Geithner grillaður í þinginu

Hér er óborganleg yfirheyrsla bandarísku þingkonunnar Marcy Kaptur yfir Timothy F. Geithner fjármálaráðherra, í tengslum við rannsókn þingsins á ráðstofun skattpeninga til björgunar AIG tryggingafélaginu. Fram kemur við yfirheyrsluna að stærstur hluti peninganna var greiddur út til risabankans Goldman Sachs vegna útistandandi afleiðusamninga, og þegar Geithner er spurður um sína helstu samstarfsmenn er svarið alltaf það sama: þeir eru allir fyrrverandi starfsmenn Goldman Sachs.

Þeim sem vilja vita meira um þennan risabanka og skrautlega starfsemi hans bendi ég á grein Matt Taibbi: "The Great American Bubble Machine" í tímaritinu Rolling Stone og samantekt Barry Ritholtz um forréttindastöðu bankans í rafrænum viðskiptum: "Is Goldman Stealing $100 Million per Trading Day?".


mbl.is Bernanke seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband