Ný viðtöl Cliff High (Web Bot) frá HalfPastHuman.com

Ég vek athygli á nýjum viðtölum við Cliff High frá HalfpastHuman.com sem komin eru í tónlistarspilarann. Annars vegar úr Journeys with Rebecca frá apríl sl. og hinsvegar úr þættinum Rense frá því í lok maí.

Cliff þessi er stundum kallaður "Web Bot" náunginn en það er vegna þess að hann starfrækir hugbúnaðarkerfi sem skannar vefinn og beitir róttækum aðferðum tungutækni til að greina það hvað er verið að fjalla um í samvitund mannsskepnunnar. Kenning hans gengur út frá því að við séum í raun öll spámenn og djúpt niðri meðvituð um framtíðina án þess að gera okkur grein fyrir því, en með því að greina munstrið yfir nógu stóran hóp fólks og hvaða breytingar verða á málnotkun þess sé hægt að spá fyrir um framtíðina. Athugið þó að ekki er hægt að nota þessa aðferð til að spá með fullri vissu hvað muni raunverulega gerast í framtíðinni, heldur dregur hún aðeins fram ákveðnar vísbendingar um það hvað verði efst á baugi í skrifum fólks á internetið, og getur sagt fyrir um tímasetningu slíkra breytinga á málnotkun stundum með talsverðri nákvæmni. Síðan gerist það mjög oft að sterk samsvörun er milli umfjöllunar í rituðu máli og raunverulegra atburða þegar þeir svo loks gerast.

Að sjálfsögðu eru allar kenningar á borð við þessar í besta falli "hálfvísindi" sem taka skal með fyrirvara og enginn heldur því fram að um sé að ræða áreiðanlegar staðreyndir um óorðna atburði, heldur eru þetta fyrst og fremst vísbendingar um hvað kunni að verða efst á baugi í umfjöllun á meðal fólks á netinu. Eins og almennt gildir um tölfræðilegar samsvaranir er orsakasamhengið stundum óljóst og háð mannlegri túlkun við úrvinnslu þess. Cliff vill þó meina að þessi vinna hans eigi sér a.m.k. einhverja vísindalega fótfestu, en hann er tölvunarfræðingur að mennt og hefur áralanga reynslu af gagnanámi og vinnslu upplýsinga með tungutækni úr gríðarstórum gagnagrunnum fyrir stór fyrirtæki.

Þess má geta að "web bot" hugbúnaðurinn spáði fyrir um "yfirvofandi gjaldþrot" Íslands síðasta haust með talsverðri nákvæmni nokkra mánuði fram í tímann, að atburðarásin myndi hefjast í kringum 26. september (fall Glitnis) og ná hápunkti 6.-7. október (fall Lehman Bros., "Guð blessi Ísland" og setning neyðarlaga). Einnig tiltók hann að þessir atburðir myndu marka upphafið að miklu og langdregnu "fárviðri" á fjármálamörkuðum, að þetta myndi leiða til þjóðfélagsóróa og "mjúkrar" (búsáhalda?) byltingar sem myndi smám saman breiðast út til fleiri landa (Eystrasaltslöndin, Bretland?) og vera viðvarandi langt fram á árið 2009 í því sem hann kallar "summer of hell" (var ekki einmitt verið að mótmæla aftur í dag/gær?).

Að lokum vil ég benda á að Cliff þessi starfar gjarnan með félaga sínum, George Ure, sem heldur úti síðunni UrbanSurvival þar sem má jafnan lesa nýjustu fréttir af greiningarvinnu þeirra og mikilvægar tilkynningar um atburði sem þeir telja að séu á næsta leyti. Auk þess er George með daglega umfjöllun um efnahagsmál og það sem er efst á baugi vestanhafs og á vettvangi alþjóðamála, en hann er mjög skemmtilegur penni með afar sérstakan og lúmskan húmor.

P.S. Til gamans þá læt ég fylgja með skýrslu þeirra félaga um það sem þeir spáðu í upphafi ársins 2009, og læt lesendum eftir að dæma hver fyrir sig hversu marktæk þeim þykir hún vera.


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Athyglisvert, kíki á þetta

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 07:52

2 identicon

In late summer/early fall expect two major ‘ship
disappearances (may or may not make public
consciousness). One may involve two members of the
royalty/aristocracy while the other may involve a
boatload of Hollywood-types.

Er þetta kannski Air France flugskipið, þar sem meðlimur fyrrum brasilísku konungsfjölskyldunnar var um borð?  Svolítið á undan áætlun, en svona flugslys eru afar fátíð, flugvél frá vestrænu landi, vel viðhaldið væntanlega og hverfur á miðri flugleið, þegar flest flugslys verða kringum flugvelli.

http://www.upi.com/Related-News/Riverdancer,_ex-royal_among_plane's_missing/6-4a26050fbff1f/

Gullvagninn (IP-tala skráð) 9.6.2009 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband