Um atburðina í London og stríðið gegn hryðjuverkum

Ég rakst á öðru bloggi á þetta stórmerkilega myndbrot úr þættinum Countdown með Keith Olberman á MSNBC. Þarna tekur hann viðtal við Larry Johnson, fyrrverandi CIA-agent sem var aðstoðarstjórnandi aðgerða gegn hryðjuverkum í stjórnartíð pabba-Bush. Hann setur fram svipaðar vangaveltur og ég skrifaði sjálfur um hryðjuverkin í London, og niðurstaða greiningar hans er í raun sú að þetta "hættuástand" í London hafi í raun verið algjör "non-event". En á leyniþjónustumáli útleggst það sem "sviðsettur skrípaleikur" (A.K.A. "hönnuð atburðarás" -SJS), sem er ætlaður til þess að valda annaðhvort ótta, glundroða, blekkingum eða öllu þrennu og hugsanlega líka sem yfirvarp yfir aðrar (leynilegar) aðgerðir sem fara fram á sama tíma. Sprengjurnar hafi verið viðvaningslegar og gerðar úr hversdagslegm hlutum (200l af bensíni, grillkútar með própangasi og GSM sími), en ekkert minnst á neinn kveikjubúnað eða að síminn hafi verið tengdur við eitthvað slíkt. Fyrr skal ég borða sokkana mína en samþykkja að þetta séu dæmigerð vinnubrögð fyrir þrautþjálfaða hryðjuverkamenn Al-Qaeda, og þeir tveir virðast deila þeirri skoðun með mér.

Svo bendir Johnson á það sem hlýtur að teljast sérkennilegt val á ökutækjum til að nota sem "bílasprengjur", en Mercedes-Benz bifreiðar eiga að hafa verið keyptar til verksins. Dýrar, sterkbyggðar glæsikerrur sem halda ef eitthvað er betur utanum eyðilegginguna heldur en lakari bílar, og svo virðast þeir ekki hafa haft efni á almennilegum sprengibúnaði fyrir vikið. Væri ekki einfaldara að stela bara nokkrum gömlum Ford Transit sendibílum sem nóg er af á Bretlandseyjum, veikja aðeins í þeim burðarvirkið (með slípirokk) og koma gaskútunum (eða bara dýnamíttúpum) fyrir t.d. undir þeim (þá kemur meira blast til hliðana) og notast svo við tímastilltan kveikjubúnað úr álíka hversdagslegum hlutum (t.d. vekjaraklukku, rafhlöðu, víra og afsagaða ljósaperu)? Hvað gerist svo næst, ætli jeppaklúbburinn 4x4 verði skilgreindur sem hryðjverkasamtök ef þeir verða staðnir að verki með vekjaraklukku í bílum sínum?!

Eins og vant er orðið þegar hið sk. hryðjuverkastríð UKUSA tvíhöfðans er annars vegar, þá er allt við þetta mál hið tortryggilegasta, og ekki til þess fallið að auka traust almennra borgara. Hvorki á öryggi sínu né þeim yfirvöldum sem ætlað er að vernda það. Við vitum að það er einmitt það sem hryðjuverkamennirnir vilja að gerist, en það skelfilegasta er að það virðist stundum vera einmitt það sama og stjórnvöld í þessum tveimur löndum vilja líka. Í þessu tilviki eru það gífuryrtar og í hæsta máta fljótfærnislegar yfirlýsingar stjórnvalda sem bera vott um það, og sem ríkisstýrða pressan lepur svo upp og kjammsar á þannig að úr verður hin mesta hátíð fyrir æsifréttamennsku, örvæntingu og jafnvel múgæsingu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband