Leiðrétting

Í fréttinni segir:

"...svipar til eftirlitskerfis sem sett var á í Bandaríkjunum árið 2001 vegna eftirlits með þeim sem grunaðir voru um tengsl við hryðjuverkahópa..."

Eftirlitskerfið sem hér er átt við er sennilega ECHELON, en því fer fjarri að það hafi verið sett á laggirnar 2001 heldur er það mun eldra og á rætur sínar að rekja til kalda stríðsins að talið er. Tilgangur kerfisins er að sjálfvirknivæða eftirlit með fjarskiptaumferð, sem á mannamáli kallast tölvuvæddar hleranir, og er það langviðamesta og öflugasta kerfi sinnar tegundar. Bandarískum njósnastofnunum er strangt til tekið bannað að njósna um samborgara sína, en ekkert bannar þeim að njósna um erlenda ríkisborgara. Þeir stofnuðu því til samstarfs við leyniþjónustur Bretlands, Kanada, Ástralíu og Nýja-Sjálands sem gjarnan er kallað UKUSA eftir forystulöndum þessa njósnabandalags. Innan vébanda þessa samstarfs geta þeir njósnað að vild um það sem fer fram í hinum ríkjunum (ásamt auðvitað öðrum löndum heimsins), og svo skiptast þeir á upplýsingunum sem safnað er. Með þessum hætti er hægt að stunda óbeinar innanríkisnjósnir og komast þannig framhjá lögum og reglum þar að lútandi. Í seinni tíð hefur fengist staðfest með trúverðugum hætti að það er einmitt það sem þeir hafa gert, en alltaf er það réttlætt með tilvísun til hryðjuverkastríðsins svokallaða. Það er rétt að taka fram að með sjálfvirkum hlerunum er ekki átt við að fylgst sé með ákveðnu fólki eða fjarskiptum, heldur nær þetta til ALLRAR fjarskiptaumferðar til og frá viðkomandi löndum og sennilega víðar þar sem þau hafa ítök eða áhrif, t.d. í Pakistan, Afganistan, víða í S-Ameríku og hugsanlega einhverstaðar í Evrópu líka. Umhugsunarvert í ljósi þess að nánast öll fjarskipti okkar Íslendinga fara gegnum Bretland eða Bandaríkin eftir tiltölulega fáum ljósleiðaraköplum. Ég tel þetta varða þjóðaröryggi Íslands með alvarlegum hætti, en hef þó aldrei orðið var við að þetta sé rætt í tengslum við varnarmál í stjórnmálaumræðunni. Við erum því miður orðin alltof háð því að "stóri-bróðir" vaki yfir okkur og gæti okkar, nú þegar hann er hinsvegar hættur að hafa áhuga á að gæta okkar, ætli hann haldi samt áfram að fylgjast með úr fjarlægð???!!!

mbl.is Sænsk stjórnvöld vilja koma á fjarskiptaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband