Ekki lengur bandaríki heldur lögregluríki

Keith Olberman er einn af fáum fréttamönnum vestanhafs sem hafa ennþá snefil af sjálfsvirðingu og heiðarleika, en hann er með þáttinn Countdown á MSNBC hvorki meira né minna. Hér má finna innslag sem er hrein snilld þar sem hann deilir hart á Bush-stjórnina fyrir baráttuaðferðir þeirra í hryðjverkastríðinu, og sérstaklega þær breytingar sem þeir hafa gert í (ó)mannúðarmálum heimafyrir. Afleiðingar þeirra hafa ekki farið hátt, en þær þýða að í raun er þetta orðið fullkomið lögregluríki! Ég hygg a.m.k. ekki á ferðalög þangað á næstunni þar sem ég hef einstakt lag á að koma mér í klandur fyrir helber mistök eða seinheppni. Vil alls ekki enda fyrir slysni bundinn á hnjánum undir vatnsbunu í búri á Kúbu og eiga ekki afturkvæmt, þó svo að Kúba sé reyndar að mörgu öðru leyti ágætis staður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband