Ummæli dagsins á Alþingi

"Nú við deilum ekki sömu túlkun á um hvað Rannsóknarskýrsla Alþingis fjallar. Ég held að það sé hin stóra lygi vinstri manna að bankahrunið sem varð hér á Íslandi hafi verið hrun einhverrar hugmyndafræði, hafi verið hrun einhvers siðferðis eða annað slíkt. Ég held að það sé hin stóra lygi vinstri manna sem að hinn almenni Íslendingur er smátt og smátt að átta sig á að það hefur hefur verið logið að henni."

- Tryggvi þór Herbertsson í ræðustól Alþingis 16.9.2011

Fyrrum efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og bankastjóri Askar Capital.

UPPFÆRT 19.9.2011: Góðar myndir segja oft meira en þúsund orð:

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það var og.......

Axel Jóhann Hallgrímsson, 17.9.2011 kl. 00:42

2 Smámynd: Haraldur Hansson

Var ekki Tryggvi bara orðinn svefndrukkinn eftir alla þessa næturfundi? Alla vega ekki í takti við raunveruleikann.

Haraldur Hansson, 17.9.2011 kl. 00:55

3 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ekki veit ég hvort hann Tryggvi er svona vitgrannur eða bara vitlaus..  Hann er einn af gerendunum i aðdraganda hrunsins, það er allavega mín skoðun...

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.9.2011 kl. 01:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Tryggi er hvorki meira né minna en Íslandsmethafi í taprekstri meðalstórra fjármálafyrirtækja. Í rekstri Askar/Avant tókst honum að tapa tugum milljarða í starfsemi sem náði að mestu leyti yfir tveggja ára tímabil og lauk með gjaldþroti sem hafði í för með sé tapaðar endurkröfur fyrir stóran hluta almennra viðskiptavina, vegna ólöglegrar lánastarfsemi fyrirtækjanna.

Tryggvi varð svo efnahagsráðgjafi forsætisráðherra og það var á hans vakt, og af völdum manna eins og hans, sem efnahagslífið hrundi.

Þetta eru svo stórkostleg afglöp að ég kaupi ekki þá skýringu að eingöngu sé um að kenna heimsku. Það hlýtur eitthvað meira að þurfa að koma til.

Eftir hrun fór þessi maður á þing og þykist þar vera þess umkominn að greina orsakir hrunsins á sinn allsérstæða hátt og hafa vit fyrir öðrum varðandi efnahagsmál af. Tryggvi býr eflaust yfir einhverjum mannkostum, en lítillæti og hógværð eru augljóslega ekki þar á meðal

Frægastur hlýtur hann samt að vera fyrir framgöngu sína í IceSave-III þar sem hann bar á borð hreinræktaðan hræðsluáróður um væntan kostnað af því að hafna samningnum, kostnað sem enginn lifandi maður kannast við að hafa fengið sendan reikning fyrir eftir að merkt var við NEI. Tryggvi hefur hinsvegar aldrei séð tilefni til að leggja mat á væntan kostnað hefði samningurinn verið samþykktur, kostnað sem væri nú þegar kominn í tugi milljarða króna.

Afsakið meðan ég kyngi ælunni.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2011 kl. 13:47

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Viðbót: Sjáið túlkun Henrý Þórs á þessum skrípaleik hér fyrir ofan.

Guðmundur Ásgeirsson, 19.9.2011 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband