Bravó!

Og heldur betur kominn tími til. Vonandi ber þessi fundur vott um að Kristján L. Möller ætli sér að gera eitthvað til að bregðast við ástandinu, en því miður þá gefur reynslan af íslenskum ráðherrum ekki tilefni til bjartsýni. Nú er komið nóg af umræðupólitík því þetta er einfaldlega útrætt mál af hálfu meirihluta þjóðarinnar og kominn tími til aðgerða, annað væri ekki verjandi frá sjónarhóli lýðræðislegra vinnubragða. Ég ætla hinsvegar að vona það besta og sjá til hvort eitthvað jákvætt kemur út úr þessu, og þá hvað. Fyrir mitt leyti þá styð ég Sturlu Jónsson fullkomlega sem fulltrúa á þennan fund, hann hefur sýnt það af sér að hann vill ekki að skafið sé utan af hlutunum og segir þá eins og þeir eru. Þó svo að hann og kollegar hans séu fyrst og fremst að berjast fyrir eigin hagsmunum, þá vill bara svo til að þeir fara að mestu leyti saman með hagsmunum almennings og því er málstaðurinn trúverðugur. Það er eitthvað sem þingmenn og ráðherrar ættu að hafa til fyrirmyndar í stað þess að standa vörð um einhverja annarlega hagsmuni sem eru ekki einu sinni þeirra eigin, eins og oft er raunin.
mbl.is Fundur með talsmanni vörubílstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Möllerinn er vanur aðgerðamaður á plani.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 11:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband