Óvinir Íslands #1. AKO Capital, Norska leyniþjónustan og JP Morgan.

Gott hjá Sigurði að nafngreina þessa sjóði sem um ræðir, ef menn telja að þeir hafi hagað sér með fautaskap er ágætt að vita hverjir þeir eru. Undanfarin misseri hefur talsvert verið rætt um að skilgreina þurfi þær ógnir sem að Íslandi steðja en fátt verið um svör frá yfirvöldum. Er hér kannski komin vísbending um svarið við þeirri spurningu? Afhverju t.d. ekki að ganga skrefinu lengra og draga fram í dagsljósið hvaða menn það eru sem standa á bak við þessa sk. vogunarsjóði. Við nánari skoðun kemur í ljós að þeir eru ekki allir neinir venjulegir bankamenn...

Óvinir Íslands: 1. hluti.

Stjórn AKO Capital: 

Stofnandinn Nicolai Tangen og Gorm Thomassen koma báðir úr norsku leyniþjónustunni þar sem þeir hlutu sérþjálfun við yfirheyrslur á Rússnesku, sem hlýtur að teljast óvenjulegur bakgrunnur fyrir stjórnarmenn í alþjóðlegum fjárfestingarsjóði. Sérstaklega hlýtur að vekja athygli að það séu tveir slíkir í sömu stjórninni! Eftir tiltölulega stutta viðveru í leyniþjónustunni í upphafi ferils síns hafa þeir báðir menntað sig í viðskiptum og starfað á því sviði. Nicolai og Gorm störfuðu svo saman við stjórn norrænna fjárfestinga hjá fyrirtækinu Cazenove & Co., ásamt núverandi samstarfsmönnum Erik Karlsson og vélaverkfræðingnum Mike Yates sem áður vann m.a. fyrir Morgan Stanley. Mike þessi kemur kynlega fyrir sjónir, býður m.a. fram þjónustu sína við viðskiptaráðgjöf, "stjórnendaþjálfun" o.fl. og segist hafa lært NLP af sjálfum Richard Bandler, einnig er afar upplýsandi að skoða hverskonar lesefni hann mælir með sem hluta af "ráðgjafaþjónustu" sinni. Þessi maður hefur greinilega gert sér far um það að læra hvernig hægt er að hafa áhrif á fólk og hugsanir þeirra með orðunum einum saman, hæfileikar sem koma vafalaust að góðum notum til að hafa áhrif á markaði (tala þá upp eða niður eins og sagt er, eða jafnvel að dreifa óhróðri um skuldsettan gjaldmiðil lítillar eyju í N-Atlantshafi...).

Fjárfestingarbankinn Cazenove var stofnaður sem fjölskyldufyrirtæki árið 1823 og er skráður í skattaskjólinu Jersey á Ermarsundi, en meðal þekktra viðskiptavina eru t.d. David Beckham og breska Konungfjölskyldan að talið er. Cazenove var skráð sem hlutafélag í London Stock Exchange árið 2000, en vegna óhagstæðra markaðsskilyrða gekk hlutafjárútboðið ekki vel. Mikil óvissa skapaðist um framtíð fyrirtækisins og þeir sem þegar höfðu keypt hlutabréf urðu áhyggjufullir og hófu að leka upplýsingum til fjölmiðla í von um að tala verðið upp. Að lokum fór svo að árið 2004 keypti bandaríski risinn JP Morgan helmingshlut í Cazenove og gerður var framvirkur kaupréttarsamningur til 5 ára um hinn helminginn. Umsvif beggja aðila á breskum markaði voru í kjölfarið sameinuð undir nýju dótturfélagi, JP Morgan Cazanove sem varð við það stærsti fjárfestingarbankinn á Bretlandsmarkaði.

Skemmst er að minnast keimlíkra endaloka eins stærsta alþjóðlega fjárfestingarbankans, Bear Stearns sem JP Morgan yfirtók fyrir hönd bandaríska seðlabankans fyrir minna en ekki neitt vegna undangengins taps á sk. undirmálslánum, og tók fyrir það björgunarlaun í formi láns á neikvæðum raunvöxtum (í raun styrkveitingar!) frá bandarískum skattgreiðendum. Ef þetta er allt saman skoðað í samhengi þá virðist JP Morgan sífellt öðlast meiri ítök á meðan aðrir tapa eða lenda í vandræðum. Vofa Morgan heitins sveimar svo þarna ennþá yfir vötnum, en hann er af mörgum talinn hafa verið einn aðalhvatamaðurinn að heimskreppunni miklu og stórgrætt á henni. Alveg eins og núverandi krísa þá varð sú lægð að kreppu vegna slæmra orðróma sem voru ekki á rökum reistir, en komust samt á kreik og urðu nógu háværir til þess að breyta hegðun markaðarins í átt að ójafnvægi.

Það væri kannski ágætt veganesti fyrir "alþjóðlega rannsókn" sem sagt er að sé í undirbúningi, að skoða ekki bara hverjir það eru sem gætu hafa valdið ójafnvæginu í þetta sinn, heldur fyrst og fremst hverjir hafa hagnast á því! Saga þjóðanna fer oftar en ekki í hringi, gjarnan 1-2svar á öld og það skyldi þó aldrei vera að við séum bara komin í heilan hring núna...

 


mbl.is Segir vogunarsjóði bera út sögur um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband