á sig byggðina hlutfallslegaeiga engan rétt á neinni leynd miðað við hvað þeir hafa stolið mikið af kökunni undan farinn ár. Bankaleynd tilheyrir Tortuladraumnum sem EU og USA settu sér sameiginleg markmið að útrýma eftir fall Lehams. Trúverðugleiki fjármálkerfisins getur aldrei orðið í bankleynd sem er út af borðinu minnst næstu öldina. 90% Íslendinga vill enga bankaleynd.

Skýrslan er frábær. Talsverð viðskipti framhjá EU.  

Júlíus Björnsson, 2.8.2009 kl. 16:10

3 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Birta þetta og dreifa sem víðast:

http://isleifur.blog.is/blog/isleifur/entry/924379/

Ísleifur Gíslason, 2.8.2009 kl. 16:41

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Heyr heyr Guðmundur !
Þögguninn birtist reyndar víðar. Eva Joly skrifaði stórkostlega grein og Hrannar B Arnarson gagnrýndi hana harkalega.  Fréttastofa ríkisútvarpsins þegir og fréttastofastofa Stöð2 líka. Í heilbrigðum fjölmiðli myndi fólk krefjast afsagnar Hrannars og til vara Jóhönnu ef hún styður hann með þögn.

Haraldur Baldursson, 2.8.2009 kl. 19:27

5 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mæltu manna heilastur Guðmundur. Sú stund er liðin að við óttumst eitthvað, ekki einu sinni borðalagða sýslumenn rsaka ró minni, þeir eru í besta falli hlægilegir í mínum augum.

Finnur Bárðarson, 2.8.2009 kl. 19:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Haraldur, þessi Hrannar er skítseiði. Þegar ég var yngri þekkti ég skólafólk sem vann aukavinnu hjá fyrirtæki sem var á hans snærum. Þessir krakkar fengu aldrei greitt samkvæmt umsömdum kjörum, voru ítrekað snuðaðir um laun í skjóli þess að um ungt fólk var að ræða sem þekkti ekki rétt sinn nógu vel, og ef það var óánægt og hætti þá voru bara aðrir ráðnir inn af götunni í staðinn. Viðmóti Hrannars gagnvart starfsfólkinu var best lýst þannig að hann bar hvorki virðingu fyrir þeim sem manneskjum né grundvallarréttindum þeirra, og í dag er þessi maður aðstoðarmaður forsætisráðherra. Nýja Ísland hvað?

Guðmundur Ásgeirsson, 2.8.2009 kl. 22:38

7 Smámynd: Júlíus Björnsson

Góður punktur hjá GÁ! Nú veit maður á hvað línu hann er og hvaða hagsmuni hann stefndur fyrir. Facebook sýnir hverjir eru hans helstu trúbræður.  Líkur sækir líkan heim.

Júlíus Björnsson, 3.8.2009 kl. 09:52

8 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Mjög góður pistill Guðmundur.

Sigurbjörn Svavarsson, 3.8.2009 kl. 10:46

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mótmælin virðast hafa borið árangur, Kaupþing hefur lýst því yfir að það muni ekki höfða mál til staðfestingar lögbanninu. Það er hinsvegar ennþá í gildi þar til málshöfðunarfresturinn rennur út.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.8.2009 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband