Portes speaks the truth

Mér sýnist að Richard Portes sé þarna einfaldlega að segja það sem allir aðrir eru að hugsa sem þekkja til málsins. Nema kannski þeir örfáu Sjálfstæðismenn sem enn eru uppteknir af fornri frægð Davíðs Oddssonar, sem eitt sinn var flokknum öflugur leiðtogi en er fyrir löngu orðinn hugmyndafræðilega gjaldþrota. Eða hvað er annað hægt að segja um mann sem hefur ekki breytt sinni afstöðu í mörg ár þrátt fyrir að allt umhverfið hafi gjörbreyst í kringum hann? Þegar svo stöðnuð viðhorf eru við stjórnvölinn á einu mikilvægasta hagstjórnartæki þjóðarinnar er það ávísun á...  stöðnun, hvað annað? Er ekki kominn tími til að segja skilið við 20. öldina? Um leið þurfum við að gera okkur grein fyrir því, að rétt eins og þegar fellibylur skall á New Orleans og sumir neituðu að yfirgefa hættusvæðið þrátt fyrir viðvaranir, þá gætum við neyðst til að skilja suma eftir sem einfaldlega þráast við að stíga skrefin til framtíðar. Eftir að umskiptin eiga sér stað má svo einfaldlega koma þeim fyrir á hvíldarheimili sem enn standa eftir með úreltan og beinlínis skaðlegan hugsunarhátt.

P.S. Í dag ætla ég að verða skuldlaus þegar ég fer og stofna nýja kennitölu undir nafninu Nýi Guðmundur.

i Landsbankinn, i Glitnir... Fasismi!    FME = Fasismi Með Eignaupptöku


mbl.is „Dýr pólitík til heimabrúks"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Davíð er orðinn ansi dýr. Við verðum að stokka upp, því vandræðin eru bara rétt að byrja og hann er ekki maðurinn í þetta.

Villi Asgeirsson, 13.10.2008 kl. 10:43

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Já því miður eru vandræðin rétt að byrja. Á föstudaginn upphófst bankapanik í Bretlandi svipað og hér fyrir viku síðan, og í dag eru þeir að taka þrjá af sínum stærstu bönkum "Glitnistaki". Þeir sem óttast að það fari á sama veg og gerði hérna skjálfa nú á beinunum, t.d. eiga Ástralir miklar innistæður í HBOS og ef RBOS rúllar þá er líklega fleiri sveitarfélög á Bretlandseyjum í hættu. Því miður sé ég engin teikn á lofti um annað en að þetta muni fara illa, og það er alveg spurning hvort það er ástæðan fyrir því að Brown greip til hryðjuverkalaga, þ.e. til að koma í veg fyrir óeirðir og jafnvel innanlandsátök í Bretlandi. Hvað getur hann annars gert um næstu mánaðamót ef það er ekki einu sinni hægt að standa skil á launagreiðslum opinberra starfsmanna? Ótrúlegt, ég bjóst alltaf við að þetta myndi fara svona í Bandaríkjunum fyrst, en nú virðast herlög vera orðin nær en nokkru sinni fyrr hér í NV-Evrópu sem á þó að heita eitt þróaðasta svæði á jarðkúlunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband