Herferð gegn mannréttindabrotum í Tíbet

Á vefsíðunni www.avaaz.org hefur um nokkurt skeið staðið yfir herferð gegn mannréttindabrotum kínverskra stjórnvalda í Tíbet. Yfir 1.5 milljón manns á heimsvísu hafa þar skráð sig á undirskriftalista sem afhentur hefur verið kínverskum embættismönnum. Nú stendur þar til boða að fólk getur sent skilaboð í eigin nafni til æðstu ráðamanna í sínu heimalandi. Hægt er að breyta að vild stöðluðum texta skilaboðanna áður en þau eru send, t.d. er hægt að snara þeim á eigið tungumál og hef ég því ákveðið að setja hér upp íslenska þýðingu á skeytinu fyrir áhugasama.

Þeir sem vilja leggja málstaðnum lið þurfa ekki að senda það gegnum áðurnefnda síðu frekar en þeir vilja, allt eins er hægt að senda skeytið beint úr eigin póstforriti/pósthólfi. Netfang forsætisráðuneytisins er: postur@for.stjr.is

-- 

Hæstvirtur forsætisráðherra, Geir H. Haarde,

Ég vil hvetja þig til að sýna stuðning þinn við hina vaxandi alþjóðlegu kröfu um að kínversk stjórnvöld sýni hófsemi og beri virðingu fyrir mannrétindum í Tíbet -- og hefji viðræður við Dalai Lama. Ég er einn þeira 1.5 milljóna jarðarbúa sem hafa skrifað undir herferð á veraldarvefnum máli þessu til stuðnings; þúsundir í viðbót skrifa undir á hverjum einasta degi. Nú, þegar Ólympíuleikarnir nálgast, vonumst við til að þú beitir þeim pólitísku verkfærum sem þú hefur yfir að ráða til að stuðla að friði og réttlæti handa Tíbetsku þjóðinni.

Yðar einlægur,

[nafn_sendanda],

Íslandi

[netfang_sendanda]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband