Sama hlutfall vill verðtryggingu burt

Rúmlega 80% landsmanna virðast vera fylgjandi aðskilnaði viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi samkvæmt skoðanakönnun Capacent. Þetta er afar ánægjuleg niðurstaða í ljósi þess að fyrir tæpum tveimur árum var tillagan efst á lista þeirra hugmynda um úrbætur á fjármálakerfinu sem voru kynntar á blaðamannafundi hugveitu sem þá var nýstofnuð undir nafinu Icelandic Financial Reform Initiative (IFRI).

Tillagan, sem á rætur að rekja til svokallaðrar Glass-Steagall löggjafar sem var komið á í kjölfar kreppunnar miklu í Bandaríkjunum, hlaut takmarkaðar undirtektir í fyrstu. Síðan þá hefur margt breyst og nú tveimur árum síðar er þetta mál heldur betur komið á dagskrá, í ráðuneytum, fjármálafyrirtækjum, og þá má segja að meira sé varla hægt að gera nema láta hið lýðræðislega ferli sjá um restina.

Hlutfallið er um það bil það sama og styður leiðréttingu húsnæðislána og afnám verðtryggingar, sem ýmsir aðilar, þar á meðal Hagsmunasamtök heimilanna, hafa að undanförnu gert því skóna að hafi líklega stangast á við lög um neytendalán og alþjóðasamninga um árabil.

Það verður forvitnilegt að sjá hver lengi verður hægt að streitast gegn svo miklum meirihluta sem virðist styðja bæði þessi málefni.


mbl.is Meirihluti hlynntur aðskilnaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Þessi 80% sem vilja verðtrygginguna burt hljóta þá líka að vilja henda krónunni.   Það er nefnilega vonlaust að losna við verðtrygginguna og háa vexti meðan við höfum örmynt sem menn hljægja að úti í heimi.  

Óskar, 2.10.2012 kl. 16:02

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Mér er gjörsamlega útilokað að skilja hvers vegna fólk heldur að gæði gjaldmiðils fari eftir nafninu á honum eða lit myndskreytinganna.

Pappírsmiðar og málmskífur taka ekki neinar sjálfstæðar ákvarðanir.

Ef hlegið er að krónunni erlendis er það vegna þess að bavíanar hafa stýrt útgáfu hennar fram til þessa. Það leiðréttum við ekki nema að senda hlutaðeigandi heim og stokka upp kerfið. Við leysum hinsvegar engin vandamál með því að skipta íslenskum bavíönum út fyrir evrópska.

Krónan væri fínn gjaldmiðill ef útgáfu hennar væri skynsamlega háttað 

Við vorum líka með hana áður en verðtrygging var innleidd. 

Og núverandi form verðtryggingar er ekki einu sinni löglegt!

Guðmundur Ásgeirsson, 3.10.2012 kl. 03:03

3 Smámynd: Óskar

þú skilur greinlega ekki málið.  Það er í fyrsta lagi stærð gjaldmiðilsis, svona örmynt eins og krónan gengur bara ekki upp eins og efnahagskerfi heimsins fúnkerar í dag.  það er ekkert að ástæðulausu að margar Evrópuþjóðir ákváðu að sameinast um gjaldmiðil og að margar aðrar þjóðir hafa valið að taka upp gjaldmiðil annars rikis, fjöldi smáríkja notar t.d. Bandaríkjadollar,  Danir nota egin mynt en hun er fasttengd Evru osvfrv. 

Í öðru lagi skiptir orðspor myntar máli og það er greinilegt að þu hefur ekki reynt að skipta krónum erlendis.  Orðspor krónunnar er í rúst og verður sennilega aldrei lagað. 

Mynt sem er svona smá og með þetta orðspor á einfaldlega engan séns og við erum dæmd til að búa við gjaldeyrishöft það sem eftir er með krónuna, ásamt tilheyrandi fornarkostnaði eins og háum vöxtum og verðtryggingu.  Ég næ því ekki hversvegna fólk vill sætta sig við verri lífskjör en nágrannaþjóðir okkar bara útaf einherri þjóðrembu til að halda í steindauðan gjaldmiðilö.  Til lengdar þýðir þetta miklu verri lífskjör fyrir þjóðina.

Óskar, 3.10.2012 kl. 10:40

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Óksar, eins og þú bendir á er vissulega margt sem þyrfti að laga hér heima burtséð frá hvort haldið verði áfram með sjálfstæðan gjaldmiðil. Til dæmis þarf að afnema verðtryggingu, og vexti, og þar með verðbólgu. Samfara þessu væri kjörið að skipta krónunni út fyrir nýjan gjaldmiðil, hvort sem hann héti króna eða eitthvað annað, sem væri gefinn út af ríkinu en ekki bönkunum. Þennan gjaldmiðil mætti svo bjóða í skiptum fyrir krónum eftir ákveðnum tímabundnum reglum, þar á meðal að gera grein fyrir uppruna fjárins og hvernig þess var aflað. Að inköllunartíma liðnum myndu útistandandi krónur af eldri gerðinni einfaldlega renna úr gildi.

Svo er það einfaldlega spurning um að gera upptækt það fé sem samkvæmt eignakönnuninni var aflað með óheiðarlegum og sviksamlegum hætti, og leggja háan skatt á hagnað sem þrátt fyrir að hafa löglegur hefur klárlega fallið til án þess að viðkomandi hafi til hans unnið beinlínis sbr. ofsahagnað nýju bankanna á kostnað íslenskra heimila. Jafnframt yrði lagt á þá ríkisábyrgðargjald vegna bankainnstæðna, eins og lög frá því á síðustu öld kveða á um og hefur ekki verið framfylgt.

Með þessari innköllun myndast feikinóg fé í ríkissjóði til að lagfæra skuldavanda heimilanna, til tækjakaupa á Landsspítalanna, til að standa undir löggæslu í sveitum landsins og annara grunnþjónustu. Svei ef við gætum ekki bara fengið skattlaust ár og hagvöxtur myndi slá heimsmet!

Athugið að þetta útilokar samt alls ekki að gjaldmiðillinn sem yrði tekinn upp í staðinn héti evra, ef það væri þá markmiðið. Áður en að það getur orðið mögulegt þurfum við hinsvegar að taka til heima hjá okkur fyrst. En þegar við yrðum búin að því eins og hér er lýst værum við með besta gjaldmiðil í heimi og þá væri líka glapræði að skipta um!

Varðandi gjaldeyrishöft og hina öfugsnúnu umræðu um þau þá hefur hvergi verið rökstutt afhverju við ættum ekki að hafa þau áfram. Hvernig er hægt að fullyrða að það sé betra að afsala sér stjórntækjum en að halda þeim og geta beitt þeim eins og þarf? Þeir sem tala fyrir afnámi hafta ættu að hætta öllum öfugsnúningi, og byrja að tala heiðarlega um og útskýra afhverju þeir eru svona svakaalega hlynntir fullkomlega frjálsu flæði fjármagns? Eru megin orsakaþættir stærsta fjármálahruns sögunnar sem tíundaðir voru í metsölubók, gleymdir nú þegar eða hvað?

Á sama tíma tala sumir fyrir því að undirgangast einhver víðtækustu gjaldeyrishöft sem fyrirfundist hafa í mannkynssögunni, með því að skylda Íslendinga til að nota eingöngu gjaldmiðil sem gefinn er út af hlutafélagi skráðu til heimilis í Frankfürt í Þýzkalandi.

Þetta er alveg gjörsamlega glórulaus málflutningur!

Og svo að pappírsmiðar og málmskífur geti haft orðspor... er eiginlega bara hlægileg hugmynd ef maður spáir í því...

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2012 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband