Lítið skjól í Evrulandi (4. hluti)

4. hluti: Eins og nú er sífellt að koma betur í ljós þá kemur upptaka Evru sem gjaldmiðils ekki í veg fyrir efnahagsvanda, a.m.k. ekki ein og sér.

Stjórnvöld í Grikklandi ætla að frysta lífeyrisgreiðslur, hækka söluskatt og skatta á munaðarvarningi, auk þess sem bónusgreiðslur sem opinberir starfsmenn hafa fengið í tengslum við sumarleyfi sín verða lækkaðar um 30%. ...  Þetta er meðal þeirra aðgerða sem ríkisstjórn landsins tilkynnti í dag og vonast er til að sannfæri Evrópusambandi og fjármálamarkaði um að forða megi Grikklandi frá gjaldþroti.

Hæsta skuldatryggingarálag og líkur á greiðslufalli skv. CMA:

 Entity Name Mid Spread  CPD (%)
 Argentina 1065.18 49.83%
 Venezuela 1013.95 49.46%
 Ukraine 825.15 42.20%
 Pakistan 757.60 40.31%
 Dubai/Emirate of  515.81 29.73%
 Latvia, Republic of 493.45 28.16%
 Iraq 474.25 28.13%
 Iceland 455.52 26.02%
 Greece 301.31 22.35%
 California/State of  276.10 21.33%

Af þessu má ráða að Evran fyrirbyggi ekki efnahagsvanda og geti jafnvel torveldað úrlausn hans, en staða Lettlands á þessum lista skýrist að hluta til af því að þeir eru læstir inni í fastgengi við Evruna. Lettar öfunda nú þjóðir með sjálfstæðan gjaldmiðil sem geta fellt gengið til að viðhalda samkeppnishæfni útflutningsatvinnuvega.

Athyglisverðast þykir mér samt að sjá Kaliforníuríki á þessum lista, þrátt fyrir að þar sitji menn sveittir við að klína "pappír" yfir vandamálin. Þeir hafa t.d. gripið til þess ráðs við lausafjárskorti að borga bætur með inneignarnótum sem má svo nota til að borga skatta til ríkisins, en vel að merkja þá jaðrar slíkt athæfi við útgáfu sjálfstæðs gjaldmiðils. Ef þetta fjölmennasta ríki Bandaríkjanna væri sjálfstætt hagkerfi myndi það vera það áttunda stærsta í heiminum. Greiðslufall þess myndi senda höggbylgjur af áður óþekktri stærðargráðu um fjármálakerfi heimsins, og vega fast að stöðu dollarans sem alþjóðlegs gjaldmiðils!

UPPFÆRT 4.3.2010 15:00 : Íslandsvinurinn Webster Tarpley var í viðtali hjá RT fréttastofunni í gær, þar sem hann fjallaði um veika stöðu Evrunnar og árásir spákaupmanna á hana:

VIÐBÓT 5.3.2010 13:38 : Í gær brutust út óeirðir í Aþenu og nú aftur í dag en ríkisstjórn landsins var að leggja fram á þinginu aðgerðir til þess að draga úr ríkisútgjöldum, að fyrirskipan Evrópusambandsins.

FRAMHALD 8.4.2010 17:44 : Nú er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komin í málið og menn byrjaðir að reyna að "tala upp" Evruna, sem reynist þó líklega vera skammgóður vermir. Meira um það í 5. hluta þessa greinaflokks.


mbl.is Lífeyrisgreiðslur frystar og skattar hækkaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband