Hvað með Biofuel?

Hræsni... að dregin sé upp mynd af Karli Bretaprins sem umhverfisengli og siðapostula. Í fréttinni er talað um hann sem talsmann lífrænnar ræktunar og sjálbærni, en það sem hinsvegar fylgir ekki sögunni er að stór hluti af stuðningi hans við "lífræna ræktun" hefur falist í óbeinu PR-starfi fyrir lífeldsneyti á bíla sem lausn á umhverfisvandanum og ekur hann t.d. sjálfur um á slíku eldsneyti. Eins og alkunna er þá er ræktun lífeldsneytis talin vera ein af meginorsökum hækkandi matvælaverðs undanfarin misseri sem valdið hefur hungursneyð víða í fátækari löndum heimsins. Það sem færri vita kannski er að í ljós hefur komið að það að breyta ökrum sem fyrir eru í ræktarland fyrir lífeldsneyti hefur í raun för með sér meiri losun koldíoxíðs en sparast við brennslu þess í bílvélum, það gleymdist nefninlega að reikna með því að þessir nýju akrar verða ekki settir upp á bílastæðum heldur er oftast eitthvað annað sem þarf að víkja eins og t.d. matvælaræktun eða skóglendi en við það minnkar í raun kolefnisbinding á hverja einingu landsvæðis. Ætli Karl sé kannski í flokki þeirra sem líta á fækkun mannkyns sem óhjákvæmilegan hluta af því að "bjarga jörðinni"? Án þess að ég hafi hugmynd um það þá gæti það svosem útskýrt þessa bjöguðu afstöðu hans...
mbl.is Mesta umhverfisslys sögunnar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Hræsnin er mikil hjá þessum umhverfis(hryðjuverka)sinnum.  T.d., Greenpeace og fleiri samtök sem vilja friða ýmist sjávarfang svo sem hvali og jafnvel fiska á borð við þorsk (það kom nú oft upp) svo hvalurinn hefði eitthvað að éta.  Hvað gæti hvalkjöt sem væri veitt með sjáfbærum veiðum mettað marga munna?  Baráttan gegn erfðabreyttum matvælum t.d., ef þú ættir 5-7 börn, sem dæmi, og það væri hungursneyð, ekkert matarkyns að fá, myndir þú gefa börnunum erfðabreytt matvæli frekar en að sjá þau deyja úr hungri?  Hið rétta er að leyfa fólki að hafa valkostinn.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 18.9.2008 kl. 18:17

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Fólk á helst alltaf að hafa valkosti, skýra valkosti. Það er grundvallaforsenda þess að fólk geti verið ábyrgt fyrir eigin velferð, sá sem upplifir sig þannig að hann hafi enga stjórn yfir eigin lífi fyllist óhjákvæmilega vanmáttakennd. Í þessu gerviþjóðfélagi sem er búið að skapa kringum okkur vesturlandabúa er það einmitt slík vanmáttarkennd sem er mesti streituvaldurinn og þar með eitt stærsta heilsufarsvandamálið (þetta er í samræmi við niðurstöður rannsókna). Vilji menn spara í ríkisútgjöldum þarf að hugsa málið frá þessum vinkli líka, en hérlendis eru heilbrigðismálin (sem betur fer kannski) stærsti hlutinn af þeirri köku.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2008 kl. 12:59

3 Smámynd: halkatla

Ég fylgist náið með Kalla bretaprinsi og hans umhverfishoppi

halkatla, 19.9.2008 kl. 14:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband