Og víðar er fjallað um Ísland

Ástandið á Íslandi var aðalumfjöllunarefni George Ure á vefsíðunni UrbanSurvival í gær laugardag, en hann er bráðskemmtilegur pistlahöfundur sem fjallar um heimsmálin frá efnahagslegu sjónarmiði, og hefur mjög gaman af að spá í spilin hvað framtíðina varðar eins og slíkra manna er háttur. Hann er t.d. í reglulegu sambandi við menn sem spáðu því daginn fyrir bankahrunið í haust að "Ísland yrði fyrst til að fjúka" vegna kreppunnar, og síðan þá hefur hann fylgst vel með þróun mála. Í Daily Mail á föstudaginn stóð svo eftirfarandi fyrirsögn: "Icelandic government becomes first to be brought down by the credit crunch" eða: "Íslenska ríkisstjórnin sú fyrsta sem fellur af völdum efnahagskreppunnar" og má því segja að spádómurinn hafi nú ræst að fullu.

Ure nefnir Ísland sem fullkomið dæmi um svokallað 'country-jacking' eða land-rán (landráð?) af hálfu þess formlausa bræðings sem hann kýs að kalla "corpgov" eða "PowersThatBe", þ.e.a.s. auð/valda-yfirstétt. Hann bendir hinsvegar á að það geri alþjóðasinnuðum valdaklíkum frekar erfitt fyrir að hafa afskipti af byltingunni sem hér er hafin, að "þeir hafi hreinlega ekkert á okkur" til að réttlæta eitthvað í líkingu við þau valdbeitingartól sem gjarnan sé beitt t.d. í þriðja heiminum á "óþekk ríki" sem rísa upp gegn alþjóðakapítalismanum. Það eina sem við þurfum að hafa áhyggjur af séu hugsanlegar viðskiptaþvinganir (sem við búum við nú þegar í boði Gordon Brown).

Farið er lofsamlegum orðum um uppreisn Íslendinga gegn auð/valda-yfirstéttinni: "Iceland could become a leader of a Different World Order - one that doesn't succumb to the will of the international elites." En hann setur fráfarandi ríkisstjórn á stall með banalýðveldis harðstjórnum sem skuli setja frá með öllum tiltækum ráðum: "Obviously, if Iceland had more than good humans and a bit of geothermal, we'd have invaded with purple finger dye at the ready - forcing elections and leveling whatever seemed offensive. But, since they don't have oil in sufficient quantities, who'd give a damn about invading and securing their freedom?" Hann hefur sem sagt ekki lesið skýrsluna um Drekasvæðið... (shhhh ekki kjafta!) Athyglisverðust þóttu mér samt eftirfarandi sjónarhorn hans: "Can you picture the marketing problems Iceland is causing the globalist PTB's?" Vonandi leiðir þetta ekki á endanum til þess að við einangrumst, það er pottþétt að þeir sem eru búnir að vera að leggja drögin að New World Order undanfarna áratugi taka því ekki eins og hverju öðru hundsbiti ef allt í einu kemur eitthvað Different World Order norðan úr Atlantshafi og tekst að koma í veg fyrir hægfara innleiðingu fasismans. Það yrði samt mjög krúttlegt! ;)

* tinfoil alert - setjið upp loftnetshjálmana áður en lengra er lesið *

Talandi um spádóma, þá eru til ýmsir fornir spádómar um Ísland sem "vonarstjörnuna" í norðri og að héðan mundi koma mikilvæg andleg leiðsögn á örlagastundu þegar núverandi "öld" (tímabil) líður undir lok eða eitthvað í þá veru. Breski Egyptalandsfræðingurinn Dr. Adam Rutherford hélt því svo fram á sínum tíma að einhver sérstök tengsl væru milli Íslands og pýramídanna miklu við Giza. Páll Óskar söng eitt sinn: "London, París, Róm" sem allar eru fyrrverandi "miðpunktar siðmenningar" en þar á undan voru það Sarajevo, Istanbúl og Kaíró í Egyptalandi, í næsta nágrenni við sjálfa pýramídana! Þetta má enn fremur staðfesta með því taka sér landakort í hönd og draga línu gegnum þessa staði og sjá hvar hún endar í norðvestur...

Auðvitað eru svona pælingar ansi mikið á jaðrinum og ég ætla mér ekki að fara að túlka merkingu einhverra spádóma og annar hluta sem gætu allt eins verið tilviljanir, en það er samt gaman að hugsa öðru hverju svolítið út fyrir rammann, og er jafnvel nauðsynlegt á tímum sem þessum þegar öll hefðbundin viðmið eru farin út í verður og vind. Að lokum er hér smá gáta: hversu marga pýramída gefur augum að líta frá flestum góðum útssýnisstöðum í Reykjavík og nágrenni?


mbl.is Íslensk mótmæli vekja athygli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Kannast við þessa spádóma... hef heyrt fleiri tala um að Ísland geti orðið fyrirmynd og leiðtogi annarra ríkja ef okkur tekst að taka rétt á málum. Sú hreyfing sem er orðin til gæti stuðlað að því.

Sá sem hefur talað um þetta hér fyrir norðan er ein aðalsprautan í mótmælunum hér á Akureyri. Heitir George Hollander og er blanda af Breta og Hollendingi búsettur í Eyjafirði. Ætla ekki að drekkja þér í upplýsingum en hugmyndir hans eru margar afar áhugaverðar!

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 04:09

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir innlitið Rakel, sem og ábendinguna. Ég hef frá barnæsku haft sterka tilfinningu fyrir einhverju af þessu tagi sem er þó auðvitað mjög erfitt að skilgreina nákvæmlega, á tímabili hélt ég að það gæti á einhvern hátt tengst "útrásinni" svokölluðu en áttaði mig snemma á því að það væri aðeins blekking. Maður fylgist spenntur með á næstunni, því það er morgunljóst að nú beinast augu alheimsins enn á ný til Íslands.

Guðmundur Ásgeirsson, 25.1.2009 kl. 16:58

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Og núna er það jákvæð athygli sem við fáum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 25.1.2009 kl. 17:18

4 Smámynd: Neo

Blessaður,

fyndið ég hef var einmitt í kvöld að ræða þetta með hvort þetta gæti verið byrjunin á einhverju frábæru og vitnaði þá í hina ýmsu spádóma sem hafa bent á Ísland í þessu samhengi. Ég eins og þú hafði þá hugsað hvort að þessi viðskiptaútrás gæti verið þessu tengt en þótti það ólíklegt. Þessi lýðræðisbylting gæti hins vegar verið í áttina :)

Takk fyrir skemmtilega færslu

P.s sagði ekki Edgar Cayce eitthvað um Íslenskan leiðtoga? Mig minnir að ég hafi lesið það einhverstaðar. Reyndar er Yoko Ono eitthvað að tala um það hér

Neo, 26.1.2009 kl. 01:09

5 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

A.m.k. eru einhverjir slíka spádóma að finna í einhverjum píramídanum og svo kom það fram í spádómum Nostradamusar. Man ekki efir þessu í spádómum Edgars Cayces eða Ruth Montgomery en það er ekki að marka þar sem þeir eru orðnir rúmlega tveir áratugirnir síðan ég var á kafi spádómum og öðrum dularfræðum

Rakel Sigurgeirsdóttir, 26.1.2009 kl. 01:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband