Afhverju ekki gjaldþrot?

Afhverju var Straumur-Burðarás ekki einfaldlega látinn fara í gjaldþrot eins og hvert annað fyrirtæki? Mér þætti vænt um að Gylfi Magnússon myndi útskýra fyrir mér hvers vegna ríkið er að taka yfir reksturinn á þessum helv&#$ fjárfestingarbanka, þannig að skuldbindingar vegna hans munu að öllum líkindum falla í einhverjum mæli á þjóðarbúið. Hverra hagsmunum þjónar þessi aðgerð, nema kröfuhöfunum? Og afhverju eigum við hjónin og börnin okkar að borga fyrir það? Segðu okkur endilega hvað "fleira kom til" Gylfi!!!

(Eða á kannski bara að taka Dabbann á það?)


mbl.is Gylfi: Fleira kom til hjá Straumi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ríkissjóður er ekki að taka yfir bankann, alls ekki.

Það sem verið er að gera er að FME skipar bankanum nýja stjórn í formi skilanefndar, sem síðan undirbýr lokun og uppgjör bankans. Það er í raun verið að setja bankann í gjaldþrot en farin er lengri leiðin á grundvelli neyðarlaganna væntanlega til þess að reyna að ná betri kjörum á eignum félagsins.

Þetta er það sama og gert var við gömlu bankana. Ríkið tók þá ekki yfir í þeim skilningi að þeir beri ábyrgð á greiðslum skulda gömlu bankanna. Ríkið tók yfir stjórn þeirra gömlu og stofnaði ný félög sem keyptu innlendan rekstur þeirra - það eru nýju bankarnir sem eru í ríkiseigu og þannig á ábyrgð þjóðarinnar, ekki þeir gömlu.

Einu ábyrgðir ríkisins vegna gömlu bankanna eru komnar til vegna þess að tryggingasjóður innstæðna sem ríkið bar ábyrgð á að rekinn væri í landinu, átti ekki nægar innistæður til þess að tryggja endurgreiðslur vegna innlána bankanna.

Elfur Logadóttir, 9.3.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk Elfur. Vonandi er þetta hagkvæmasta leiðin fyrir skattgreiðandann.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.3.2009 kl. 15:32

3 identicon

Kærar þakkir til Elfur fyrir hreint frábæra athugasemd.

Mikið vildi ég að forustumenn okkar og fjölmiðlafólk vendu sig á hennar fordæmi og kæmu sér að kjarna málsins og fjölluðu svo um hann málefnalega þannig að allir skildu hvað umræðan snerist um.

Agla (IP-tala skráð) 9.3.2009 kl. 16:18

4 Smámynd: Elfur Logadóttir

Núverandi eigendur eru fyrrverandi eigendur. Það er lykilatriðið.

Eignarhald bankans hefur ekkert breyst. Það sem felst í ákvörðun ríkisins þegar það "tekur yfir" banka, hvort sem það eru viðskiptabankarnir þrír eða Straumur nú, þá er verið að taka stjórn bankans af eigendum þess. Eigendurnir eiga þá bankann áfram þar til hann verður gerður upp - þeir fá hins vegar engu ráðið um ráðstafanir þessarar eignar. 

Síðan er það önnur saga að de facto eigendur svo skuldsettra banka eru kröfuhafarnir. Þegar bankarnir (Straumur og allir hinir) verða gerðir upp þá verður ljóst að ekki næst að greiða allar skuldir og þess vegna fá eigendurnir ekki neitt í sinn hlut.

En það breytir ekki þeirri lykilstaðreynd í málinu að eigendurnir (Björgólfur og Björgólfur, lífeyrissjóðirnir og allir hinir) eiga Straum þar til uppgjöri er lokið ... það er bara útséð með að þeir fá ekkert fyrir þessa eign sína, því hlutabréfakrafan er víkjandi krafa á búið við uppgjör þess.

Elfur Logadóttir, 9.3.2009 kl. 19:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband