Veðurstríð?

Það eru ýmis teikn á lofti nú um stundir... eru þetta e.t.v. fyrirboðar válegra tíðinda? Það er óneitanlega sérstakt andrúmsloft í gangi núna, ekki bara í okkar þjóðfélagi heldur víða um heiminn.

Ég man t.d. ekki eftir að hafa heyrt þess getið að lofsteinar hafi skyndilega tekið beygju á flugi sínu um himinhvolfið, þeir fara venjulega í beina línu og hraðans vegna myndu þeir splundrast við skarpar stefnubreytingar. En lítið bara á "slóðina" á myndinni, hún virðist vera sveigð í hálfhring!

 Lofsteinn tekur beygju

Þessi mynd er fengið að láni úr tengdri frétt um "ljós á himni" eða loftstein yfir suðvesturlandinu í gærkvöldi. Af myndinni að dæma líkist þetta ekki neinu náttúrufyrirbæri sem ég kannast við, en ég er svosem enginn sérfræðingur í lofthjúps- eða geimvísindum.

Hinsvegar eru HAARP /SuperDARN loftnetin á Íslandi staðsett við Stokkseyri og í Þykkvabænum eða öllu heldur á suðvesturlandi, einmitt þar sem þessa ljósagangs var vart. Hmmm samsæriskenning í uppsiglingu? Ég skal ekki segja...

SuperDARN Stokkseyri HAARP

Miðað við þann titring sem er í gangi um allan heim, ekki bara vegna efnahagskreppu og pólitískra átaka heldur líka í náttúruöflunum, þá er e.t.v. ekki ofsögum sagt að það séu skrýtnir tímar. Hvort sem um raunverulega aukningu er að ræða þá hefur a.m.k. verið nokkuð mikið um frásagnir af undarlegum fyrirbærum undanfarið.

Skemmst er að minnast þess er glitský yfir Ermarsundi myndaði nokkurskonar fótspor í himininn á dögunum.

 Golden Footprint

 Á Íslandi hefur verið meira af einkennilegum náttúrufyrirbærum í ár heldur en síðustu tvö ár á undan.

Glitský

Glitský

Glitský sáust á austurhimninum í dag á höfuðborgarsvæðinu. Þau eru sjaldséð og sáust síðasta yfir höfðuborginni fyrir tveimur árum. Þau sjást einkum í skamdeginni í desember og janúar. Þau myndast í heiðhvolfinu eða í 20 til 30 kílómetra hæð. - RÚV 20.1.2008

Glitský

...glitský náðust á mynd á Austurlandi í hvassviðri síðdegis í gæri, en þau myndast í köldu veðri, einkum við sólarlag, eða sólarupprás... -mbl.is 28.1.2008

Einnig hefur verið nokkuð um jarðhræringar o.fl. sem er kannski ekki óvanalegt hérna á Íslandi en þó hefur virknin hér verið með líflegasta móti að undanförnu. Skaftárhlaup fyrir stuttu síðan var í methæðum, og fregnir berast af því að jöklar landsins hafi sjaldan eða aldrei hopað jafnt hratt og þeir gera nú.

Sá hópur fólks fer stækkandi sem er með vangaveltur um HAARP, chemtrails og fleiri hluti sem gætu mögulega verið í gangi í lofthjúp jarðar (eða ekki). Allskyns samsæriskenningar eru á sveimi, flestar á þá leið að t.d. HAARP sé nú ekki bara rannsóknartæki til að stúdera Norðurljósin heldur sé líka hægt að nota það til veðurfarsbreytinga eða jafnvel sem gereyðingarvopn. Og efnarákir eru í hugum sumra bara enn eitt samsærri illra afla um að eitra fyrir almenningi eða eitthvað álíka klikkað. Hvað svo sem veldur, þá verður samt að viðurkennast að það er ögn skrýtið hvað sumar þoturákir eru miklu breiðari og langlífari en aðrar, jafnvel á sama himninum á sama deginum:

Chemtrails over Reykjavík

Efnarákir / chemtrails yfir Reykjavík 23. júní 2008 - malacai.blog.is

Ein besta mynd af efnarákum sem ég hef séð, a.m.k. frá Íslandi. Venjuleg þoturák endist ekki svona lengi í háloftavindunum að hún nái að teygja sig yfir allan sjóndeildarhringinn og hangi þar kyrr jafnvel klukkustundum saman. Ég fullyrði að þetta sást ekki í svona miklum mæli fyrir 10-20 árum síðan en ef einhver er á öðru máli þá skora ég á viðkomandi að gefa sig fram.

Þegar mikið er af svona rákum og veður milt, lygnt og bjart, þá kemur nær undantekningalaust skýfall að kvöldi (um eða eftir sólsetur) jafnvel þótt allan daginn hafi himinn verið skafheiður. Og afhverju er rigning á Íslandi allt í einu byrjuð að detta beint niður? Hér áður fyrr kom hún oftast úr öllum áttum og aðallega beint framan í andlitið á manni. Nú er "regnhlífarveður"hinsvegar orðið nógu algengt í Reykjavík til að það sé orðið verjandi að fjárfesta í slíkum búnaði, sem áður þótti ekki henta íslenskum aðstæðum. Það er af sem áður var en hvað veldur, er þetta kannski bara vegna hlýnandi loftslags og gróðurhúsaáhrifa? Erlendis er alltént sumsstaðar gengið mjög skipulega til verks í þessari dreifingu á einhverju sem virðist vera meira en bara sakleysisleg vatnsgufa:

Nashville28July04 Chemtrail Grid

Þessi mynd frá Nashville sýnir glögglega eitthvað sem getur varla verið nema af mannavöldum. Tekið skal fram að umferð farþegaflugs í Bandaríkjunum fer aðallega í fram og til baka í austur-vestur en alls ekki í svona þvers-og-kruss munstur, og þetta er of hátt á lofti til að áburðardreifing komi til greina sem skýring. -http://educate-yourself.org/ct/

Hver svo sem sannleikurinn er þá dregur sú leynd og dulúð sem hvílir yfir svona löguðu síst úr tortryggni fólks, en það dularfyllsta af öllu er e.t.v. óútskýranleg þögn yfirvalda og þar til gerðra stofnana sem láta sumar eins og þarna sé ekkert á seyði sem gæti verið þess vert að grennslast fyrir um með markvissri rannsókn eða opinberum athugunum.

 


mbl.is Litríkt loftsteinahrap á himni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Ég var þarna í gær og sá þetta, þessi mynd er tekin nokkum mínútum eftir og eru líklegast hálofta vindar að sveigja rákina,

á stjörnufræðivefnum má sjá fleiri myndir,

http://www.stjornuskodun.is/component/content/article/42-frettir/367-glaesilegt-loftsteinahrap-sast-viea-ae

kv.

Hermann

Hermann (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 16:22

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Takk fyrir linkinn Hermann. Hvað svo sem veldur þá eru þetta forvitnileg fyrirbæri.

Guðmundur Ásgeirsson, 28.10.2008 kl. 16:50

3 Smámynd: Neo

Neo, 29.10.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband