Bernie Madoff fordæmir Lalla Johns

Merkilegt hversu miklar áhyggjur sumir hafa af N-Kóreu þegar staðreynd málsins er sú að þeir hreyfa hvorki legg né lið nema með samþykki nágranna sinna í Kína, sem þýðir líka að Bandaríkjamenn eru ekki að fara að ráðast þarna inn á næstunni. Þetta orðaskak er mikið frekar hluti af óbeinu stríði (proxy war) stórveldana sem þau hafa stundað linnulítið frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Bandaríkjamenn er í auknum mæli farnir að líta á Kína sem ógn, ekki síst efnahagslega þar sem Kína á meirihlutann af gríðarlegum erlendum skuldum bandaríska þjóðarbúsins og geta því fellt dollarann með nokkrum pennastrikum (hliðstætt við Jöklabréfin sem sífellt ógna gengi krónunnar). 

Tekist á um efnahagsleg yfirráð 

Vesturveldin óttast nú hugsanlega að missa tökin á t.d. Formósu (Taiwan) sem Kínversk stjórnvöld skilgreina sem hluta af sínu yfirráðasvæði. Til að viðhalda vestrænum yfirráðum yfir SA-asískum framleiðsluríkjum hefur verið leitast við að einangra N-Kóreu og óbeina bakhjarla þeirra, Kínverja, í alþjóðlegri pólitískri orðræðu. Dýnamíkin sem þarna er í gangi á margt sameiginlegt með stefnu Bandaríkjanna undanfarið gagnvart Íran, og þar með bakhjörlum þeirra Rússum, en ekki hafa þeir enn ráðist á Íran þrátt fyrir margar vísbendingar um slíkar fyrirætlanir og munu varla gera það í bráð.

Þetta er sem sagt heilmikill fjölmiðlasirkus sem er t.d. hentugur til að dreifa áhyggjum fólks frá efnahagsvandanum heima fyrir. Forseti Bandaríkjanna er um leið "commander in chief" og stríðherrar þurfa alltaf að hafa óvin til að fordæma til að réttlæta eigin valdsetu og hagsmunapot. Nú er víst búið að hengja hann Saddam og þá þarf að kynna til sögunnar eitthvað annað "illmenni" til að fjalla um í fjölmiðlum og viðhalda heilaþvottinum fyrir stríðsmaskínuna. Staðreyndin er hinsvegar sú að núna stendur stríðsmaskínan frammi fyrir gjaldþroti, sem Kínverjar og Rússar vissu auðvitað allan tímann að væri eina leiðin til að sigrast á henni, og þess vegna er þessi þriðja heimsstyrjöld að mestu leyti efnahagslegs eðlis.

Skondið samt að heyra hvernig leiðtogi einu þjóðarinnar sem hefur beitt kjarnorkuvopnum í hernaði ásamt stjórnvöldum landsins sem varð fyrir þeirri árás, skuli vera svo samhljóða í fordæmingu sinni á þessu brölti N-Kóreskra stjórnvalda. Vitandi að þeim stafar engin raunveruleg ógn af þeim sökum gríðarlegs hertæknilegs forskots sem "vestur"veldin (þ.m.t. Japan) hafa á þetta fátæka þriðja heims ríki. Til að setja hlutina í samhengi er þetta svipað og ef Bernie Madoff og fórnarlömb hans færu að vara okkur hástöfum við Lalla Johns sem er auðvitað stórhættulegur þjófur, eða þannig...

Fórnarlömb efnahagsstyrjaldar

Eins og fram kemur í nýlegum greinum dr. Michael Hudson í Fréttablaðinu þá hefur Ísland orðið illa fyrir barðinu á hliðaráhrifum þessar heimsstyrjaldar sem nú geisar í efnahagsmálum og alþjóðapólitík. En það er kannski ljósglæta við endann á göngunum frá sjónarhóli Íslendinga. Barack kom víst sérstaklega yfir til Össurar á NATO fundinum í liðinni viku, og spurði hvort hann mætti koma í heimsókn. Ég er ekki pottþéttur á því en held samt að það yrði í fyrsta skipti sem sitjandi Bandaríkjaforseti kæmi í opinbera heimsókn hingað án þess að vera á leið til fundar við þjóðhöfðingja annara stórvelda. Þegar evrópskt efnahagslíf var í molum eftir seinni heimsstyrjöldina komu Bandaríkjamenn færandi hendi með svokallaða Marshall-aðstoð og fengu t.d. aðstöðuna í Keflavík í staðinn sem þá var mikilvæg öryggisins vegna. Nú hafa G20 ríkin sammælst um enn einn 700 milljarða "björgunarpakka" eða svo, í þetta sinn handa IMF og þeim ríkjum sem sjóðurinn þjónustar, þar á meðal Ísland. Spurningin en hvort þetta verði "hin nýja Marshall-aðstoð" eða bara framlenging af engilsaxnesku nýlendustefnunni?

Hin nýja heimssýn (New World Order)

Í hinni nýju heimssýn sem er í uppsiglingu verða orkumál ofarlega á baugi, Bandaríkjaher hefur t.d. skilgreint þau sem mikilvæga undirstöðu þjóðaröryggis. Þá hafa fulltrúar sömu aðila og standa á bakvið Obama setið ýmsa fundi með forseta Íslands og fleirum um orkumál og sjálfbærni sem vill svo til að við búum yfir mikilli þekkingu á. Annað sem þessir aðilar (t.d. Al Gore) hafa áhuga á er hlýnun jarðar sem margir umhverfisverndarsinnar hafa látið blekkjast af, en snýst í raun og veru um breytingar og tækifæri sem í þeim felast, með öðrum orðum krísukapítalisma. Hlýnun á norðurslóðum mun vafalaust gera mönnum kleift að sækja olíu þangað í auknum mæli, og þá mun Ísland á ný verða mikilvægur miðpunktur. Nýlegar rannsóknir á Drekasvæðinu (m.a. af hálfu US Geological Survey) hafa auk þess leitt í ljós að olíu á norðurslóðum er jafnvel að finna að hluta til innan landhelgi Íslands. 

Hvort fyrirhugaður fríverslunarsamningur við Kína spilar þarna eitthvað hlutverk er líka opin spurning, ég hef hingað til aðallega velt því máli fyrir mér frá sjónarhóli ESB frekar en USA. En auðvitað skiptir það máli ef Obama og hans lið hafa eitthvað á prjónunum varðandi Ísland. Ætli staða landsins í hinni nýju heimssýn muni e.t.v. ráðast af því hvort við munum sogast inni í ESB-svartholið, eða hvort við munum halda áfram að vera hálfgerð bandarísk nýlenda eins og megnið af tímanum frá stofnun lýðveldisins? Ef svo er þá er einfalt að bera valkostina saman í huganum, ekki síst þar sem Bush er hættur (vonandi) og er líklega á leið á eftirlaun í S-Ameríku eins og aðrir nasistar í gegnum tíðina. Ég er ekki mikill aðdáandi bandarískra yfirvalda þó þar kveði e.t.v. við nýjan tón upp á síðkastið, en vil þó benda á að á meðan áhrifa þeirra gætti hvað mest hér á landi var líka einn mesti uppgangstíminn í efnahagsmálum þjóðarinnar heilt á litið.

Þetta "stærra" samhengi er eitthvað sem fólk ætti að hafa í huga þegar það myndar sér skoðun á stöðu landsins í alþjóðasamfélaginu, ekki síst í tengslum við ESB því með inngöngu þangað værum við að loka dyrunum á sjálfstæða utanríkisstefnu. Mikilvægt er að láta tímabundinn efnahagsvanda ekki villa okkur sýn því framtíðin er í raun og veru nokkuð björt, heimurinn er stærri en bara Evrópa svo dæmi sé tekið. Landfræðilega er Ísland ekki einu sinni allt hluti af Evrópu, Reykjanesið liggur t.d. handan flekaskila á Ameríkuflekanum. Eins og margir hafa bent á þá var Ísland fyrst til að verða fyrir efnahagslegri gereyðingu, en öðlaðist um leið forskot til að geta verið fyrst á fætur aftur. Í því felast dýrmæt tækifæri sem ber að nýta við endurreisnina, og mikilvægt að þá sé litið til allra átta en ekki einblínt á töfralausnir sem binda okkur föst við þá stefnu sem aðrir móta.

Íslandi allt!


mbl.is Þjóðarleiðtogar fordæma eldflaugarskot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Gleðilega páska, Guðmundur.

http://www.davidicke.com/index.php/ 

Freedom is just another word for nothing left to loose.

Viðtal við DI mannin sem 950 af hverjum þúsund keyptu sig á fyrirlestra hjá til að hlæja að rugludallinum.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 10:23

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Vel skrifaður pistill og þú segist vera sófaheimsspekingur.

Magnús Sigurðsson, 12.4.2009 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband