VR félagar takið eftir!

Tekið úr lögum VR.
25. gr. Félagsfundir
Félagið heldur fundi svo oft sem þurfa þykir. Þó skal stjórninni skylt að boða til fundar, þegar eigi færri en 200 félagsmenn krefjast þess skriflega og skal fundurinn haldinn innan 7 daga frá því að stjórninni barst krafan í hendur. Fundur telst lögmætur, sé hann boðaður með auglýsingum í dagblöðum og/eða í útvarpi með minnst tveggja daga fyrirvara. Heimilt er að boða fund með skemmri fyrirvara vegna sérstakra ástæðna, svo sem samningagerðar eða annars samkvæmt mati stjórnarinnar. Afl atkvæða ræður úrslitum mála á fundum nema þar sem lög þessi ákveða annað. Gjörðabók skal haldin og í hana ritað ágrip af því sem fram fer á fundum félagsins.
Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald í öllum málefnum félagsins milli aðalfunda innan þeirra takmarka, sem lögin setja.

Þeir sem vilja mega skilja undirskriftir sínar eftir hér fyrir neðan, ég skal þá varðveita þær og koma þeim á framfæri við Kristófer Jónsson skipuleggjanda mótmælanna eftir því sem ástæða þykir.

P.S. fyrir þá sem vilja mótmæla með tölvupósti þá eru hér netföng stjórnarmanna í VR ásamt varamönnum (skv. heimasíðu félagsins):

  • Gunnar Páll Pálsson gunnar@vr.is 
  • Stefanía Magnúsdóttir stefania@vr.is
  • Jóhanna E Vilhelmsdóttir bettyogbolli@simnet.is
  • Benedikt Vilhjálmsson bv@falkinn.is
  • Eyrún Ingvaldsdóttir eyrun@olgerdin.is
  • Gunnar Böðvarsson gunnarb@aknet.is
  • Jón Magnússon jm@hekla.is
  • Lykke Bjerre Larsen bauninn28@hotmail.com
  • Margrét Sverrisdóttir maggasv@nyherji.is
  • Rannveig Sigurðardóttir rannveigsig@internet.is
  • Sigurður Sigfússon sigurdur@n1.is
  • Steinar J Kristjánsson steinarj@husasmidjan.is
  • Valur Magnús Valtýsson valurv@mmedia.is
  • Þorlákur Jóhannsson thorl.johanns@simnet.is
  • Jóhanna Sigurbjörg Rúnarsdóttir johanna@bl.is
  • Jón Hrafn Guðjónsson jong@flugger.com
  • Steinunn Guðmundsdóttir steinunn@takplan.is

Viggó H. Viggósson hefur sett ákveðið fordæmi með skeyti sem hann hefur sent stjórninni og birt á bloggi sínu. Ég tek mér það bessaleyfi að endurbirta það hér og kann ég Viggó bestu þakkir fyrir framtak hans:

To: vr@vr.is, stefania@vr.is, bettyogbolli@simnet.is, bv@falkinn.is, eyrun@olgerdin.is, gunnarb@aknet.is, jm@hekla.is, bauninn28@hotmail.com, maggasv@nyherji.is, rannveigsig@internet.is, sigurdur@n1.is, steinarj@husasmidjan.is, valurv@mmedia.is, thorl.johanns@simnet.is, johanna@bl.is, jong@flugger.com, steinunn@takplan.is

"Ég undirritaður mótmæli hér með harðlega að Gunnar Páll Pálsson sitji áfram sem formaður VR og skora ég hér með á stjórn VR að óska eftir því við hann að hann segi af sér, en víki honum ella.
Jafnframt fer ég þess á leit við stjórn VR að beita sér fyrir því að fulltrúar Lífeyrissjóðs VR sitji ekki í stjórnun félaga.
Með virðingu og ósk um réttlæti."


mbl.is Vilja stjórn VR burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg með ólíkindum hvað siðferði er lágt. Það er alveg sama hvernig þessu er snúið þá verður maðurinn að víkja.

Simon 

Simon (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband