Willem Buiter o.fl. spá hruni Lundúna, MI5 óttast

Jonathan Evans, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segist óttast að fjármálakreppan geti ógnað þjóðaröryggi Breta. Ætli nýleg ákvörðun breska heimavarnaráðuneytisins um að kaupa alls 10.000 TASER rafbyssur handa breskum lögregluþjónum, hafi eitthvað með þetta að gera?

Willem Buiter prófessor við London School of Economics segir að raunveruleg hætta sé á fjármálahruni í Bretlandi á borð við það sem hefur átt sér stað hér á Íslandi. Hann veltir upp þeirri spurningu hvort London sé e.t.v. í raun veru "Reykjavík-við-Thames"? Þ.e.a.s. hvort það sé raunveruleg hætta þar á allsherjar hruni, en þar sem London er miðpunktur í stórum hluta alþjóðafjármálakerfisins þá myndi slíkt hrun hafa víðtækar afleiðingar á heimsvísu. Rétt er að benda á að Buiter hefur áður reynst sannspár, en það var hann sem gaf út í Apríl 2008 "svarta skýrslu" þar sem hann spáði fyrir um bankahrunið á Íslandi. Skýrslunni var stungið undir stól í Fjármálaeftirlitinu og hann vinsamlegast beðinn af íslenskum embættismönnum að hafa hljótt um "viðkvæmt" innihald hennar.

Það lítur út fyrir að nýja árið verði ekki síður viðburðaríkt en það gamla. Fjármálakerfi heimsins riðar til falls, víða eru mótmæli og óeirðir, átök í mið-austurlöndum og allstaðar kraumar spenna. Getur verið að náist sigur í yfirvofandi lögsókn skilanefndar Kaupþings gegn breskum stjórnvöldum, þá yrði það þúfan sem veltir hlassinu? Það verður alltént spennandi að fylgjast með því hvaða (ó)tíðindi árið 2009 mun bera í skauti sér!


mbl.is „Kreppan getur ógnað þjóðaröryggi Breta"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband