Bandaríkjastjórn stofnar ibúðalánasjóð!

Einhverjum hjá Evrópusambandinu myndi sennilega þykja þetta stórfrétt. Viðskiptablaðið segir frá því að enginn endir virðist vera á bankakreppunni vestanhafs og stjórnvöld íhugi nú stofnun einhverskonar íbúðalánasjóðs eða ríkisbanka sem eigi að yfirtaka svokölluð undirmálslán ("toxic assets") sem eru að sliga bankana þar. Á meginlandi Evrópu eiga slíkar fyrirætlanir hinsvegar ekki upp á pallborðið, ESB vill t.d. helst að við leggjum niður þann íslenska. Nafnið á hinn nýja eiturlánasjóð er hinsvegar borðleggjandi:

The Toxic Waste Fund of America Wink

P.S. því hefur verið fleygt að Citigroup og JPMorgan séu í einhverskonar sameiningarviðræðum, en tilvalið nafn á afkvæmið væri e.t.v.: CitiMorg ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband