Hækka hitann!

Það er víðar en í fjármálaheiminum sem er titringur, ástandið í heimsmálunum er vægast sagt spennuþrungið. Það gneistar enn af bandaríska hernum í Írak og stjórnarkreppa tröllríður Ísrael, ástandið í mið-austurlöndum minnir ekki lengur á púðurtunnu heldur tifandi tímasprengju! Ég held mig við þær spár mínar frá því fyrr á þessu ári að öðru hvoru megin við forsetakosningarnar í Bandaríkjunum muni eiga sér einhver einhverskonar fyrirfram ákveðin (eða "-samþykkt") atburðarás sem muni leiða til þess að allt sjóði upp úr. Ef það gerist ekki fyrr en eftir kosningar mun það verða einhverskonar "uppákoma" eins og í þessari frétt og mun tengjast einhverju arabaríkjanna, líklegast Íran. Ef það verður fyrir kosningar tel ég hinsvegar meiri líkur en minni að það verði í formi einhverskonar "árásar" á meginlandi N-Ameríku eða a.m.k. á bandarísku yfirráðasvæði, sem Írönum eða einhverjum nágrönnum þeirra verði kennt um og svarað af fullri hörku. Kosningarnar vestanhafs verða 4. nóvember og það er því full ástæða til að fylgjast dálítið vel með á næstunni...
mbl.is Saka Bandaríkin um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband