Lýðræðisveiran brýst út

"It's going viral!" Ætli þetta leiði kannski til alheimsbyltingar?

Daily Mail fjallar um íslensku ríkis(ó)stjórnina sem fyrsta pólitíska fórnarlamb alheimskreppunnar, og nú beinast augu alheimsins hingað þegar MSM (megin-straums-miðlar) keppast um að flytja fréttir af þróun mála, ekki síst í ljósi þess hversu Ísland á margt sameiginlegt með öðrum "vestrænum" ríkjum. Burtséð frá þeim þá hafa "óhaðir" vefmiðlar og fréttaskýrendur á borð við PimpinTurtle, RunToGold, Max Keiser, PrisonPlanet, Cryptogon, UrbanSurvival og fleiri fjallað um atburðina hér sem fyrirboða þess sem muni e.t.v. gerast annarsstaðar í heiminum, en þetta er miðlar af því tagi sem "aktivistar" og aðrir sem eru á móti ríkjandi skipulagi lesa gjarnan til að fá upplýsingar um hvað er raunverulega að gerast í heiminum hverju sinni.

Gegnumgangandi viðhorf í umfjöllun þeirra er að Ísland gæti verið "kanarífuglinn í kolanámunni" og atburðirnir hér séu nokkurskonar vendipunktar, fyrst í október þegar ljóst varð að þjóðargjaldþrot blasti við og aftur nú í janúar þegar ríkis(ó)stjórn landsins er um það bil að liðast í sundur í kjölfar mótmæla sem eiga sér lítil sem engin fordæmi. Fylgist bara með seinna á árinu, þetta á eftir að breiðast út eins og eldur í sinu eftir því sem kreppan herðist, því hefur verið spáð af ekki ómerkari mönnum en t.d. Dominique Strauss-Kahn forstjóra IMF sem ég held að Robert Wade hafi verið að vitna til á síðasta Borgarafundi. Vonandi verður þetta samt ekki til þess að hörð átök brjótist út hjá þjóðum sem eru skapheitari, en þá gæti líka reynsla okkar við að útkljá málin án blóðsúthellinga komið að góðum notum...


mbl.is Afsögn Björgvins vekur athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband