Norsarar til bjargar.

Vil það mikið frekar en Rússa eða IMF, Norðmenn eru alltént frændur okkar og munu varla reynast verr en einhverjir aðrir húsbændur. Kaldhæðnislegt samt að Geir-laug er víst af norskum ættum og því væri á margan hátt um að ræða "brotthvarf til föðurhúsanna"... en sjáum hvað setur. Það er langt frá því að öll kurl séu komin til grafar, nú er t.d. orðið ljóst að Danir eru ekki allir vinir okkar í þeirri varnarbáráttu sem nú stendur yfir. Var ekki skrifað einhversstaðar fyrir löngu síðan: "Bræður munu berjast..." ?
mbl.is Norðmenn reiðubúnir að veita Íslandi efnahagsaðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér fannst sjálfum voða skemmtilegt að heyra að Rússar væru til í að lána okkur peninga. Kemur í ljós hverjir eru vinir okkar.

Annars held ég að þú verðir að útskýra þennan síendurtekna Geir-laugar brandara þinn, þar sem kaldhæðni skín svo illa í gegn í rituðu máli.  Ertu að gera lítið úr forsætisráðherra með því að líkja honum við kvenmann? Ef svo væri held ég þú værir að skjóta þig tvisvar í fótinn.  Kannski skrifaðirðu e-s staðar áður hvað þú átt við, hvað veit ég.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 14:13

2 identicon

Geir-laug vísar auðvitað í það að Geir laug (og lýgur?) ítrekað að þjóðinni.

Karma (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 15:09

3 identicon

Acha! Svona var ég vitlaus!

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 7.10.2008 kl. 16:56

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Karma, þú áttir kollgátuna! Ég leyfi mér að fullyrða að ritfærni mín sé a.m.k. nógu góð til að hún myndi standast gæðastaðal mbl.is. Ég er hinsvegar ekki að skrifa fréttir heldur "blogg", þar sem maður leyfir sér e.t.v. að láta gammin geisa.

Smá upprifjun á því hvað orðið blogg þýðir: Blogg er íslenskuslangur yfir enska orðið blog, sem er svo aftur stytting á hugtakinu Weblog eða Web log eftir atvikum. Í beinni þýðingu gæti það útlagst sem vefskrá sem er ekki beinlínis lýsandi fyrir tilganginn, en upprunalegur tilgangur þess að halda persónulega vefskrá er nákvæmlega sá sami og að halda dagbók. Á þeim ágæta vef barnaland.is er fyrirbærið meira að segja kallað því ágæta nafni: Vefdagbók, sem ég mæli með að verði tekið upp sem hluti af íslensku máli í stað orðskrípisins "blogg" sem hljómar eins og manni hafi svelgst á skemmdu vínberi úr Bónus! (Já, ég er málverndunarsinni og stoltur af því, hef hinsvegar ekkert á móti Bónus. ;)

Eins og almennt gildir um dagbækur fólks, þá getur það verið afskaplega ólíkt, fjölbreytt og ekki síst einstaklingsbundið hvað fólk kýs að skrifa í vefdagbókina sína. Sumir nota þær til að geyma sín dýpstu leyndarmál sem þeir myndu ekki segja nokkurri sálu, aðrir skrifa glaðlegar og jafnvel lostafullar fantasíur sem eiga sér enga eða litla stoð í raunveruleikanum, enn aðrir nota skrifin til að fá útrás fyrir reiði, sorg, eða hverjar þær tilfinningar sem þurfa að fá útrás á einhvern hátt svo geðheilsan hreinlega bresti ekki. Þetta er eins og áður sagði sambærilegt þrátt fyrir að vera einstaklingsbundið, en munurinn er fyrst og fremst sá að pappírsdagbækur geymir fólk oftast ofan í læstri skúffu eða undir koddanum á meðan vefdagbók er gjarnan lesin af fleirum en höfundinum einum. Í mínu tilviki er um að ræða opna vefdagbók sem hver sem vill getur lesið, þ.m.t. fjölskylda mín, bankastjórar, Ríkislögreglustjóri og Björn Bjarnason (hefur meira að segja kvittað fyrir innlitið!), og jafnvel hugsanlegir framtíðar-vinnuveitendur ef þeir kjósa að leggjast á það plan að vera að lesa vefdagbókina mína! Já, ég endurtek: þú, lesandi góður, ert núna að lesa dagbókina mína melurinn þinn. ;)

Ég hef alltaf haft opið fyrir athugasemdir á færslurnar hjá mér og leyft fólki að tjá sig þar að vild, hef aldrei nokkurntíma ritskoðað eða fellt út athugsemdir frá öðrum, en jafnframt áskilið mér fullan rétt til að svara minni eigin dagbók og sigli jafnframt aldrei undir fölsku flaggi. Burtséð frá því hver þú ert, lesandi góður, skaltu ekki gleyma því sem ég ítreka nú: að þú ert þrátt fyrir allt að lesa vefdagbókina mína og skal hún lesast sem slík!

Guðmundur Ásgeirsson, 7.10.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband