Birtingarmyndir skuldavanda (ekki fyrir viðkvæma!)

Grískur maður á miðjum aldri reyndi í gær 16. september, að semja við bankann sinn um lausnir vegna skuldavanda. Hér má sjá viðbrögð mannsins eftir að bankinn hafnaði öllum samningaumleitunum.

A man pours a flammable liquid on his body to set himself on fire outside a Piraeus bank branch in Thessaloniki in northern Greece September 16, 2011. The 55-year old man had entered the bank and asked for a renegotiation of his overdue loan payments on his home and business, according to police, which he could not pay, but was refused by the bank (Reuters).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vendetta

Það þarf mikið hugrekki að kveikja í sjálfum sér. Svona gæti ekki gerzt hér á landi.

Vendetta, 17.9.2011 kl. 13:01

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sjálfsíkveikja hefur verið reynd hér á landi.

En það var útlenskur hælisleitandi sem það gerði.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2011 kl. 13:50

3 identicon

Það er ekki hugrekki að kveikja svona í sjálfum sér.. núna er maðurinn stórskuldugur og skaðbrenndur.. fjölskyldan í enn verri málum en áður.

DoctorE (IP-tala skráð) 17.9.2011 kl. 22:01

4 Smámynd: Vendetta

Víst. Það þarf mikið meira hugrekki að kveikja í sjálfum sér til að mótmæla ranglæti en að lemja á einhverja potta með sleifum. Því að sársaukinn og brunasárin sem fylgja þessu eiga eftir að hrjá manninn árum saman.

Það er frekar sjaldgæft að svona gerist í Evrópu, svo að það er mjög sterkt manifesto, en það er rétt, að þetta leysir ekki skuldavanda fjölskyldunnar. En það sýnir einnig hversu mikil örvæntingin er orðin í boði EU/ECB

Kreppan í Grikklandi á eftir að verða eins langvarandi og kreppan hér á landi, í 10 - 12 ár. Ég reikna með að botninum verði náð u.þ.b. árið 2023. Skiptir engu máli hvort Ísland verði aðili að ESB eða ekki. Með eintómar liðleskjur á Alþingi og amlóða starfandi hjá öllum opinberum stofnunum þá mun ekki sjást til sólar hér á landi næsta áratuginn.

Vendetta, 18.9.2011 kl. 00:06

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Það er ekki spurt svona þegar allar bjargir eru bannaðar,og menn veilir fyrir/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 18.9.2011 kl. 00:11

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Manngerður harmleikur er upp risin hjá okkur almenningi í heiminum á meðan nokkrir fitna eins og púkar á fjósbita!

Sigurður Haraldsson, 18.9.2011 kl. 12:20

7 Smámynd: Vendetta

En það fyrsta sem ég tók eftir þegar ég sá myndirnar var að löggan var komin að honum fáeinum sekúndum eftir að hann hellti úr dunknum yfir sig. Sem bendir til þess að fram að því hafi hún (löggan) staðið hjá og ekkert aðhafzt, jafnvel þótt dunkurinn, sem er merktur eldfimu efni, væri sýnilegur öllum. Maðurinn er ekki vopnaður öðru en megafón, svo að hægt hefði verið að fjarlægja dunkinn meðan hann talaði. Að bíða þangað til hann hafði kveikt í sér er óskiljanlegt.

Þetta er svona álíka og ef einhver maður hótaði að fleygja sér fram af 10. hæð og slökkviliðið kæmi á staðinn, meðan hann væri ennþá á þaki byggingarinnar, með ekkert nema líkpoka.

Vendetta, 18.9.2011 kl. 13:21

8 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er sitthvað, Vendetta, hugrekki og heimska þó stundum sé erfitt að greina þar á milli. Þetta var heimska. Sjálfsvíg eru sjaldnast túlkuð sem hugrekki, heldur þver á móti hið gagnstæða, flótti frá ábyrgð.

Lögreglan beið auðvitað átekta og reyndi að aðhafðist ekkert í fljótfærni og hafa væntanlega reynt að tala manninn til. Líkt og með stökkvara þá er reynt að tala þá til í rólegheitum, að stökkva til í offorsi og reyna að hindra stökkið þannig, ýtir þeim bara fram af brúninni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.9.2011 kl. 16:15

9 Smámynd: Vendetta

Axel, það er ólíklegt að maðurinn hafi haldið að hann myndi deyja. Hann ætlaði sér ekki að deyja, því að þá hefði hann kveikt í sér án þess að auglýsa það fyrst. Hugrekkið/örvæntingin lýsir sér í því að kveikja í sjálfum sér að hluta til, vitandi vits að sársaukinn vegna sáranna yrði óþolandi svo mánuðum skipti. En eins og þú segir, þá má kalla þetta heimsku. Heimsku hugrakks manns. Því að hann gerði þetta ekki aðeins sín vegna, heldur líka fyrir aðra Grikki í sömu stöðu.

En ólíkt stökkvaranum sem getur stokkið fram af á sekúndubroti, þá var vel hægt að fara og hrifsa af þessum brúsann án þess að hann næði að kveikja í sér. Því að það tekur allavega nokkrar sekúndur, nægur tími fyrir lögreglu sem er á staðnum að hlaupa að honum og koma í veg fyrir þessa hörmung.

Nú þjáist hann á spítala og sá sem tók myndirnar græddi nokkur hundruð evrur.

Vendetta, 18.9.2011 kl. 16:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband