Er rannsókna þörf?

Það liggur fyrir og hefur verið mælt og rannsakað fyrir mörgum árum síðan, að á Miðnesheiði rétt hjá Keflavík fyrirfinnst eitt mesta rokrassgat á þurrlendi. Hvergi á jörðinni er meiri meðalvindur yfir árið nema á hafsvæðum, annars vegar fyrir sunnan Ísland og hinsvegar við Suðurskautslandið á eina staðnum þar sem opið haf nær óslitið umhverfis jörðina.

Upp með vindmyllurnar, Suðurnesjamenn! Þannig getið þið t.d. fengið orku fyrir Helguvík ef þið endilega viljið..


mbl.is Telur virkjun vindorku raunhæfan kost
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Já, þetta er víst rétt, einhversstaðar rakst ég á það að á fáum eða engum stöðum á byggðu bóli fer jafn mikill loftmassi framhjá vindmælum en hér á Reykjanesi. Það ætti að duga til einhvers.

Baldvin Björgvinsson, 21.4.2009 kl. 14:06

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það er ekki bara á byggðu bóli, heldur af öllu þurrlendi á yfirborði jarðarinnar! (Einu svæðin með meiri vindorku eru á úthöfunum.)

Guðmundur Ásgeirsson, 22.4.2009 kl. 15:15

3 identicon

Það er ekki þar með sagt að það sé gott að byggja þar vindmyllur. Vindmyllur geta ekki starfað í of miklum vindi, merkilegt nokk. Vindurinn þarf að vera jafn og hóflegur svo þær brenni ekki úr sér eða brotni. Það er slökkt á myllunum í roki, svo ef það er stanslaust rok á miðnesheiði þá er lítið gagn í að setja upp vindmyllur þar.

Bjarki (IP-tala skráð) 23.4.2009 kl. 12:08

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir þessa ábendingu Bjarki.

Smá pælingar útfrá þessu: Ætli sé ekki hægt að setja bremsur á mylluspaðana ef vindurinn er of sterkur? Þær myndu reyndar hitna talsvert, en fá ansi góða vindkælingu á móti því. Mér dettur líka í hug að þar sem ég hef séð svona erlendis (Hollandi og Danmörku t.d.) eru spaðarnir á vindmyllunum oftast fastir. En með því að hafa hallann á spöðunum stillanlegan væri e.t.v. hægt að stjórna því hversu mikinn vind þeir taka á sig eftir því hversu sterkur hann er, til að jafna átakið og snúninginn á myllunni.

Önnur hugmynd væri að byggja "öfug" vindöng sem "safna saman" vindorkunni inn um op sem er í laginu eins og trekt (þyrfti að vera á snúningsás eins og vindhani). Með ventlabúnaði væri svo hægt að "hleypa af" eftir þörfum til að þrýstijafna loftið inni í göngunum niður í viðráðanlegan vindstyrk áður en það væri leitt í gegnum túrbínur. Þetta væri mjög sambærilegt við vatnsaflsvirkjun þar sem sveiflukennt vatnsrennsli er fangað með stíflu ofan í fallgöng og þrýstijafnað með lokubúnaði áður en það er leitt í gegnum túrbínu, en umframvatni er veitt framhjá stíflunni um yfirfall. Eini grundvallarmunurinn er hvort það sem skapar þrýstinginn í göngunum er fallandi vatn eða loftmassi á hreyfingu. Restin af úfærslunni er svo bara verkfræði, og þar sem fallhæð skiptir ekki máli fyrir vindorku er þetta heppilegt fyrir láglendi eins og á Reykjanesinu svo dæmi sé tekið.

Guðmundur Ásgeirsson, 29.4.2009 kl. 11:33

5 identicon

Vindmyllur eru bremsaðar af með rafalnum.  Ég giska á að vandamálið sé að til að ná orku á dögum með andvara (1-2 m/sek) þá séu myllurnar byggðar með risaspöðum sem hreinlega setja allt of mikið álag á legur etc í roki.

Ég myndi mæla með mismunandi vindmyllum, annarskonar spöðum fyrir vindasömustu dagana / staðina.

Annars er ég uppalinn á þessu vindasama svæði, og ég myndi halda að það séu kjöraðstæður hér, eða allavega áður en þeir fóru að spreyja efnaslóðum til að breyta veðrinu...

Það var nánast alltaf jafn, stinningskaldi, sem sé, 10m/sek, en síðustu ár hafa gefið okkur furðuleg (heit og þurr) sumur og fáránlega rokdaga inn á milli (20+ m/sek).

Gullvagninn (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 08:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband