Fáránleg bókun Oddnýjar Sturludóttur
23.5.2010 | 00:04
Íþrótta og Tómstundaráð Reykjavíkur samþykkti í gær bókun sem lögð var fram af Stefáni Jóhanni Stefánssyni (S) um að beina þeirri ósk til Ríkisstjórnar Íslands að sjá til þess að skugga verði ekki varpað á hátíðarhöld á þjóðhátíðardegi Íslendinga með því að að ákveðið verði að hefja aðildarviðræður á milli Íslands og Evrópusambandsins á þeim degi.
Bókunin var samþykkt af sex fundarmönnum, en sá sjöundi, Oddný Sturludóttir flokkssystir Stefáns lét bóka eftirfarandi skoðun sína: "ÍTR er fáránlegur vettvangur til að ræða utanríkismál, hvað þá hvenær ESB heldur fundi sína. 17. júní á að vera dagur barnanna í borginni - ekki andstæðra fylkinga í Evrópumálum."
Með öðrum orðum þá finnst Oddnýju að ÍTR megi ekki frábiðja sér að skuggi falli á hátíðarhöld sem því er sjálfu ætlað að halda. Hún virðist ekki hafa neinar áhyggjur af því hvaða áhrif slíkt kunni að hafa á árangurinn af þessu starfi ráðsins. Henni finnst líka að 17. júní eigi að vera fyrir krakka, en ekki "andstæðar fylkingar í Evrópumálum" sem telur þó meirihluta þjóðarinnar samkvæmt flestum skoðanakönnunum. Af þessu mætti draga þá ályktun að Oddný vilji bara halda þjóðhátíð fyrir börn sem eins og gefur að skilja hafa takmarkað skynbragð á stjórnmálum, ásamt hinum 10-15% fullorðinna sem samkvæmt skoðanakönnunum taka ekki afstöðu til ESB-aðildar. En ætli allir ESB-sinnarnir í Samfylkingunni viti af því að þessi flokkssystir þeirra vill þá ekki í bæinn þann sautjánda?
Ef eitthvað er fáránlegt þá eru það þau viðhorf sem opinbera sig í bókun Oddnýjar, burtséð frá því hvort vettvangurinn sé viðeigandi eða ekki. Það skal enginn dirfast að varpa skugga á sjálfan þjóðarhátíðardaginn í huga meirihluta þjóðarinnar, nóg annað höfum við mátt þola að undanförnu. Ég skora hér með á Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra að tilkynna það í hátíðarræðu sinni 17. júní næstkomandi, að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka hið fyrsta.
Ísland lengi lifi!
![]() |
Varpi ekki skugga á 17. júní |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mun ESB hafna aðildarumsókn Íslands?
22.5.2010 | 21:46
"Samninganefnd Íslands gagnvart Evrópusambandinu vonast til að leiðtogaráð sambandsins ákveði á lýðveldisdegi Íslendinga að hefja aðildarviðræður."
Stefán Haukur Jóhannesson formaður samninganefndar Íslands opinberar hér firringu sína með óskhyggju um að innganga í Evrópusambandið verði tekin til umfjöllunar á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga! Samninganefndin er hinsvegar í hrópandi andstöðu við meirihlutavilja þjóðarinnar, og getur því tæplega talist koma fram sem fulltrúar hennar í fyrirhuguðum viðræðum. Þessum tvískinnungi hefur framkvæmdastjórn sambandsins áttað sig á og látið í ljós efasemdir þar að lútandi í skýrslu sinni til Evrópuþingsins. Það skyldi þó aldrei fara svo að Ísland yrði fyrsta ríkið í sögunni til að vera beinlínis synjað um aðild að Evrópusambandinu? Að minnsta kosti yrði það skynsamlegasta niðurstaðan ef ekki ríkir traust milli aðila um að viðræðurnar fari fram af heilum hug, nema íslensk stjórnvöld sjái að sér og dragi umsóknina til baka fyrr heldur en seinna.
![]() |
Grænt ljós gefið 17. júní? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Besta atriðið úr bestu kvikmyndinni
19.5.2010 | 19:01
Úr Office Space eftir Mike Judge:
(Aumingja faxtækið hafði valdið miklum pirringi með sífelldum pappírsflækjum)
Kostnaður skattgreiðenda vegna Landsbankans (uppfærður)
19.5.2010 | 18:04
Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum um yfirtöku ríkisins á innlendu starfseminni hef ég áætlað kostnað íslenskra skattgreiðenda við að þrífa upp eftir rekstur gamla Landsbankans. Þetta mat er hér uppfært í samræmi við nýjustu tíðindi í tengdri frétt. Þar er reyndar ekki sagt frá heildarkaupverði fyrir krónubréfin í Lux en fram kemur að stærstur hluti þess sé greiddur með 402 milljón Evra skuldabréfi sem jafngildir á núverandi gengi u.þ.b. 65 milljörðum króna. Ef gert er ráð fyrir að "stærstur hluti" þýði a.m.k. 50% þá er heildarverð bréfanna að hámarki 130 milljarðar, og því verður notast hér við verðbilið 100-130 milljarðar en í fyrra mati voru efri mörkin dálítið hærri. Samanlagt lítur þetta svona út, án þess að IceSave sé tekið með í reikninginn:
- 140 milljarða kaupverð ríkisins fyrir yfirtöku NBI hf.
- 208 - 280 milljarða skuldsetning NBI (gagnvart skilanefnd)
- 100 - 130 milljarða lausnargjald fyrir pappíra í Luxembourg
- 80 milljarða veðlánatap Seðlabanka Íslands (repo viðskipti)
Samtals gera þetta á bilinu 528 - 635 milljarða króna úr vasa skattgreiðenda og athugið að það er fyrir utan hugsanlegan kostnað við ríkisábyrgð vegna IceSave, án tillits til vaxta og gengisáhættu. Á móti kemur reyndar eign sem er innlenda starfsemi Landsbankans, en þegar bankinn var einkavæddur á sínum tíma var sú eign metin á 25 milljarða, sem er minna en skekkjan í þessari ágiskun og innan við 5% af heildarkostnaðinum miðað við neðri mörkin!
Ég vek sérstaklega athygli á því að þessir upphæðir eru teknar beint úr vasa okkar skattgreiðenda, og fara þaðan til annars vegar fjármagnseigenda sem áttu innstæður í Landsbankanum og hinsvegar til skilanefndarinnar og þaðan beint upp í IceSave kröfur Breta og Hollendinga. Þannig er það í raun og veru kaupsamningurinn milli ríkisins og skilanefndarinnar sem tryggir öðru fremur margumræddar "góðar endurheimtur" upp í tapaðar innstæður, sem er engu að síður á kostnað almennings. Með slíkum bókhaldsbrellum vil ég meina að búið sé að ríkisvæða bankann að fullu, þar með talið þau vinnubrögð sem þar hafa tíðkast fram að hruni!
Hér má svo rekja færslur þar sem ég hef fylgt þessu máli eftir:
- Kostnaður vegna Landsbankans fyrir utan IceSave
- Flugeldahagfræði: hvernig á að fela 250 milljarða?
- Þriðjungur endurheimta á kostnað skattgreiðenda?
- Góður díll eða slæmur brandari?
![]() |
Ríkið kaupir skuldabréf í Lúx |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Goldman Sachs...
16.5.2010 | 22:51
...heitir bankinn sem ásamt öðrum hjálpaði grískum stjórnvöldum að falsa ríkisbókhaldið svo hægt væri að skuldsetja þjóðina langt umfram skilmála myntbandalags Evrópu. Meira um framferði Goldman Sachs, sem er einn af stærstu bönkum í heiminum, má lesa í leikhúsi fáránleikans, en þessi banki ásamt flestum stærstu bönkunum á Wall Street sæta nú rannsókn saksóknara í New York vegna gruns um stórfellda glæpastarfsemi og hafa kærur þegar verið gefnar út í nokkrum tilfellum. Meðal þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar auk Goldman Sachs eru: JPMorgan Chase, Citigroup, Morgan Stanley, Merill Lynch, Deutsche Bank, UBS, Credit Suisse og Credit Agricole.
Meira um Goldman Sachs má lesa í stórgóðri grein Matt Taibbi í Rolling Stone: The Great American Bubble Machine. Einnig má lesa um hátæknivædda markaðsmisnotkun þeirra í grein Ellen Brown fyrir Global Research: Computerized Front Running and Financial Fraud.
Eins og ég hef áður sagt og segði það enn: vandamálið er langt frá því að vera séríslenskt eins og borgunarsinnar hafa reynt að halda fram, og það er ekki hægt að ætlast til þess að íslenska þjóðin beri ábyrgð á tjóni erlendis vegna bankaglæpa ef aðrar þjóðir gera ekki slíkt hið sama. Afhverju fara bresk yfirvöld t.d. ekki fram á endurgreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna fjármuna sem tæmdir voru úr útibúi Lehman Brothers í London skömmu áður en sá banki féll með látum? Og nú skjóta Bretar skjólshúsi yfir menn sem eru eftirlýstir vegna meintra efnahagsbrota, hvenær kemur tillaga fyrir Öryggisráð SÞ um efnahagslegar þvinganir til að knýja á um framsal? Þrátt fyrir ágæta viðleitni er ennþá langt í að réttlætið nái fram að ganga, en vonandi hefst það á endanum.
![]() |
Grikkir íhuga að saksækja banka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 18.5.2010 kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Nótulaus viðskipti án starfsleyfis
14.5.2010 | 19:49
Viðskipti og fjármál | Breytt 17.5.2010 kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Ke$ha - Tik Tok (The Simpsons)
8.5.2010 | 14:38
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meirihluti vill afturkalla ESB umsókn
6.5.2010 | 21:16
Evrópumál | Breytt s.d. kl. 21:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Medina
5.5.2010 | 15:55
Tónlist | Breytt s.d. kl. 20:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Velkomin í leikhús faránleikans!
26.4.2010 | 15:31
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hvaða óvissa?
25.4.2010 | 13:31
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvenær fáum við reikninginn?
21.4.2010 | 05:05
Spaugilegt | Breytt s.d. kl. 05:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fréttin birtist fyrst hér á blogginu
19.4.2010 | 05:34
IceSave | Breytt s.d. kl. 05:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Stórfrétt vikunnar sem "gleymdist" (næstum því)
17.4.2010 | 21:45
IceSave | Breytt s.d. kl. 21:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (152)
Skýrsla RNA
16.4.2010 | 03:21
Viðskipti og fjármál | Breytt 27.1.2013 kl. 13:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)