Fréttin birtist fyrst hér á blogginu

Vakin skal athygli á því hvar þessi frétt birtist fyrst, á laugardagskvöldið heilum sólarhring áður en fyrst var minnst á þetta í fjölmiðlum.

Stórfrétt vikunnar sem "gleymdist" (næstum því)

Í dag mánudag er þessi frétt svo á forsíðu beggja dagblaðanna, Moggans og Fréttablaðsins. Ég er ekki að vekja athygli á þessu til að slá sjálfan mig til riddara, held meira að segja að sumir kollegar mínir í bloggheimum hafi verið fyrri til. Ég vil hinsvegar halda þessu á lofti, bæði til að skamma íslenska fjölmiðla fyrir að hafa gjörsamlega misst af skúbbinu, og stjórnvöld fyrir að liggja á þessu í rúma viku undir því yfirskini að um trúnaðarmál sé að ræða, og velja svo birtingartíma sem virðist vera sérsniðinn til þess að forðast fjölmiðlaumfjöllun.


mbl.is Ábyrgjast Icesave- greiðslur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, hún var til lítils þessi þjóðaratkvæðagreiðsla. Við erum að leið undir valtarann hvað sem tautar og raular - og það besta sem við getum gert er að hafa sírópið tilbúið.

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 05:53

2 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll Guðmundur og þakkir til þín -

Ef Alþingi samþykkir þetta þá er málið búið og útsendarar breta og hollendinga þau steingrímur og jóhanna búin að vinna fyrir þær þjóðir með því að knésetja þessa þjóð.

Hann verður dýr aðgöngumiði samfylkingarinnar að evrópu og VG tekur undir og hjálpar -  hvar eru VG félagar ???????

Er þetta það sem þau töluðu um í VG fyrir kosningar?

Ólafur Ingi Hrólfsson, 19.4.2010 kl. 06:02

3 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Þúr ert klárlega "Riddari götunnar" Guðmundur í þessu máli

og það ber að þakka!

Jenný Stefanía Jensdóttir, 19.4.2010 kl. 07:13

4 Smámynd: Þór Ludwig Stiefel TORA

Já við þurfum að halda vöku okkar. Ég vil, hins vegar, draga það fram að talað er um að bretum og hollendingum verði greiddur "kostnaður" vegna Icesave. Það er svo spurning hver hann er. Þar liggur hundurinn grafinn og má alls ekki gefa það embættismönnum eftir að ákvarða það.

Þór Ludwig Stiefel TORA, 19.4.2010 kl. 09:15

5 Smámynd: Hrannar Baldursson

Þjóðin eða vilji hennar virðist ekki skipta neinu máli. Bara flokkar.

Hrannar Baldursson, 19.4.2010 kl. 09:34

6 identicon

Alveg sama hvaða stjórnmálaflokkur væri við völd, við myndum semja um IceSave. Það er okkur fyrir bestu að semja og vera stillt. Við erum í engri samningstöðu gagnvart þeim lengur, ekki eftir skýrsluna.

Bjöggi (IP-tala skráð) 19.4.2010 kl. 11:05

7 Smámynd: Óskar

Ef valið stendur á milli áratuga kreppu og efnahagslegrar einangrunar annarsvegar og hinsvegar að skila til baka þýfi sem samlandar okkar stálu frá vinaþjóðum þá vel ég seinni kostinn. 

Hafið þið nokkuð skoðað rannsóknarskýrsluna?  Þar stendur svart á hvítu að þýfið endaði hér uppi á klakanum, öll þjóðin svaf á verðinum og mærði og hrósaði útrásarvíkingunum.  Svo botnar hún ekkert í því að fólk í öðrum löndum vilji fá til baka það sem er búið að stela frá því.  

Svo vil ég benda lesblindum á það að þjóðaratkvæðagreiðslan snérist um einn tiltekinn samning, ekki framhald á icesaveviðræðum og samningum.  Þeir sem gátu lesið eitthvað annað útúr því sem stóð á kjörseðlinum ættu að halda sig við Andrés önd.

Óskar, 19.4.2010 kl. 11:06

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Vil bara benda Bjögga á að það er rétt hjá honum, auðvitað eigum við að semja. Nú er sá möguleiki fyrir bí, stjórnin er búin að lofa fullri greiðslu með vöxtum. Það er ekki samningur, það er kúgun.

Gunnar Heiðarsson, 19.4.2010 kl. 13:03

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Óskar -

ert þú semsagt á þeirri skoðun að ef einhver Íslendingur  sem rekur fyrirtæki erlendis ( t.d. hjá "vinaþjóð" sem beitir hryðjuverkalögum gegn okkur tl þess að kúga ) og verður uppvís að svikum þar - á þá þjóðin að koma til og borga???

Það plagg sem þau undirrituðu er yfirlýsing um það að stjórnin lofar fjöldagjaldþrotum hér á landi - lesið 18. greinina -

Ein spurning - hver óskaði eftir því að ríkisstjórnir breta og hollendinga greiddu Icesave reikningseigendum þetta fé????

VIÐ VERÐUM AÐ GERA ÞÁ KRÖFU AÐ STJÓRNARANDSTAÐAN OG SJÁLFSTÆTT HUGSANDI VG ÞINGMENN KOMI Í VEG FYRIR ÞETTA LANDRÁÐ.

ÞETTA ER ENN EIN STAÐFESTINGIN Á ÞVÍ AÐ STJÓRNIN LÍTUR SVO Á AÐ ÞJÓÐARATKVÆÐAGREIÐSLAN HAFI BARA VERIÐ BRANDARI - SNUÐ - SVONA TIL ÞESS AÐ RÓA ALMENNING SEM ER EKKI TIL Í AÐ LÁTA SELJA SIG Í ÞRÆDÓM HJÁ BRETUM OG HOLLENDINGUM.

Ólafur Ingi Hrólfsson, 20.4.2010 kl. 07:59

10 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Sæll Guðmundur og takk fyrir mjög góðar upplýsingar, þú mátt gjarna eigna þér þær, ásamt mörgum öðrum. Þjóðin sem betur fer, á marga greinda menn sem vilja ræða mál á upplýstan hátt.

Jón Valur benti mér á síðuna þína þegar við ræddum stuttlega saman áðan. Hann vissi að þvargarar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, sérstaklega skemmtilegir þvargarar. 

Ég gerði mér það nefnilega til gamans, því ég er í þannig skapi í dag, að gera athugasemdir við ummæli Óskars á hans síðu. Ekki þekki ég til Óskars, en hann er skemmtilegur þvargari og beitir sterkum orðum máli sínu til stuðnings. Það hefur engan tilgang, en mér til gamans, hártoga ég stundum orð þvargara og ég vona að þú misvirðir það ekki við mig að ég noti aðeins tækifærið á þinni síðu. Ég er í frítúr núna, þannig að ég sakna svolítið þvargaranna um borð.

Það verður engin áratugakreppa hér á landi, hvort sem við borgum Icesave eða ekki. Þjóðin er allt of dugleg og menntuð til að svo verði. Vinstri mennirnir eru búnir að hóta allskyns vandræðum ef við göngum ekki að kröfum Breta og hollendinga, en lítið hefur gerst. Ég óttast ekkert í þessu efni.

En mér þykir miður að þurfa að borga skuld sem ég á ekki nokkurn þátt í að efna til, auk þess er engin lagastoð fyrir kröfum viðsemjenda okkar, hægt er að lesa álit Sigurðar Líndal lagaprófessors, Alain Liebetz, en hann tók þátt í að endurbæta lög ESB um þetta efni sem og Evu Joly. Öllum ber þeim saman um að okkur beri ekki að borga.

Ef okkur bæri að borga, væru viðsemjendur okkar löngu búnir að hóta lögsókn og jafnvel framkvæma hana. En það styrkir okkar málstað, að hafa lögin okkar megin.

Þetta með ábendingu Óskars til lesblindra, bent skal á að lesblindir eru samkvæmt mörgum rannsóknum mjög greindir einstaklingar. Lesblindir vita nákvæmlega hvað er að gerast og þurfa ekki að lesa stóra skýrslu til að komast að því. Fjármálakerfi heimsins hrundi vegna græðgi og skorts á réttum viðbrögðum yfirvalda. Þetta á ekki eingöngu við um okkar "farsældar Frón".

Ábendingin varðandi Andrés önd er góð. Ef útrásarvíkingarnir væru betur að sér í þeim fræðum, þá væri veruleikinn annar. Jóakim frændi er nefnilega snjall fjármálamaður. Hann veit að það þarf að spara og ef þeir hefðu tekið hann til fyrirmyndar, þá hefðu þeir ekki bruðlað svona hægri og vinstri. Einnig er mjög gaman að lesa þessar vönduðu bókmenntir eftir Walt Disney, Andrés önd og hans vinir eiga mikla skírskotun í veruleikann.

Jón Ríkharðsson, 20.4.2010 kl. 10:55

11 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Jón Ríharðsson, takk fyrir gott innlegg.

Ómar: Ef ég skil þig rétt þá viltu meina að þjóðaratkvæðagreiðslan sem slík komi þessari viljayfirlýsingu til AGS lítið við. Það held ég að sé hárrétt hjá þér ef við lítum þannig á að eftir synjun þjóðarinnar á fyrri samningum sé málið í reynd á núllpunkti.

Það sem ég er hinsvegar fyrst og fremst að gagnrýna í minni upprunalegu færslu um þetta er tvíþætt:

  1. Leynimakkið sem var um innihald yfirlýsingarinnar, og tímasetningin á birtingu hennar 10 dögum eftir að hún er dagsett, sem virtist til þess gert að forðast fjölmiðlaumfjöllun. (Því virðist hafa verið afstýrt!)
  2. Í nýju viljayfirlýsingunni er gengið lengra en áður í því að skuldbinda íslenska ríkið gagnvart AGS með því að lofa endurgreiðslu til Breta og Hollendinga ásamt vöxtum.

Burtséð frá því hvaða skoðun við höfum á meintri greiðsluskyldu þá er ég fyrst og fremst að setja út á málsmeðferðina í þessu tilviki. Efnislega þá tekur þessi ákveðna umfjöllun bara til 20. greinar yfirlýsingarinnar, þar sem fjallað er um IceSave deiluna. Meginskoðun mín á því er að AGS og ríkisstjórn Íslands séu einfaldlega rangir viðsemjendur og óviðeigandi að sjóðnum eða íslenska ríkinu sé blandað í málið, því IceSave "lánasamningarnir" eru milli fjármálaráðuneyta Breta og Hollendinga annars vegar og Tryggingasjóðs Innstæðueigenda og Fjárfesta hinsvegar sem er ekki ríkisstofnun.

Aðrar greinar þessarar viljayfirlýsingar hef ég ekki tekið að mér að fjalla um en aðrir bloggarar hafa gert þeim góð skil og hvet ég lesendur til að fylgjast vel með, og sérstaklega því sem hinir svokölluðu "fjölmiðlar" segja ekki frá.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2010 kl. 02:19

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hér er tímalína yfir þessa míkró-fjölmiðla-atburðarás:

7. apríl: Viljayfirlýsing íslenskra stjórnvalda undirrituð, daginn eftir birtingu rannsóknarskýrslu Alþingis. (Einkennileg tilviljun?)

9.-12. apríl: Óljósar fréttir berast af endurnýjaðri viljayfirlýsingu, en innihald hennar sagt vera "trúnaðarmál". (Grunsamlegt?)

16. apríl: Föstudagur. Önnur endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands afgreidd í stjórn AGS, sjá tilkynningu Efnahags og viðskiptaráðuneytis.

17. apríl: Laugardagur. Viljayfirlýsingin birtist á vef ráðuneytisins (eftir útkomu helgarblaðanna) og hlekknum bætt við fréttatilkynninguna frá deginum áður. (PDF skjalið sjálft er tímastimplað 17.4.2010 kl. 13:37)

Laugardagskvöld 21:45. Birti færslu mína um þessa stórfrétt vikunnar sem gleymdist næstum því, hún er núna efst undir "heitar umræður".

18. apríl: Önnur frétt í kvöldfréttum Stöðvar 2: Lausn Icesave deilunnar enn nátengd samstarfinu við AGS (visir.is)

19. apríl: Sagt frá viljayfirlýsingunni á mbl.is: Ábyrgjast Icesave-greiðslur

Viljayfirlýsingin aukaforsíðufrétt Morgunblaðs og Fréttablaðs.

Bjarni Benediktsson segir: Lítið gert úr þjóðaratkvæðagreiðslu.

20. apríl: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir ríkisstjórnina fyrir að tengja lán frá AGS við Icesave þvert á fyrri ummæli.

Steingrímur J. Sigfússon segir: Engin fyrirheit gefin

Fjallað efnislega um viljayfirlýsinguna í kvöldfréttum RÚV.

Var RÚV kannski að bíða eftir Steingrími???

Guðmundur Ásgeirsson, 21.4.2010 kl. 03:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband