Lúxemborg brýtur skilmála IMF

Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra segir að "Samkvæmt samningi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn megi bara eiga viðskipti með krónur á einu skráðu gengi Seðlabankans." Sem stendur núna í 145 kr./eur.

Tryggingasjóður innstæðueigenda í Lúxemborg greiðir út inneign úr Glitni sem er skráð í krónum, en kýs að greiða hana út í Evrum á genginu 260 kr./eur. Því spyr ég, eru Lúxemborgararnir þá ekki að brjóta gegn fyrirmælum AGS með því að búa til "tvöfalt gengi"? Samskonar rök hafa jú verið notuð gegn því að gera upp gjaldeyrissamninga og gengistryggð lán á því gengi sem var í gildi fyrir bankahrunið.

Það væri gaman ef Gylfi gæti svarað því hvers vegna tryggingasjóður í Lúx. fær að komast upp með þetta? Er það kannski vegna þess að Lúx. er í ESB og IMF er hér á þeirra snærum sem skuldakúgari? Minnist þess að lánveiting frá IMF fékkst ekki afgreidd nema skilyrði ESB vegna innlánstrygginga væru uppfyllt. Þessi tvískinnungur verður síst grunsamlegri en þegar áður var fullyrt að lánveitingum frá IMF fylgdu "engin skilyrði", jafnvel þó lýðum væri ljóst að raunin væri allt önnur. Eru þetta þau gegnsæu og lýðræðislegu vinnubrögð sem við viljum sjá???

Hverjar sem skýringarnar eru, þá er hér hróplegt ósamræmi á ferðinni, og enn ein ástæða til að sporna við frekari yfirráðum erlendra stofnana yfir íslenskum efnahagsmálum. Besta leiðin til þess verður að merkja x við L í komandi kosningum, og hafna þannig öllum draumórum um ESB-aðild og óraunhæfu hálfkáki um að fara í aðildarviðræður og "sjá svo til". Það er einfaldlega ekki þannig sem þetta virkar, og beini ég þeim orðum ekki síst til sjálfstæðismanna sem þurfa senn að taka afstöðu til formannsefna sem hafa einmitt beitt fyrir sig slíku lýðskrumi í von um atkvæði sem þeir eiga í raun ekki skilið að fá.


mbl.is Evran á 260 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki frekar seðlabankinn að brjóta á okkur Íslendingum með mikka mús gengi sem hvergi er samþygt í heiminum nema á Íslandi? kynnt þú þér gengi Ísk á seðlabanka evrópu áður enn þú kúkar á Lúxemborg.

Bjarni (IP-tala skráð) 15.3.2009 kl. 06:25

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ég var nú frekar að kúka á IMF, fyrir að skikka okkur til að hafa það sem þú kallar "mikka mús gengi", og ESB fyrir að hafa sigað þeim á okkur og ráðast svona á gjaldmiðilinn okkar.

Guðmundur Ásgeirsson, 15.3.2009 kl. 13:36

3 identicon

IMF hefur ekkert tak á Lúxemborgurum.

Eftir nokkur ár verða þeir líklega komnir með hálstak á okkur og geta sagt okkur að gera hvað sem þeim sýnist.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband