Iran: "First-strike capability"

Flott hjá ayatollanum... eða þannig, nú þurfa þeir bara að bolta kjarnaodd við eitt svona stykki og þá eru þeir komnir með frumárásargetu hvar sem er í heiminum! Þetta á vafalaust eftir að kynda undir mönnum vestanhafs, en eins og ég hef oft sagt og sérstaklega núna nýlega þá er sagan að fara í hring. Í stað Omid væri réttara að þessi gervihnöttur verði þekktur sem "Sputnik 2", en mér eldri menn muna vafalaust eftir skelfingunni sem greip um sig í Bandaríkjunum vegna þess fyrsta...
mbl.is Íranar skutu upp gervihnetti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Sæll Guðmundur. 

Það var ekki svo mikil skelfing sem greip um sig í Bandaríkjunum í október 1957 nema hjá almenningi.  Þetta var ári eftir blóðuga uppreisn í Ungverjalandi árið 1956 sem endaði með því að Sovétski Rauði herinn réðst þar inn og barði niður uppreisnina með harðri hendi, tóku fjöldan allan af lífi og nánast alla framámenn ungverska nema Kadar sem var þeirra "Quisling" og enginn gat rönd við reist og Bandaríkjamenn ásamt restinni af vesturlöndum skitu gjörsamlega á sig.

Það sem hrjáði Bandaríkjastjórn  var skömmin að hafa látið Sovíetmenn skjóta sér ref fyrir rass og koma upp um það að áróðursmaskína Kanans hafði árum saman hamrað á því hvað þeir sjálfir væru komnir framarlega í tækninni, en Rússar á eftir.  - Þá kom í ljós hvað áróðursmaskína BNA manna var yfirmáta lygin og ómerkileg.  Og ekki hefur hún batnað núna áróðursmaskínan, hálfri öld  síðar, lygnari og ómerkilegri en nokkru sinni fyrr. 

Kær kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 17.8.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband