Myndband tekið um borð í skipalestinni

Sjónvarpsstöðin Al-Jazeera var með fréttamann um borð í einu af skipum tyrknesku hálparsamtakanna İnsani Yardım Vakfı sem urðu fyrir árás ísraelskra sérsveitarmanna á alþjóðlegu hafsvæði á Miðjarðarhafi í nótt:

Nýjustu fregnir herma að 19 farþegar hafi látist í árásinni og 23 særst. Vitað er að meðal hinna látnu eru a.m.k. nokkrir Tyrkir en um borð í skipalestunum var fólk af ýmsum þjóðernum, þar á meðal evrópskir þingmenn og einn friðarverðlaunahafi Nóbels. Skipin í þessari skipalest koma frá ýmsum þjóðum, og varð a.m.k. eitt þeirra sem er grískt einnig fyrir skotum frá ísraelskum varðbátum. Árásin hefur valdið mikilli reiði um allan heim og hafa tyrknesk yfirvöld fordæmt hana harðlega eins og gefur að skilja. Í morgun gerðu svo 300 manns áhlaup á sendiskrifstofu Ísraels í Istanbúl en voru stöðvaðir af lögreglu og upphófust þá mótmæli fyrir utan sendiskrifstofuna sem færast nú sífellt í aukanna. Boðað hefur verið til skipulagðra mótmælafunda víðsvegar um höfuðborgina í dag.

VIÐBÓT: Tyrkir hafa nú brottvísað ísraelskum sendifulltrúum. Fordæmingar hafa borist hvaðanæva að, Evrópusambandið boðaði til neyðarfundar og Öryggisráð SÞ verður kallað saman í kvöld vegna málsins, sem á sama tíma verður rætt á fundi utanríkismálanefndar Alþingis. Samtökin Ísland-Palestína hafa boðað til mótmælastöðu við Utanríkisráðuneytið á Rauðarárstíg 25 klukkan fimm í dag þar sem þess verður krafist að stjórnmálasambandi við Ísrael verði slitið.

Á sama tíma er ísraelski sjóherinn að senda þrjá af kafbátum sínum sem búnir eru stýriflaugum með kjarnaodda, inn á Persaflóa að ströndum erkióvinarins Írans. (Sjá: Sunday Times / Haaretz) Haft var eftir ónefndum sjóliðsforingja að flaugarnar drægju allt að 1.500 km og gætu því hæft hvaða skotmark sem er innan landamæra Írans. Inntur eftir viðbrögðum sagði aðmíráll í Íranska hernum að "hver sá sem hefði illt í hyggju á Persaflóanum mætti búast við hörðum viðbrögðum" af hálfu Írans.

Getur verið að árásin á flutningalest hjálparsamtakanna sé í raun þaulskipulagt áróðursbragð til að stýra fjölmiðlaumfjöllun og beina kastljósinu frá því sem gæti hugsanlega verið undirbúningur að fyrirhugaðri árás á Íran? Um það er engin leið að fullyrða en tímasetningin er í það minnsta athyglisverð í ljósi þessa og kæmi ekki á óvart ef eitthvað meira lægi þarna að baki.


mbl.is 19 farþegar látnir og 36 sárir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband