Morgunljóst hvernig reikna skuli lánin!

Það er sáraeinfalt hvernig á að endurreikna gengistryggðu lánin, þau eru óvertðryggð með sömu vexti og standa á skuldabréfinu eða samningnum. Hæstiréttur tók nefninlega afstöðu til þess líka, í þriðja tímamótadómnum sem féll á miðvikudaginn. Þessi niðurstaða drukknaði hinsvegar í öllu fjölmiðlafárinu útaf bílalánadómunum tveimur, og þannig gafst hinum skipulögðu glæpasamtökum því miður færi á að setja spunavélarnar í gang. Þannig að þegar einhver sjálfskipaður spekingurinn heldur því fram að vafi leiki á hvernig skuli endurreikna gengistryggð lán, þá er það einfaldlega rangt.

317/2010 NBI hf. (Aðalsteinn E. Jónasson hrl.) gegn Þráni ehf. (Ragnar Aðalsteinsson hrl.) (Kveðinn upp: 16.6.2010 )

...Telur hann að miða verði við upphaflegan höfuðstól auk áfallinna vaxta, en að ekki sé heimilt að reikna annars konar verðtryggingu í stað gengisviðmiðunar.


mbl.is Ekki ljóst hvernig eigi að reikna á lánin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Guðmundur, það eru ekki allir sammála um túlkun á þessum orðum, þar sem NBI gerði enga varakröfu um verðtryggingu í stað gegnistryggingarinnar, þannig að áfram er hægt að deila um hvað myndi gerast, ef slík krafa frá lánafyrirtækjunum færi fyrir dómstóla.

Þetta eru fróðlegir tímar og auðvitað væri mátulegast á fjármögnunarfyrirtækin að sitja uppi með lánin óverðtryggð og á 2-3% föstum vöxtum, en það er spurning hvort þau stæðust slíkt fjárhagslega og þá vaknar líka sú spurning, hver staða skuldaranna yrði, ef þessi fyrirtæki færu á hausinn í kjölfarið á þessum dómi.

Einhver hefur líka varpað upp þeirri hugmynd, að hafi skuldarar greitt allar sínar afborganir fram að þessu, án fyrirvara, þá hafi þeir í raun samþykkt útreikningana og eigi því ekki endurkröfurétt. 

Næstu dagar og vikur munu snúast um þetta allt saman og lítið annað, skyldi maður halda.

Axel Jóhann Axelsson, 18.6.2010 kl. 10:03

2 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Skil nú Axel ekki alveg! Því að rétturinn virðist hafa svarað þessu ákveðið og tekið af allan vafa , þrátt fyrir að varakrafa hafi ekki verið gerð af NBI.

Eru einhverjar líkur til að afstaða Hæstaréttar breytist gagnvart þessu atriði í kjölfar nýrrar kröfu af hálfu bankans? Mér þykir það ekki rökrétt ályktun!

Þetta síðastnefnda finnst mér vafasamt. Skuldarar vissu ekki eða máttu vita að verið væri að svindla á þeim. Meðal almennings var fram undir hrun ótrúlegt traust til lánastofnana. Þeim nánast ætlað að vera óskeikular í meðferð talna, og ríkt í vitund fólksins að þeim bæri að treysta. Held að þessi fyrirvari um að fólk hafi samþykkt ólögmæta innheimtu með að greiða möglunarlítið, fái ekki staðist!

Kristján H Theódórsson, 18.6.2010 kl. 10:20

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Ég var ekki að halda einu eða neinu fram, heldur benda á hvað ýmsir lögspekingar hafa verið að velta upp vegna þessara mála.

Hæstiréttur myndi að sjálfsögðu ekki breyta þeirri afstöðu, að gengistrygging væri ólögleg, en það sem hefur verið bent á, er að hann hefur ekki tekið neina afstöðu um það, hvort verðtrygging mætti koma í staðinn.

Það þarf að gera greinarmun á því sem maður heldur fram sjálfur og því sem maður vitnar í frá öðrum, án þess að taka til þess afstöðu.

Ég er ekki lögfræðingur og er bara að hugsa um þessi mál frá öllum  hliðum, enda ákaflega áhugaverð staða, sem komin er upp vegna þessa.

Axel Jóhann Axelsson, 18.6.2010 kl. 11:31

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég tek undir þetta síðastnefnda hjá Kristjáni. Það er alltaf á ábyrgð þess sem selur vöru eða þjónustu (í þessu tilviki lánveitandans) að sjá til þess að varan uppfylli þau skilyrði sem sett eru í lögum og reglugerðum. Ef fyrirtæki sem starfar á opnum markað vanrækir skyldur sínar að þessu leyti þá er ekki viðskiptavinum þess um að kenna heldur frekar að fyrirtækið kunni að vera skaðabótaskylt gagnvart þeim. Ef það ætti að gera einhvern meðábyrgan vegna gengistryggðra lánveitinga þá væri það einna helst Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa leyft glæpastarfsemi að viðgangast í öll þessi ár. Þess má geta að samkvæmt gögnum frá FME sjálfu þá hafði SP Fjármögnun ekki einu sinni starfsleyfi til að stunda viðskipti með gjaldeyri eða gengistryggð verðbréf, og samt var aldrei gripið inn í þessa lögleysu.

Fyrir rúmu ári síðan var athygli mín vakin á því að gengistrygging stæðist ekki lög, og þá settist ég niður og skrifaði greinargerð með vísan til laga um vexti og verðtryggingu sem var rökstudd á nákvæmlega sama hátt og nýfallnir hæstaréttardómar. Ég fór með þetta til SP Fjármögnunar og skoraði á þá að semja við mig upp á nýtt um réttar greiðslur, lögum samkvæmt. Þetta var lagt fyrir Reyni Logason, starfandi lögfræðing fyrirtækisins, en viðbrögðin voru á þá leið að þeir teldu samninginn engu að síður löglegan og báru fyrir sig almennu samningsfrelsi. Þeir vildu semsagt meina að lögaðilum væri frjálst að gera með sér samninga sem fælu í sér ólöglegt athæfi. En með sömu rökum væri þá hægt að komast upp með hvaða lögbrot sem er, bara svo lengi sem það lægi fyrir undirritaður samningur um að fremja glæpinn. Slík rök standast auðvitað enga skoðun, en svona var samt brotaviljinn einbeittur og vinnubrögðin helst í ætt við það sem ónefnd mótorhjólasamtök eru einna helst þekkt fyrir.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.6.2010 kl. 11:33

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Takk fyrir þetta Mummi.

Frábær samantekt.

Jón Þór Ólafsson, 19.6.2010 kl. 09:23

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Jón Þór og takk fyrir innlitið.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.6.2010 kl. 11:43

7 Smámynd: Birgir Rúnar Sæmundsson

Góður Guðmundur!

Þetta er skýrt, lesið dóminn.

Birgir Rúnar Sæmundsson, 21.6.2010 kl. 13:51

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er fráleitt að hægt sé að planta verðtrygginu í staðin sísvona án þess að spyrja lántakenda. Engum lögmanni myndi detta það í hug.

Sigurður Þórðarson, 22.6.2010 kl. 00:19

9 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sigurður: Ekki vanmeta lögmenn og hversu forhertir þeir geta verið, lestu til dæmis aftur athugasemd mína nr. 4. Bankamafíósar og lögfræðingar þeirra eru nú þegar byrjaðir að reka áróður fyrir því að þeir eigi að fá einhverskonar sárabætur fyrir að missa ránsfenginn, en þannig láta auðvitað bara forhertustu siðblindingjar eins og þeir eigi einhver rétt eftir að hafa sjálfir gerst gróflega brotlegir! Ég get reyndar líka verið forhertur ef því er að skipta, og hef jafnvel verið að íhuga að fara sjálfur í lögfræðinám til þess að geta e.t.v. stuðlað að því að slíkir óþverrar verði settir bak við lás og slá þar sem þeir eru best geymdir! ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.6.2010 kl. 02:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband