Engin formleg tengsl, EN...!

Rifjum upp hvað Mbl.is hafði eftir RÚV sem vitnaði í viðskiptaráðherra varðandi þetta ráðabrugg um jöklabréf Landsbankans í Luxembourg, rétt fyrir síðustu áramót.

Icesave-skuldbindingar gætu lækkað - mbl.is 18.12.2009

Skuldbinding ríkisins vegna Icesave-reikninga Landsbankans gæti lækkað um tugi milljarða náist samningar við Seðlabankann í Lúxemborg um kaup á veðum sem Landsbankinn lagði þar inn í fyrra.

Fréttastofa Ríkisútvarpsins hafði þetta eftir viðskiptaráðherra í kvöld og kom fram, að í ráði sé að Seðlabanki Íslands kaupi þessi veð fyrir hátt í milljarð evra, jafnvirði 185 milljarða króna.

Landsbankinn lagði þessi veð inn í fyrra þegar íslenskir bankar voru að lenda í vandræðum með að útvega sér gjaldeyri og skuldaði því Seðlabankanum í Lúxemborg 1200 milljónir evra þegar hann féll í október í fyrra. Síðan þá hafa viðræður staðið yfir um þessi kaup.

Það sem hefur hinsvegar breyst síðan þá er að kaupverðið hefur lækkað um meira en helming, líklega vegna þess að í þetta sinn fara viðskiptin fram á svokölluðu "aflandsgengi" sem er bannað að nota í viðskiptum skv. reglum Seðlabankans. Ég ætla ekki einu sinni að ræða það hversu bjánalegt er að Seðlabankinn skuli ekki fara eftir eigin gengi á eigin gjaldmiðli, en í þessu tilviki er það e.t.v. sá skárri af tveimur slæmum valkostum. Í eftirfarandi færslu minni frá því í vetur kemur eiginlega allt fram sem ég hef meira um þetta að segja:

Góður díll eða slæmur brandari? - bofs.blog.is 


mbl.is Engin tengsl við Landsbanka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband