Varúð: grunsamlegt netfang!

Margir hafa tjáð sig um hversu harkalegar þessar aðgerðir virðast vera og vekja upp spurningar um það hvaða réttarheimildir hafa legið að baki. Þeim spurningum er ósvarað þegar þetta er ritað og hef ég svosem engu við það að bæta, en þykir samt gott að vita till þess að bloggverjar séu meðvitaðir um almannaréttindi.

Annað stakk mig hinsvegar í augun við lestur fréttarinnar, en það er netfangið "logreglan@dc.is" þangað sem fólk er beðið að koma á framfæri upplýsingum um fíknienfabrot. Mér fannst við fyrstu sýn einkennilegt að sjá bókstafinn "c" í lénsnafninu, þar sem hann er ekki notaður í íslensku. Svo fór ég að hugsa, hvað ætli þetta dc.is geti verið? Ég vinn við vefforritun og fylgist vel með þróun rafrænnar stjórnsýslu, en man samt ekki eftir að hafa séð þetta lénsheiti áður, kannast betur við t.d. logreglan.is, rls.is, tollur.is o.fl. í tengslum við þau embætti sem að málinu koma. Ef reynt er að heimsækja þetta lén (http://dc.is/) birtist einungis síða með villuboðum, og http://www.dc.is/ er ekki einu sinni til. Uppfletting á IP-tölu lénsins (http://dndetails.com/194.105.255.2) leiðir í ljós veffangið astra.tmd.is, sem er reyndar skráð á tölvumiðstöð dómsmálaráðuneytisins. Hefði ég fengið þetta sent sem link í tölvupósti hefði ég sennilega ekki haft fyrir því að leita upprunans og hefði ályktað í fljótu bragði að um fölsun væri að ræða, enda er ekkert sem bendir til annars, nema það eitt að þetta er birt á mbl.is og því væntanlega þangað komið eftir réttum leiðum. Hinsvegar eru þetta vægast sagt vafasöm vinnubrögð af hálfu Tölvumiðstöðvar dómsmálaráðuneytsins, verð ég að segja, þar á bæ ættu menn að vita betur og gera sér grein fyrir því að aldrei er of varlega farið þegar upplýsingaöryggi er annars vegar. Það er ekki einusinni að finna neinar upplýsingar um hvernig þær upplýsingar sem berast á netfangið verði meðhöndlaðar, sem gerir allt ferlið í heild afar ótraustvekjandi.


mbl.is 12 handteknir í viðamestu fíkniefnaaðgerð lögreglu á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

rosa duló!

halkatla, 11.3.2007 kl. 20:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband