Hverra hagsmunir? (+Myndband)

Í ljósi þeirra mótmæla sem nú standa yfir í Íran er athyglisvert að velta því fyrir sér hverjir hafa hugsanlega hag af því að valda óróa og upplausn í landinu, og ekki síður hverjir hafa tök á því að hrinda slíku í framkvæmd.

Meira um hrekkjabrögð CIA gegn Íran má finna hér.

Í myndbandinu er minnst (eins og í framhjáhlaupi) á möguleikann á efnahagslegum skemmdarverkum í tengslum við slíkar aðgerðir af hálfu vestrænnar leyniþjónustu. Varð mér þá ósjálfrátt hugsað til þess sem hefur verið á seyði hér heima undanfarin misseri, ekki síst í tengslum við beitingu "hryðjuverkalaga" gegn íslenskum fyrirtækjum og áhrifum þess á efnahag og orðspor landsins. Getur verið að erlend öfl hafi séð sér hag í því að fella efnahagslíf Íslands og þá í hvaða tilgangi? Á sama tíma valsa hér um útsendarar frá erlendum ríkjum og stofnunum, ekki síst þeirra sem tilheyra Evrópusambandinu og á köflum virðist sem aðild Íslands að ESB sé hreinlega fyrirfram ákveðin í hugum þeirra, þ.m.t. sumra íslenskra stjórnmálamanna sem nærtækara væri að kalla föðurlandssvikara.

Getur verið að þetta sé allt saman hluti af þaulhugsuðu plotti til að sölsa undir sig landið okkar, sem er eitt það ríkasta í heimi af náttúturulegum auðlindum eins og ég hef áður bent á? Prófum að skipta út Íran fyrir Ísland, og CIA fyrir systurstofnunina MI5...

Samsæriskenning? Já, vissulega. En athyglisverð pæling engu að síður! Persónulega held ég að við séum allt of sakleysisleg og að íslenskir stjórnmálamenn séu einfaldlega flestir of barnalegir þegar kemur að milliríkjadeilum, á borð við þá sem við stöndum nú frammi fyrir vegna IceSave.

Gleymið ekki heldur að stærstu glæpamennirnir klæðast gjarnan jakkafötum.


mbl.is Áframhaldandi mótmæli áformuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Guðmundur.

Já sannaðu til þessi þrælasamningur verður tekinn upp í ESB viðræðunum.

Þar verður leikritið klárað. Seðlabanki ESB mun taka að sér að greiða upp lánið og veita okkur nýtt lán með mun betri vaxtakjörum og lengri greiðslutíma.

Síðan verður okkur sagt að það sé bara ekki annað en hægt en að við göngum inní ESB.

Þetta eru lymskubrögð, en það er allt notað.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 08:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband