AGS frestar lánveitingu: gott mál!

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur frestað því að ræða málefni Íslands á mánudaginn nk. eins og til stóð, vegna þess að ekki hefur verið gengið frá IceSave samkomulaginu. Annar hluti lánveitinga frá AGS hefur dregist umtalsvert og mun nú seinka eitthvað í viðbót. Þetta er auðvitað bara hið besta mál, það voru erlend lán sem komu okkur í klípu til að byrja með og við höfum því ekkert við meira af slíku að gera. Allra síst frá þessari spilltu stofnun sem hefur nú opinberað sig sem handbendi Breta, Hollendinga, og annara gamalgróinna nýlenduvelda.

Caroline Atkinson, talsmaður IMF lét hafa eftir sér að afgreiðsla á málefnum „... mun ekki gerast í næstu viku teljum við." Leitað var viðbragða hjá Franek Rozwadowski, fulltrúa IMF á Íslandi, við þessum fréttum á vef Bloomberg, en hann vildi ekki staðfesta þær.

Það er augljóst að annaðhvort eru samskiptin innan IMF í algjöru ólagi, eða þá að þetta pakk er hreinlega bara að bulla í okkur. Miðað við reynslu annara þjóða hallast ég að því síðara.

Er ekki bara orðið tímabært að gefa þeim endanlega puttann með því að fella IceSave og vísa IMF-landstjóranum á brott? Þá fyrst yrði kannski hægt að fá frið til að einhenda sér í raunverulega uppbyggingu og verðmætasköpun, landi og þjóð til heilla.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Fyllilega sammála þér. Íslendingar bjarga sér best án bitlinga frá IMF og þumalskrúfna frá sossaliðinu í ESB. Össur skal aldrei fá að blása sig upp í Brussell.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 30.7.2009 kl. 20:18

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Er það virkilega gott mál fyrir bófaþjóðina ?

Finnur Bárðarson, 30.7.2009 kl. 20:58

3 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Guð hjálpi þér elsku drengurinn minn að þú gleðjist yfir þessu.

Sælir eru fátækir í anda! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 23:13

4 Smámynd: Theódór Norðkvist

Frímerki á rassinn á honum (AGS-leppnum.)

Theódór Norðkvist, 30.7.2009 kl. 23:19

5 Smámynd: Lýður Árnason

Rétt sem þú segir, þetta er ágætt mál og undirstrikar hvernig pípurnar liggja á milli yfirstjórna AGS og ESB.  Því miður er enn allt of mörgum sama.

Lýður Árnason, 31.7.2009 kl. 02:36

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það boðar engar efnahagslegar hörmungar þó við fáum ekki fleiri lán. Hörmungarnar stöfuðu af alltof miklum lánum til að byrja með, og lausnin á því er auðvitað að hætta að taka lán! Við getum hvorki lifað á lánum né öðrum pappírum því slíkt skapar engin verðmæti, aðeins vinnandi hendur og hugvit geta gert það í sameiningu.

Guðmundur Ásgeirsson, 31.7.2009 kl. 11:07

7 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Þjóðin hefur ekkert að gera með að borga af fleiri lánum.

Evrópa og AGS munu koma Íslandi á vonarvöl og börnunum okkar í skuldafangelsi ef heldur sem horfir.

Ísleifur Gíslason, 1.8.2009 kl. 21:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband