Var fjársýslukerfið með í úttektinni?

Samkvæmt skýrslu sem ESB lét gera þá kemur Ísland vel út varðandi fjarskipta- og upplýsingatækni.

Ætli fjársýslukerfi ríkissjóðs hafi verið með í úttektinni?

Það var jú á sínum tíma stærsti hugbúnaðarsamningur Íslandssögunnar og miðað við hversu mikið kostnaðurinn hefur vaxið er hann það sjálfsagt enn.

Ef það var ekki með í úttektinni er hún varla marktæk...

Og þar sem kerfið er hörmung þá hefur það varla verið hluti af þessari úttekt ef niðurstöðurnar eru svo góðar sem af er látið.

Umhugsunarvert.


mbl.is Ísland kemur ágætlega út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sæll Guðmundur!

Fréttin er villandi. Í henni er notað orðalagið úr tilkynningu PFS og talað um „upplýsingatækni“. Í skýrslunni, sem sagt er frá, er hins vegar hvergi minnst á upplýsingatækni (information technology). Viðfangsefni hennar er svonefnt „upplýsingasamfélag“ (information society), en það hugtak vísar til hvers kyns samskipta og viðskipta sem eiga sér stað á lýðnetinu (Internet).

Í samræmi við þetta er í skýrslunni fjallað um hluti á borð við rafræn viðskipti, rafrænar undirskriftir, fjölmiðlun á netinu, gagnavernd o.s.frv. Verkefnið, sem skýrslan er hluti af, snýst ekki á nokkurn hátt um upplýsingatækni eða hugbúnaðargerð almennt.

Birnuson, 2.10.2012 kl. 23:24

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa útskýringu. Ég tek hana til greina.

Guðmundur Ásgeirsson, 4.10.2012 kl. 16:13

3 Smámynd: Birnuson

Ekkert að þakka; það er sjálfsagt að deila með sér af því sem maður veit.

Birnuson, 5.10.2012 kl. 15:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband