Þúsundkall á mann

Forsætisráðuneytið kemur til með að greiða tæplega 300 milljónir króna fyrir sérfræði- og ráðgjafaþjónustu vegna efnahagshrunsins.

Það gerir tæpar 1.000 kr. á hvern Íslending, eða 5.000 kr. fyrir fimm manna fjölskyldu miðað við jafna dreifingu á þessum kostnaði.


mbl.is 300 milljónir fyrir ráðgjöf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ágætt að þú skyldir benda á það Óskar.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2009 kl. 15:11

2 identicon

Hver var aftur núna forsætisráðherra þegar 2000 milljóna kostnaður fór í að greiða út peninga á reikninga þeirra sem áttu inni peninga á Icesave? var það ekki Jóhanna? 2000 milljónir gera nú 6.666 krónur á hvert mannsbarn, eða tæpar 35. þús krónur á hverja fimm manna fjölskyldu!!!! Af hverju hefur enginn spurt hvers vegna það kostar svona óskaplega peninga hjá ríkinu að borga út peninga gegnum banka sem það á sjálft? Maður hefði haldið að þetta væri nú tiltölulega einföld vinna og ekki mjög kostnaðarsöm.

Síminn sendir t.d út greiðsluseðla til landsmanna í hverjum mánuði, þar er greiðsluseðilsgjaldið 190 kr. minnir mig á hvern reikning, eða 35 sinnum lægra en þessar 2000 milljónir sem fóru í kostnað að borga inn á hvern reikning vegna Icesave. Af hverju hefur enginn spurt nánar út í þennan kostnað? Steingrimur J. talaði í forundran í kastljósinu í gær um að menn hefðu verið að gagnrýna þessa tölu 2000 milljónir í kostnað vegna uppgjörsins. Þetta er víst eftir því sem mér er sagt ekki mjög flókið uppgjör.

Þetta viðtal við Steingrím J. Sigfússon minnti mann óneitanlega á annan gamlan allaballa sem var í stól fjármálaráðherra fyrir nokkrum árum. Steingrímur var meira segja komin í múnderingu Ólafs Ragnars. Vinnubrögðin eru farin að líkjast þeim versta fjármálaráðherra lýðveldissögunnar meira með hverjum deginum.

joi (IP-tala skráð) 7.8.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ég er ekki sammála að Ólafur Ragnar hafi verið versti fjármálaráðherra lýðveldissögunnar.

Árni Mathiesen hlýtur að eiga þann titil skuldlausan, fyrir að hafa vafið þjóðina í stjarnfræðilega háar skuldir.

Hinsvegar hefur alltof lítið farið fyrir þessari frétt á DV, þar sem fram kemur að skilanefndirnar eru að semja við sínar eigin lögfræðistofur úti í bæ um að sjá um (sýndar)uppgjör á sukkinu.

Lögfræðingar og endurskoðendur eru að verða mesta afætustétt landsins.

Theódór Norðkvist, 7.8.2009 kl. 19:25

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Í staðinn fyrir dýralækni fengum við jarðfræðing í stól fjármálaráðherra, sjáum til hvor reynist betur þegar upp er staðið.

"Lögfræðingar og endurskoðendur eru að verða mesta afætustétt landsins."

Já,  Ísland er greinilega ennþá litla Ameríka.

Guðmundur Ásgeirsson, 7.8.2009 kl. 23:37

5 Smámynd: Einar Karl

Ekki alveg viss að ég skilji færsluna. Ertu að gagnrýna að þessi kostnaður vegna keyptrar ráðgjafar sé of hár?

Mér finnst nú í sjálfu sér ekki mikið að borga þúsundkall fyrir lögfræðilega ráðgjöf í tengslum við tjón og skuldir sem nema 2-3 milljónum á mann...

Einar Karl, 8.8.2009 kl. 09:56

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Sennilega er þessi ráðgjöf ekki svona mikils virði....sett markmið eru að líkindum röng. Sterkar líkur eru leiddar að því að við þurfum ekki þessi risalán sem sögð eru lausn allra vandamála.

Áfram Ísland, ekkert ESB, ekkert AGS, ekkert norrænt lán, ekkert Icesave, (og ef þarf með ekkert EES)....
Vísa til greinarinnar :
http://eyjan.is/blog/2009/08/07/jon-steinsson-hagfraedingur-allt-of-mikid-gert-ur-mikilvaegi-erlendu-lananna/

Haraldur Baldursson, 8.8.2009 kl. 17:38

7 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Einar Karl, ég var ekkert sérstaklega að gagnrýna kostnaðinn, bara að reyna að setja hann í samhengi. Persónulega finnst mér þetta samt svolítið mikið.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.8.2009 kl. 03:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband