Dýralæknir leysir milliríkjadeilu?

Árni M. Mathiesen (úrdr. af vef Alþingis):

Menntun:

  • Stúdentspróf Flensborgarskóla 1978.
  • Embættispróf í dýralækningum frá háskólanum í Edinborg 1983.
  • Próf í fisksjúkdómafræði frá Stirling-háskóla 1985.

Starfsferill:

  • Almenn dýralæknisstörf á Vopnafirði, í Árnessýslu og Gullbringu- og Kjósarsýslu 1983-1985.
  • Héraðsdýralæknir (án fastrar búsetu) jan.-júlí 1984.
  • Dýralæknir fisksjúkdóma 1985-1995.
  • Framkvæmdastjóri Faxalax hf. 1988-1989.
  • Skip. 28. maí 1999 sjávarútvegsráðherra, lausn 23. maí 2003.
  • Skip. 23. maí 2003 sjávarútvegsráðherra, lausn 27. sept. 2005.
  • Skip. 27. sept. 2005 fjármálaráðherra, lausn 18. maí 2007 en gegndi störfum til 24. maí.
  • Skip. 24. maí 2007 fjármálaráðherra.
Meginniðursstaðan er sú að nú eru örlög þjóðarinnar að miklu leyti fólgin í höndum manns, hvers eina menntun og næstum öll störf fyrir utan pólitík eru á sviði dýralækninga. Skv. þessu hefur maðurinn akkúrat enga menntun á sviði fjármála, og aðeins þriggja ára starfsreynslu þar sem ég ætla ekki einu sinni að nefna frammistöðuna. Er það einhver furða þó að íslenskt fjármálalíf njóti einskis trausts lengur á erlendri grundu?!

- Úrdr. úr X. kafla almennra hegningarlaga -

91. gr. Hver, sem kunngerir, skýrir frá eða lætur á annan hátt uppi við óviðkomandi menn leynilega samninga, ráðagerðir eða ályktanir ríkisins um málefni, sem heill þess eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin, eða hafa mikilvæga fjárhagsþýðingu eða viðskipta fyrir íslensku þjóðina gagnvart útlöndum, skal sæta fangelsi allt að 16 árum.
Sömu refsingu skal hver sá sæta, sem falsar, ónýtir eða kemur undan skjali eða öðrum munum, sem heill ríkisins eða réttindi gagnvart öðrum ríkjum eru undir komin.
Sömu refsingu skal enn fremur hver sá sæta, sem falið hefur verið á hendur af íslenska ríkinu að semja eða gera út um eitthvað við annað ríki, ef hann ber fyrir borð hag íslenska ríkisins í þeim erindrekstri.
Hafi verknaður sá, sem í 1. og 2. mgr. hér á undan getur, verið framinn af gáleysi, skal refsað með …1) fangelsi allt að 3 árum, eða sektum, ef sérstakar málsbætur eru fyrir hendi.


mbl.is Stefnt á fund með Darling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vissirðu að þeir sem læra til dýralæknis verða að kunna að setja endaþarmstíla upp í rassgatið á gullfiskum!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 12.10.2008 kl. 14:16

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað með einhvern af okkur ágætu fræðimönnum á sviði hagfræðinnar? Það væri a.m.k. skárra en þessi dýralæknir...

Guðmundur Ásgeirsson, 12.10.2008 kl. 21:54

3 Smámynd: Sigurjón

Geir er hagfræðingur.  Ég er aftur alveg sammála þessum spurningum um hæfni.  Af hverju eru ráðherrar ekki ráðnir eins og hverjir aðrir embættismenn?  Af hverju þurfa alþingismenn alltaf að verða ráðherrar og um leið alþingismenn?

Sigurjón, 13.10.2008 kl. 02:10

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nákvæmlega Sigurjón, þú átt kollgátuna. Sjálfur er ég ekki alveg búinn að komast að niðurstöðu um hvaða fyrirkomulag ég myndi vilja að yrði tekið upp í stað núverandi stjórnmála- og hagkerfis. Ég hef allavega enga trú á að kerfið sem er á fullu að hrynja allstaðar í kringum okkur muni lifa af í óbreyttri mynd. Ljóst er að það þarf nýjan hugsunarhátt við útdeilingu valda og gæða. Kannski meritocracy þar sem þeir hæfustu ráða yrði e.t.v. betra en gamla flokkalýðræðið, þar sem það er yfirleitt sá stærsti sem mestu ræður.

Ég man frá því ég var í skóla sem barn, að þar voru hrekkjusvín sem níddust stundum á þeim sem voru ekki eins frakkir, en sjálfur var ég frekar hlédrægur og bókhneigður (les. nörd ;). Í sumum bekkjum var það gjarnan "stærsta" (sterkasta) hrekkjusvínið sem ráðskaðist með hina í skjóli aflsmunar, rétt eins og Bretar eru núna að reyna að fara með okkur.

Í öðrum bekkjum var það hinsvegar ekki endilega sá stærsti sem hafði tögl og hagldir, heldur röðuðust "fylgdarsveinar" í kringum þann sem mesta "fylgið" hafði, og þannig gat vinsælasti krakkinn í bekknum ráðskast með hina í skjóli fjöldans. Þeir sem ekki voru samþykkir leiðtoganum fengu einfaldlega ekki að "vera með", en óánægjuraddir innan klíkunnar voru umsvifalaust "settar út í kuldann" og Nýir tækifærissinnar teknir inn. Sjaldan var þó skipt um forsprakkann sjálfan of helst bara ef hann var fluttur með (kennara)valdi í annan bekk. Núna undanfarið er landslagið í stjórnmálum á Íslandi farið að minna mig óþyrmilega mikið á þetta fyrirkomulag, svo illa að helsta samlíkingin sem mér dettur í hug eru hópslagsmál milli unglingagengja.

Hvort viljum við að Nýja Íslandi verði stjórnað af gengjum og klíkuforingjum, eða fólki sem kann til verka og er í fremstu röð á sínu sviði? Ég held að svarið við spurningunni sé sáraeinfalt. Vandamálið er eftir sem áður hvernig við eigum að fara að því að velja okkur stjórnendur og leiðtoga án þess að óeðlilegir hagsmunir spili þar inn í, gildir einu hvort það er í embættisstörf eða við stjórn og rekstur fyrirtækja. Við höfum jú öll okkar persónlegu áherslur og hagsmuni sem hver og einn vill að sjálfsögðu koma á framfæri, en látum ekki græðgi, yfirgang og ofmetnað ráða ferðinni heldur göngum frekar inn í 21. öldina!

Guðmundur Ásgeirsson, 13.10.2008 kl. 10:01

5 Smámynd: Sigurjón

Einmitt.  Látum hagfræðinga verða seðlabankastjóra.  Látum viðskiptafræðinga verða viðskiptaráðherra og svo mætti lengi telja.  Bara ekki núverandi og fyrrverandi skipulag.  Það klikkaði svo um munar!

Sigurjón, 13.10.2008 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband