Svarað í sömu mynt

Hvað svosem manni finnst um Íran, þá verður maður a.m.k. að hrósa þeim fyrir að gæta svona vel samræmis í málflutningi sínum gagnvart Bandaríkjamönnum. Ef Íranski herinn telst til hryðjuverkasamtaka, þá gerir CIA það svo sannarlega líka, svo einfalt er það og þar hafa þeir fullkomlega rétt fyrir sér. Á afrekaskrá CIA eru m.a. vopnasmygl og annar stuðningur við S-Ameríska skæruliða og víðar, fjármögnun með fíkniefnasölu, nokkur valdarán (m.a. í lýðræðisríkjum), ítrekuð banatilræði gegn áhrifamönnum sem eru þeim ekki hliðhollir, mannrán og mansal, pyntingar á meintum "óvinveittum bardagamönnum", og ýmsar leynilegar aðgerðir sem er ætlað að skapa ringulreið og ótta eða snúa almenningsáliti á einn eða annan veg í vissum málum, eða þá til hylma yfir og þagga niður staðreyndir sem ekki hafa þótt þola dagsins ljós. Goebbels gamli með sitt áróðursráðuneyti 3. ríkisins hefði örugglega haft margt að læra af þeim væri hann uppi nú.

Guantanamo, innrásin í Írak, innrás og ógnarleppstjórn í Panama o.m.fl. eru svo bara toppurinn á stríðsglæpa-ísjaka bandaríska hersins. Það verður því ekki annað séð en að þetta sé hárrétt hjá Írönum, og er líka löngu orðið tímabært að þetta væri einhversstaðar gert að opinberri skilgreiningu. Heimurinn þarf svo sannarlega á því að halda að fleiri (og helst marktækari aðilar en Íranir!) byrji að tala hreint út um hlutina eins og þeir í eru í raun og veru varðandi yfirgang, ofbeldi og siðlaust framferði Bandaríkjanna gagnvart öðrum þjóðum!

P.S. með þessu er ég á engan hátt að gefa í skyn stuðning við Íran, aðeins að nota tækifærið til ádeilu á hernaðar- og njósnabrölt þeirra bandaríkjamanna, sem er lítið skárra en það sem þeir þykjast vera að berjast á móti.


mbl.is Íranska þingið lýsir CIA hryðjuverkasamtök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mundi eftir einu sem verður að bæta við afrekaskránna hjá CIA: Njósnir og baktjaldamakk gagnvart yfirlýstum bandamönnum sínum, þ.m.t. NATO-ríkjum og löndum innan Evrópusambandsins. Þar er ekki aðeins um að ræða pólitískar njósnir, heldur einnig efnahagslegar og iðnaðarnjósnir. Í stefnuskrá núverandi stjórnar er eitt af aðalmarkmiðunum að "varðveita yfirburði Bandaríkjanna", bæði hernaðarlega sem og efnahagslega, og þar stendur  þetta skrifað svart á hvítu þó svo að ekki sé tekið fram hvaða aðferðum skuli beita.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.9.2007 kl. 16:20

2 Smámynd: Björn Heiðdal

Bandaríski herinn og CIA hafa gert margt gott fyrir okkur.   Hver mann t.d. alls ekki eftir öllu súkkulaðinu sem þeir hafa gefið fátæku börnunum í þeim löndum sem þeir hafa ráðist á.  Það er vitað mál að súkkulaði gerir okkur meira gagn en t.d. byssukúlur eða napalm.  Nú er ég alls ekki að mæla bót á of miklu súkkulaðiáti en bandaríkjamenn hafa ekki drepið marga með þessu súkkulaði sínu.

Björn Heiðdal, 29.9.2007 kl. 19:13

3 Smámynd: Jónas Rafnar Ingason

Algerlega sammála. Það er kominn tími til að flett verði ofan þessum tvískinnungi. Þetta "við megum gera allt vegna þess að við erum varmenn frelsis og réttra lifnaðarhátta, en þið megið ekkert gera vegna þess að þið eruð vondu karlarnir"-syndrommið. Við þurfum á gegnumsærri og hlutlausari fréttaflutningi að halda um málefni heimsins. Hann er allt of hlutdrægur Bandaríkjunum.

Jónas Rafnar Ingason, 29.9.2007 kl. 22:40

4 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég hef verið að vakna til meðvitundar um þessar samsæriskenningar varðandi 9/11 og eins og þegar maður er fylltur af alls kyns áróðri veit maður ekki hverju skal trúa. Ég hefði gaman af að þú kíktir á nýjustu færsluna mína þar sem blogg þitt og athugasemdir við önnur blogg hvöttu mig til skoðunar á þessu.

Kristjana Bjarnadóttir, 30.9.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband