Nei, nei og aftur nei!

Álver eru engin djöfulsins lausn á þessum vanda. Voru það ekki meðal annars þau sem komu okkur í hann til að byrja með, og er þá ekki frekar lag að þjóðnýta þau bara núna? Eitthvað segir mér samt að margir muni nota þessar þrengingar áfram sem röksemd fyrir aukinni stóriðju, hækkandi bensíni, matvælum og fleiri kunnugleg stef sem verða endurútsett og spiluð í botn inn á ritstjórnarskrifstofur fjölmiðlanna.
mbl.is Norðurál reiðubúið að flýta framkvæmdum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Jú, auðvitað mun einhver verksmiðja með 150 manns í vinnu redda öllu og bjarga okkur frá þjóðargjaldþroti. Hver þarf rússa og norðmenn ef þeir hafa Landsvirkjun og Alcan?

Villi Asgeirsson, 7.10.2008 kl. 14:55

2 identicon

"Voru það ekki meðal annars þau sem komu okkur í hann til að byrja með..."

Þetta er vinsæl mýta en hún stend ekki skoðun. Hér í landinu skapaðist gríðarleg þennsla um það leyti sem framkvæmdirnar voru fyrir austan en langmestur hluti fjárfestingarinnar í landinu á þessu tímabili var reyndar í nýjum kubbahverfum á höfuðborgarsvæðinu, íbúðum og verslunar- og skrifstofuhúsnæði. Af einhverjum völdum er þó alltaf gert rosalega mikið úr Kárahnjúkum og látið eins og þeir hafi verið það stærsta sem var að gerast, er það kannski af því að framkvæmdir á landsbyggðinni vaxi borgarbörnum í augum? Spurning.

Svo þegar kreppir að þá eru það ekki verslunar og skrifstofukassar á Suðvesturhorninu sem skapa verðmæti fyrir þjóðarbúið. Það eru Kárahnjúkar og álverið á Reyðarfirði sem gera það. Landsvirkjun halar inn a.m.k. 4 milljörðum árlega í hreinan hagnað af Kárahnjúkum (og það í erlendum gjaldeyri) og álverið veitir hundruðum manna vel launuð og trygg störf á óvissutímum. Það þarf sterk sólgleraugu veruleikafyrringar til þess að komast að þeirri niðurstöðu að Kárahnjúkar séu kreppuvaldur.

Bjarki (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:59

3 Smámynd: Örvar Þór Kristjánsson

Heyr, heyr Bjarki.

Það eru ekki margir sem mótmæla stóriðju þessa dagana.  Árni Sigfússon á hrós skilið og sem íbúi á svæðinu fagna ég þessu.  Vona að framkvæmdum á Bakka verði flýtt.

Örvar Þór Kristjánsson, 7.10.2008 kl. 15:28

4 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Ömurlegt að sjá að fólk skuli vera koma sökinni á þessari vitleysu sem við stöndum frammi fyrir yfir á stóriðjuna - hreint út sagt ömurlegt.

Hvar stæðum við nú án Kárahnjúkavirkjunar og Reiðaráls?

Það eru í raun landráðamenn, sem tala svona eins og ástandið er í dag.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 7.10.2008 kl. 15:57

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þjóðnýtum þá álverin, fyrst þau skapa svona mikinn gjaldeyri. Þurfum við ekki frekar á honum að halda í gjaldeyrisvaraforðann en í vasa erlendra aðila? Þeir flytja hann bara úr landi hvort eð er, það er nefninlega víst lausafjárkreppa heima hjá þeim líka...

Getum svo skilað þeim álverunum um leið og þeir sjá að sér og "kasta til okkar líflínu" eða whatever. Eigum við annars kannski bara að ganga í Sovétríkin ríkjasamband við Rússa eða hvað? Ekki er Evrópa að koma okkur til bjargar, þar skelfur nú allt eins og hér, og eins og fram kom í kvöldfréttum BBC treystir enginn okkur þar lengur. Breska FME búið að hirða Landsbankann þar upp í skuldir sem ekki er víst að séu til eignir fyrir, svipaða sögu að segja af sumum Norðurlandanna, hinum bönkunum o.s.frv.

Erum við hugsanlega að horfa fram á ný efnahagsátök við Breta og e.t.v. fleiri þjóðir t.d. Dani? Ef svo er byrjum þá a.m.k. að bóna fallbyssurnar á varðskipunum! Þetta er ekki lengur bara efnahagsmál heldur getur hreinlega farið að snúast upp í milliríkjadeilur, sérstaklega fyrst Seðlabanka Bandaríkjana þykir tilefni til að senda opið bréf til þjóðarinnar gegnum Fréttastofu RÚV til að skýra afstöðu sína, og Davíð sagði skýrum orðum í Kastljósi rétt áðan að hann ætlar ekki að borga skuldir bankanna erlendis úr Ríkissjóði (á nefninlega ekki fyrir því). Síðast þegar svona stór og öflug skeyti gengu milli þjóða var ansi stutt í stríðyfirlýsingarnar, og þetta núna virðist í raun vera einhverskonar ný tegund átaka ef marka má orðfæri helstu ráðamanna og stemninguna almennt. Hvað sem verður þá er a.m.k. öruggt að það eru miklar breytingar í farvatninu, sannið bara til!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2008 kl. 20:44

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað sagði ég!!! OMFG freaky shit!

Guðmundur Ásgeirsson, 8.10.2008 kl. 09:28

7 identicon

Hversu þröngsýnn er hægt að vera.

Að þjóðnýta Álverin væru verstu mistök sem hægt væri að gera á Íslandi í dag.

Álverin voru fjármögnuð af erlendum aðilum,  Íslendingar komu ekki nálægt fjármagninu í álverin sjálf - aðeins virkjanirnar til að selja þeim rafmagn sem eru svo aftur á móti reknar með hagnaði.

Ef við tökum Álverin eignarnámi þá eru nokkuð öruggt að við fáum aldrei erlenda starfsemi hingað aftur í ansi mörg ár.  Og við lendum í sömu vandræðum og Zimbabwe.

Og af hverju í andskotanum ættum við að eyðileggja samstarf við álfyrirtækin (það eru fyrirtæki sem koma að þessu, EKKI lönd) útaf einhverju svona, þegar við ættum að reyna að bæta samstarfið og fá þá til að byggja nokkur álver í viðbót.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 8.10.2008 kl. 10:56

8 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Laxdal, þú fattaðir semsagt ekki háðið sem í aðra röndina fólst í þessu. Vissulega er það galin hugmynd að þjóðnýta eigur útlendinga, þá myndum við einangrast eins og Kúba. En hvað er nú að gerast, Gordon Brown lýsir yfir hryðjuverkalögum á okkur! WTF?! Stefnir ekki bara í viðskiptabann og læti hvort eð er?

Guðmundur Ásgeirsson, 9.10.2008 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband